Víðförli - 01.03.1947, Síða 20

Víðförli - 01.03.1947, Síða 20
SKALHOLT r-------------------------------------------------------------------------------*\ Enginn íslendingur getur hugsað út í sögu Skálholts nœstliðin 150 ár án þess að hrylla við. Það er aumleg saga um vesaling, sem lœtur plokka af sér spjarimar og afhýðast œru og sœmd, vegna þess að hann hefur gefið frá sér og veit naumast til sín meir. Akvœðum Gissurar biskups var riftað af erlendu valdi, sem lcngi hafði að því unnið að fyrirkoma andlegu og efnalegu sjálfstœði kirkjunnar á Islandi. TJm aldamótin 1800 tókst því að hryggspenna hinn íslenzka biskupsdóm — hann skyldi aldrei geta orðið brjóst fyrir íslenzkri menn- ingu og manndómi framar. Ilér naut og að jáheyrðra óhappa og óáiran- ar, sem yfir landið dundu, og íslenzkra yfirmanna, sem höfðu ná- lcga týnt niður þrœði íslenzkrar vitundar og lífsraka. IIrakningur bisk- upanna frái stólunum fomu, níðsla dómkirknanna og förgun stólseign- anna er ein mesta uppgjöf þessarar þjóðar. Ilefði vart nokkur kyn- slóð landsins liðið slík hcrmdarverk nema píndur gaddlýður Móðu- harðindanna og áttavillingar rationalismans. Vonum skemmra var dags að bíða á íslandi svo mjög sem syrti í skjáinn að kvöldi 18. aldar. En elcki hefur enn dagað yfir Skálholti. Það hrakfall er óbœtt. Svo illa sem dönskum yfirvöldum fórst við Skálholt og innlendum kotungum hinna óhappasœlu aldamóta. þá hefur þjóðin ekki betrað verk þeirra síðan. Nú skyldi þess skammt að bíða, að leiðrétting fáist þessa máls. Biskupsstóll í Skálholti aftur og kirkjulegt menntasetur — þetta eitt er stað og þjóð samboðið. Vér vekjum athygli á eftirfarandi greinum um Skálholt. J

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.