Víðförli - 01.03.1947, Page 22

Víðförli - 01.03.1947, Page 22
20 VIÐFORLI hlaut því að vera helgur staður. Svo komst það inii í vitund mína, að sonarsonur Gissurar hvíta, eins mesta hvatamanns þess, að kristni komst á landið, hafði gefið þennan stað til ævinlegs biskupsseturs. Það varð ekki í efa dregið, að slíkur stað- ur var heilagur, útvalinn og vígður til starfsemi fyrir guðsríkið á íslandi. Þessi tilfinning hélzt, en þroskaðist með aldri og vaxandi skilningi. Jafnan var Skálholt fremst þeirra staða, sem helgir eru á íslandi, Þingvellir einir jafnfætis. Löngu sjðar haga atvikin því svo, að ég flyzt í nágrenni þessa staðar, verð meðlimur Skálholts-safnaðar og fæ tækifæri til þess að kynnast af eigin sjón og raun, hversu umhorfs var og ástatt þar. Með lotningu nálgast ég staðinn í fyrsta sinn, geng heim túnið, að kirkjugarðinum og um hann. Ilugurinn reikar víða, margar sýnir ber fyrir augu, og' allt í kring er hvíslað: Stað- urinn, sem þú stendur á, er heilagur. En mjög fannst mér fennt í spor þeirra mikilmenna, sem hér höfðu gengið um. Rústir einar eftir fornra stórbygginga, rústirnar raunar vart sýnilegar heldur. Hús voru hér að vísu, stórt timburhús, bárujárnsklætt, og fleiri byggingar með sama svip. Kirkja lítil og' lágkúruleg, Ijótur grindahjallur, og kirkjugarðurinn klauftroðinn þúfnakargi. Svona kom staðurinn mér fyrir sjónir þá. Og enn er ástand hans svipað, nema hvað hrörnunin setur meir og meir merki sín á það, sem hrörnað getur. Nú er staður og kirkja orðin ríkiseign. Margir vonuðust eftir, þegar svo skipaðist, að nú myndi skjótt brugðið við til þess að rétta hlut Skálholts. Fundir og einstakir menn hafa borið fram tilmæli og áskoranir um umbætur, en í Skálholti bólar ekki á neinni nýsköpun. Jú, Alþingi ákvað með lögum væntanlegum bændaskóla stað í Skálholti. Skulu nú kýr og kynbótanaut hefja merki sunnlenzkrar menningar í stað biskupa og lærdóms- manna áður? 1 tilefni af þessari alþingissamþykkt hefur eitthvert umrót verið framkvæmt í hinu helga landi, fyrir einhverja sér- staka Guðs hlífð í nokkurri fjarlægð þó frá sjálfum staðnum. Hitt hefur furðulega lítið angrað þá háu þingmenn, að kirkjan

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.