Víðförli - 01.03.1947, Qupperneq 34

Víðförli - 01.03.1947, Qupperneq 34
32 VÍÐFÖRLI Sá landslýður þá gjörla, að válega sækti að, og' hinsvegar, að sú vá kom þessum tveim eigi að óvörum. I fyrstu þótti rétt að freista þess, hvort þetta hernámslið færi ekki að háttum siðaðra manna og virti alþjóða lög og rétt. Með það í huga vann Berggrav biskup að því, fremstur manna, að stofnað var til ríkisráðs, er tæki við stjórn og völdum í en- um hernumdu hlutum Noregs. Þessi viðleitni Berggravs var mjög misskilin og misvirt meðal Norðmanna erlendis og ann- arra. En síðar sást, að honum og félögum hans gekk það eitt til að firra þjóðina þeim voða, er algjört hernám leiddi af sér, og einnig að bægja þeirri smán frá dyrum, að landráðamað- urinn Quisling tæki við stjórnartaumum. En brátt sást, hvert eðli og innræti nazistanna var og ætlan bræðra þeirra í Noregi. — „Ríkisráðið" starfaði fáa mánuði aðeins og fékk raunar aldrei þau völd, er því bar. í september 1940 var það afnumið og Quisling tók aftur leppstjórn fyrir Þjóðverja, þingið var svipt umboði sínu og konungur sviptur vöidum, allt að fyrirskipan Hitlers. Þá var sýnt, hvers vænta mátti. Fyrstu árekstrar milli kirkjunnar og nazista voru við út- varpið. Þar var sá háttur á, að morgun og kvöld hvers dags fór fram stutt guðsþjónustugjörð, auk þess sem útvarpað var messu hvern helgan dag. Nazistum og quislingum var í mun, að þessar guðsþjónustur færu fram á þann veg, er hugnazt gæti lífsskoðun þeirra og tilgangi. En prestarnir voru bundnir vígslu- heiti sínu, játningum kirkju sinnar og Guðs orði og gátu því eigi þóknazt þessum nýja sið. — Gömul er og sú hefð kirkjunn- ar að biðja af stól fyrir yfirvöldum, konungi og öllum þeim, er Guð hefur búið myndugleika. Þessu hélt kirkjan áfram, þótt konungur og stjórnarvöld væru landflótta. Og gazt enum nýju ráðamönnum ekki að. Lauk þessu á þá lund, að hernaðarvöld- in tóku öll ráð litvarpsins í sínar hendur og fengu kirkjubæn- inni breytt svo, að konungur og stjórn voru þar ekki nefnd beinum orðum. Eftir þetta fengust engir prestar til að flytja guðsþjónustu í útvarpið nema þeir fáu, er fylltu flokk Quislings.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.