Víðförli - 01.03.1947, Side 45

Víðförli - 01.03.1947, Side 45
UM MKSSUNA 43 Með kristnitökunni settust þessir tveir ólíku þjóðflokkar við sama borð það, sem tilreitt er í heilagri messu. Þar neyttu þeir hinnar sönru andlegu fæðu og bergðu hinn sama andlega drykk. Nú var ekki lengur munur á þræli og frjálsum manni, norrænum og vestrænum, heldur urðu allir eitt í Jesú Kristi. Hin tvö þjóðbrot urðu að einni þjóð, íslendingum, og það var heilög messa, sem sameinaði þá. — Mun það nokkur tilviljun, að íslenzkum sálmaskáldum er tamt að syngja um konung- dóm Krists? — Aldirnar liðu. Kynslóðir hnigu og aðrar risu. Friðaröld rann upp og fagrir siðir rótfestust. Ofriði laust yfir með fjandskap og flokkadrætti. Eldar runnu og eyddu byggðum. Pestir gengu og mannfólkið féll unnvörpum. Erlend drottnun læsti hrömmurn um land vort og gæði þess. Þannig skiptust á skin og skuggar í lífi þjóðarinnar. En á hverju sem gekk var messan sá gimsteinn, sem vinir og óvinir settu von sína á, sem ungir og gamlir mátu jafn mi'ki'ls, sem þjóðin æ varðveitti hvar sem hún var stödd á hveli lukkunnar. Astæða er til að vér gefum gaum að þessari máttugu messu, sem allar liðnar kynslóðir sóttu kraft til og elskuðu um fram allt, alla þá stund, sem húu var rækt og reynd, eða níu aldir óslitið. Messa sú. sem fram var flntt á Þingvöllum hinn 23. júní árið 1000, hélt áfram að ldjóma um land vort þvert og endilangt óbreytt í fimm og hálfa öid. Eins var hún og söm allt frá hin- um miklu dómkirkjum til hinna minnstu moldarhúsa, sem feð- ur voi'ir notuðu í fátækt sinni sem ramma. um þá ómissandi lind hins andlega lífs síns. Með siðaskiptunum varð að vísu nokkur breyting á henni. Það var þó formbreyting, en ekki innihaldsbreyting. Messa sú, er vér síðan höfum. haft, er því að eðli og innihaldi sú sama og hin fræga Þingvallamessa. Menn gæta þess ekki nægilega, að hér urðu siðaskipti en ekki trúarskipti á sextándu öldinni. Þetta má fyrst marka á því, að báðar kirkjur, hin rómverska og evangelisk-lútherska, byggja á hinni sömu heilögu Ritningu.

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.