Víðförli - 01.03.1947, Page 46

Víðförli - 01.03.1947, Page 46
44 VÍ-ÐFÖRLI Þar næst á því, að þrjár aðaljátningar kristninnar eru báðum sameiginlegar. Og loks á því, að messan er beggja h'fsspursmál og höfuðtæki. Auk þessa má benda á fjölmargt fleira sameigin- legt, svo sem embætti kirkjunnar, réttarfar og starfsaðferðir. Nútíma íslendingur, sem kemur í rómverska kirkju og lilýð- ir messu þar, ályktar gjarna, að hér sé munur mikill á. Þar rekur hann augun í tilburði, sem hann ekki þekkir úr sinni kirkju. Engan þarf þó að undra, þótt tilburðir séu ólíkir, þegar annar aðilinn hefur skipt um siði. Hið annað er, að þar fer allt fram á latínu og torveldar það mest, að hann fái séð, hvað mikið er líkt með messunum. Þetta kemur til af því, að latínan er helgimál rómversku kirkjunnar um allan heim. Það er tákn þess, að hún sé alheimsstofnun, óliáð þjóðerni og tíma. IIið þriðja, sem nútíma Islendingurinn tekur eftir er, að þar er eng- in messa án altarissakramentis. Um þetta atriði er það að segja, að svo á heldur ekki að vera í evangeliskri messu. Altarissakra- mentið er beggja höfuðatriði, enda er það aðalsérkenni krist- innar guðsdýrkunar. Sameiginlegt innihald messu allra kirkna er: Guðs orð, bæn, lofgjörð, altarissakramentið og blessun. í messunni er altaris- sakramentið aðalatriðið, af því að það er altarissakramentið, sem aðgreinir hana fremur öllu öðru frá öðrum guðsþjónustum kirkjunnar. Aðrar guðþjónustur kirkjunnar eru einkum: Tíða- gerðin, sem eingöngu er lestur Guðs orðs og bæn, prédikunar- guðsþjónustur, sem hafa Guðs orð að aðalviðfangsefni, og bæna- guðsþjónustur, þar sem bænin er aðalefnið. Þetta var sjónarmið siðskiptamanna. Það kemur ótvírætt fram í formála Guðbrands biskups fyrir messuhíii. Sá formáli hefst á þessum orðum: „Með því að messan í sjálfu sér er ekk- ert annað en neyzla drottinlegrar kvöldmáltíðar, í hverri sorg- fullar og v'eikar manneskjur vegna syndanna skulu huggaðar verða, fyrir prédikun Guðs heilaga orðs og meðtekning þess heilaga sakramentis vors herra Jesú Krists líkama og blóðs“. Þessi orð bera með sér, að allt það, er fram fer í messunni, lýtur og þjónar takmarki hennar, altarissakramentinu. Vilji einhver

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.