Víðförli - 01.03.1947, Qupperneq 52
50
VÍÐFÖRLI
mig, sendi ég líka yður“, þ. e. þeir fóru í hinu sama umboði
og hann.
ITér talar hann enn um vald, vald til að gefa eilíft líf. Þetta
vald fær hann ckki postulunum í hendur, heldur leggur hann
það sem sína gjöf inn í sakramentið. Eins og hann kaus þá
leið til lausnar mönnum að klæðast veikbyggðu, mannlegu
holdi, ]mtt eilífur Guð væri og konungur dýrðarinnar, svo þókn-
aðist honum nú að mæta sínum trúuðu bak við sýnileg en
yfirlætislaus efni kvöldmáltíðarinnar til að veita þeim, eins
og Lúther segir, fyrirgefningu syndanna, líf og sáluhjálp. Þann-
ig gerði hann messuna að farvegi náðarinnar og lífslind kirkju
sinnar.
Það var þessi lind, sem postularnir lifðu og dóu við. Það var
rog þessi lind, sem píslarvottakirkjan sótti kraft sinn í. Þessa
lind flutti hin stríðandi kirkja út um löndin að boði Drottins.
Úr þessari sömu lind streymdi náðarkraftur til þjóðar vorrar
árið 1000. Þessa lind gátu hinir róttækustu byltingamenn siða-
skiptanna ekki yfirgefið. Og það var enn þessi lind, sem léði
kraft sinn í hinni frægu eldmessu í Kirkjubæjarkirkju árið 1783,
svo að öll æðra hvarf mönnum, þótt eldflóðið væri að síga að
túnjaðri staðarins, en allra hugir runnu saman í eina brennandi
bæn.
Postularnir kenna, að kirkjan sé líkami Krists. Þá er hver
messa æðarslag hins æðsta hjarta, sem flytur þessum líkama
náðina, sannledkann og lífið, gerir hann hluttakanda í upprisu-
lífi Drottins og kröftum hinnar komandi aldar.