Víðförli - 01.03.1947, Page 53

Víðförli - 01.03.1947, Page 53
Læknir um leiðina til heilbrigði Poul Toumier er starfandi lœknir í Genf í Sviss, heimskunnur maður. Bœk- ur hans hafa vakið mikla athygli og veríð þýddar á fjölmöig tungumál, enda rœðir hann í þeim vandamál mannlífsins á nýstárlegan hátt, af mikilli lœknis- reynslu, þckkingu og mannviti. Ilér birtast nokkur atríði úr einum kafla bók- arínnar „Médecine de la Personne<e (þýdd m. a. á dönsku og sœnsku). Ég held því fram, að vér finnum í Biblíunni svo sem hvergi annars staðar, hvað Guð vill að h'f vort sé. En alveg væri undur- samlegum boðskap Jesú Krists snúið við, ef sagt væri, að Biblían sé aðeins safn guðlegra lagaboða, sem maðurinn skuli leitast við að fara eftir. Slíkt væri að lenda í hirtingum, lögmáls- þrælkun og formvastri. Þess háttar betrunarstreð er úr allt ann- ari átt en sú dásamlega umsköpun, sem Rristur gefur þeirn, er opnar hjarta sitt fyrir honum. Fagnaðarerindið kallar oss ekki til púls, heldur trúar. Sálfræðingarnir hafa sýnt frarn á, hve gagnslaust það reyn- ist að strcitast við að reka frá sér nauðungar-hugsun, ávinna tapað trúnaðartraust eða koma fyrir sig gleymdu nafni. En oft fá menn lausn vandamáls í svefni. Það sýnir, hvaða þýðingu það hefur fyrir framkvæmdarmátt sálarinnar að spenna hug- arins slakni og hann komist í hvíld og jafnvægi. Sá, sem beitir kröftum við að betra sjálfan sig, líkist nranni, sem leggst af öllum þunga á hurð, sem opnast inn. Ætli hann sér að opna, verður hann fyrst og fremst að hætta að bolast á hurð- inni. Þá fyrst getur hann lokið upp og komizt út. Kristin trúarreynsla er fólgin í því, að Kristur kemur til, lífið lýkst upp fyrir honum, og hann gefur lausn og hvíld, öryggi og kraft, sem mann hafði ekki órað fyrir, að væri til, og sveigir lífsstefnuna inn á nýja braut. Ekkert er andstæðara anda Krists

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.