Víðförli - 01.03.1947, Síða 54

Víðförli - 01.03.1947, Síða 54
52 VÍÐFÖRLI en að brýna sjúka sál til viljaátaks, sem hún megnar með engu móti. Hitt er hjálp að koma sjúklingnum í persónulegt sam- band við Jesúm Krist, láta hann finna hinn undravirka kraft, sem gefur honum sigra, sem eigin kraftar hcfðu aldrei getað unnið. Barátta gegn synd er ekki létt verk. Það er ekki nóg að brýna fyrir heiminum að betrast, að sýna honum fram á, hve afbrot hans eru honum dýr, að benda á andlegt og siðferðislegt ófremd- arástand samtímans, að fordæma fjárgræðgina, sem m. a. hefur tekið völdin yfir svo mörgum læknum. Það er vanmat á valdi syndarinnar að hahla, að nokkrar bækur, hversu röksamlegar og sannfærandi sem þær eru, leiði til lausnar. Það er staðreynd, að ekkert afl er til, sem megnar að sigrast á synd, nema Jesús Kristur. Það er því og verður eina leiðin til virkilegra lífsum- bóta að leiða mannssálina til persónulegs sambands við Jesúm Krist. Það er ekfci unnt að umbæta lífið með fyrirmælum cinum og ráðleggingum. Hætta er, að slík boð skapi aðeins nýja þrælkun jafn þungbæra og hin fyrri var. „Ómáttugir að gjöra hið góða af eigin krafti ...“, sagði Kalvín. Vér þörfnumst annars en boða og áminninga til þess að hlýðnast Guði. Vér verðum að taka virkilegum, innri stakkaskiptum. Uppspretta allrar lifs- endur-nýjunar er persónulegt samfélag við Jesúm Krist. Því virðist mér markmið læknisstarfsins ætti, dýpst skyggnzt, ckki að vera fólgið í að leggja sjúklingnum ráð og lífsreglur, heldur að leiða haun til slí'kra persónulegra samfunda við Krist. Þar finnur hann nýtt líf, sér takmarfcið, sem Guð hefur sett lífi hans, og öðlast kraftinn undursamlega, sem hann þarf til þess að geta gengið á hans vegum. Hver er sá læknir, sem ekfci hefur hvað eftir annað orðið að horfast í augu við það, að ráð hans um lífernisumbætur hafa reynzt gagnslaus. Ég myndi geta fært margar sönnur á þetta. Tökum drykkjumanninn til dæmis. Læfcnirinn veit vel, að vit- urlegar viðvaranir hans verða áhrifalausar, ef maðurinn tekur ekki djúptækri, innri umsköpun. Hann fór að drekka, ekki

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.