Víðförli - 01.03.1947, Page 63

Víðförli - 01.03.1947, Page 63
VIÐ MALELDA Þá og þar Allir eiga ]>eir að vera eitt. Svo bað Kristur fyrir kirkju sinni. Enginn læri- sveinn hans getur án sársauka og blygð- unar minnzt þessara orða lians í dag. Ekki verður þetta mál rætt frá al- þjóðasjónarmiði að þessu sinni. Aðeins með Island í liuga, þjóðkirkju Islands, og lítillega þó. Eitt skal sagt til að girða fyrir mis- skilning: Það er hvorki eðlilegt né æski- legt, að allir séu steyptir í sama móti. Til þess var aldrei ætlazt um kirkjuna. Allir eiga þeir að vera eitt — ekki eins. Kristur kaus sér þegar fleiri votta en einn. Engir tveir eru eins. Skaparinn ann auðlegð og fjölbreytni. Engir tveir menn sjá sama lilut alveg sömu augum. Tvö vitni sama viðburðar bera sjaldnast nákvæmlega hið sama, þótt í einn stað komið um aðalatriði. Einn leggur á- lierzlu á ])etta, annar hitt. Aldrei var til þess ætlazt, að málflutningur kirkj- unnar væri eintóna söngur á sömu nótu. Lærisveinar Jesú áttu aldrei að verða eins. þvert á móti, þeir skyldu bæta hver annan upp. Einmótun, Gleich- schaltung. var ekki stefnuskrá Krists, liehiur Hitlers. Mismunur er á náðargáfum, segir Páll, og það var þakkarefni. Þó var hitt meira, að andinn var hinn sami. Það var mergurinn málsins. Postulakirkjan var marghljóma en samstillt, fiutti sama stef í ýmsum tilbrigðum. Þeir voru eitt í anda. Kristur var þeim öllum hinn sami, hlutverk kirkjunnar hið sama. Enginn, sem heyrt hefði þá Pál og Pétur, Jakob og Jóhannes, svo ólíkir sem þeir voru, hefði verið í vafa um, að þeir flyttu sama boðskap, væru höndlaðir af sama veruleika, hefðu sama erindi á hjarta, þótt orðaval og áherzla hefði persónulegan blæ. Og eng- inn, sem les það, sem eftir þá liggur í Nýja test., getur verið í vafa um þetta. Nú og hér Ekki er þjóðkirkja Islands einliuga og samstillt á þennan hátt. Allir, sem unna henni, finna til þess. Hver er or- sök þess? Synd þessarar kirkju, drottin- svik vor, sem henni heyrum. Það þarf engra frekari vitna við: Kirkja, sem er sundruð, er vikin af réttum vegi, með einhverju móti fallin frá. Ekki undar- legt, þótt hún sé þá máttlítil og veik. Kirkjan er ekki veik, vegna þess að hún er ósamstillt, hún er ósamstillt, vegna þess að hún er veik, veik í trúnni, sjúk, lemstraður líkami Drottins síns. Þetta er synd vor, sem henni heyrum og henni viljum vinna — allra. Frekar skal þetta mál ekki krufið hér.

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.