Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Síða 4

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Síða 4
2 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000 Pétur S. Jóhannsson: Kæru lesendur! Á þessum Sjómannadegi fögnum við því að frá síðasta Sjómannadegi hefur enginn sjómaður farist í sjó- slysi. Það er mikil ánægja og það er vafalaust, að miklum hluta, því að þakka hve margir sjómenn hafa sótt þau góðu námskeið sem Slysavarna- skóli Sjómanna býður uppá. Reynd- ar eru þau orðin skylda fyrir sjó- menn og ég hvet þá til að sækja þau. Það er mikil nauðsyn á að vita hvernig bregðast á við ef eitthvað óvænt kemur uppá um borð og þekkja þau tæki sem þar eru. Mikill fjöldi sjómanna stundar sjóinn á litlum bátum og mikillar aðgæslu er þörf hjá þeim. Þá er tilkynningaskyldan þýðing- armikill þáttur í lífi aðstandenda þeirra er sjó stunda. Ekki má gleyma félögum í slysavarnadeildunum vítt og breitt um landið fyrir þeirra fórn- fúsu störf en þau verða seint þöklc- uð. Þetta blað sem nú kemur út er það fimmta í röðinni sem Sjó- mannadagsráðin í Ólafsvík og Hell- issandi gefa út saman en það fyrsta kom út 1996. Það er gaman að standa að útgáfu svona blaðs. Maður kynnist mörgu og góðu fólki við efnisöflun og efnið er í reynd óþrjótandi. Efni þessa blaðs er fjöl- breytt að vanda en það byrjar á hug- vekju eftir sr. Óskar H. Óskarsson. Viðtal er við Jón Stein Halldórs- son fyrrverandi skipstjóra í Ólafsvík um líf hans og starf. Hann ólst upp í stórum systkinahópi og hefur alla tíð búið og starfað í Ólafsvík. Þá er skemmtileg grein eftir Svanhildi Eg- ilsdóttur og Jón Sólmundsson um kajak ferð þeirra á s.l. sumri en það er óvenjulegur ferðamáti. Þá er viðtal við Kristinn Jón Frið- þjófsson um hið kraftmikla fjöl- skyldufyrirtæki Sjávariðjuna á Rifi sem hann rekur ásamt eiginkonu sinni og börnum. Ásgeir Jóhannes- son segir frá mikilli spennutalningu í sveitarstjórnarkosningum í Ólafs- vík árið 1954 en Ásgeir er hafsjór af fróðleik um menn og málefni á Snæfellsnesi. Þá er grein eftir sr. Eðvarð Ingólfs- son um þann sómamann Leopold H. Sigurðsson á Hellissandi. Viðtal er við þá fimm dugmiklu bræður sem gera út Steinunni SH 167 um lífið og tilveruna. Grein er um Sig- ríði Hansdóttur en hún tók snemma að sér að sjá mörgum þeim fyrir fæði sem þurftu á að halda í Ólafsvík. Sigríður matreiddi fyrir háa og lága og eru margir sem eiga góðar minn- ingar frá þessum árum sínum hjá henni og Jóni manni hennar á Ólafsbrautinni. Rætt er við Einar Kristjónsson skipstjóra og útgerðarmann á Garð- ari 11, sem hann gerði út lengi ásamt Birni bróður sínum og á hann 50 ára sjómannsafmæli á þessu ári. Grein er eftir Inga Dóra Einarsson um vörubílaútgerð á Hellissandi og Rifi. Það er skemmtileg lesning um það þegar allt var í fullum gangi við fiskkeyrslu og fl. í þá góðu og gömlu daga. Einnig eru margar fleiri greinar og viðtöl um menn og málefni. Margar myndir prýða blaðið frá ýmsum tímum og vil ég þakka þeim sem hafa gefið mér kost á að fá þær til birtingar. Greinarhöfundum vil ég færa bestu þakkir fyrir þeirra framlag til þessa blaðs og þá ekki síður þeim sem hafa styrkt það. Einnig öllum þeim sem hafa gert út- gáfu þessa mögulega. Að síðustu viljum við sem að þessu blaði stöndum óska öllum sjó- mönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar hátíðar á Sjómannadag- inn. 4 8 11 15 17 21 26 29 32 35 40 41 48 50 53 55 59 61 63 66 67 68 69 71 72 73 79 83 LFNISYFIRLIT Hugvekja Sr. Óskar H. Óskarsson Viðtal við Jón Stein Halldórsson, skipstjóra Pétur S. Jóhannsson A kajökum við Snæfellsnes Svanhildur Egilsdóttir og Jón Sólmundsson Viðtal við Kristinn Jón Friðþjófsson, útgerðarmann Óskar H. Óskarsson Á Sjómannahófi 1999 Árný Bára Friðriksdóttir Mín fyrsta sjóferð Kristinn Jónasson Fjörug kosninganótt í Ólafsvík 1954 Ásgeir Jóhannesson Ræða flutt á Sjómannadegi í Ólafsvík 1999 Magnús Stefánsson Leopold H. Sigurðsson, minning Sr. Eðvarð Ingólfsson Jaen Pouli Joensen frá Vogi heiðraður Pétur S. Jóhannsson Viðtal við eigendur Steinunnar SH Pétur S. Jóhannsson Hugleiðing á Sjómannadag Hrefna Kristjánsdóttir Viðtal við Einar Kristjónsson, skipstjóra Pétur S. Jóhannsson Ræða flutt á Sjómannadegi á Hellissandi 1999 Hugrún Ragnarsdóttir Stóri róðurinn á Snæfellinu SH 197 Kristófer Jónasson Viðtal við Pétur Pétursson, útgerðarmann Pétur S. Jóhannsson Hugleiðing um heiðurshjónin Sigríði Hansdóttur og Jón Skúlason Jenný Guðmundsdóttir Gamlar myndir Teknar af Guðna Sumarliðasyni Mitt bernskuheimili Eygló Egilsdóttir Björgin heim Guðjón Petersen Gamlar myndir frá Stylddshólmi Formannavísur fluttar á Sjómannadag í Ólafsvík 1960 Valdimar Kristófersson Myndir frá Unnari Leifssyni á Tjaldi SH Minningar frá Ólafsvík Sigurbjörg Guðmundsdóttir, ljósmóðir Gamlar myndir frá Ólafsvík Teknar af Ólafi Bjarnas. og Trausta Magg. Sjómannadagurinn í Ólafsvík 1999 Pétur S. Jóhannsson Vörubílaárin á Hellissandi Ingi Dóri Einarsson Sjómannadagurinn Hellissandi og Rifi 1999 Halldór Kristinsson Myndir: Þeir sem vinna verkin Myndir frá Sjómannadeginu 1999 eru á bls. 16, 25, 46, 60 og 81
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.