Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Qupperneq 5
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000
Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson:
Hann er með í för
3
Á Sjómannadegi samgleðjumst
við sjömönnum, fögnum sigrum
þeirra og áföngum. Þökkum fyrir
dýrmæt störf þeirra í þágu lands
og þjóðar. Með virðingu minn-
umst við látinna sjómanna og
horfum til þess að sjórinn hefur
bæði gefið og tekið. Við lítum
með sjómönnum með bjartsýni til
framtíðar, sameinumst í bæn og
von.
Á dögunum greip ég niður í
bókina Sjósókn og sjávarföng eftir
Þórð Tómasson í Skógum og
rakst þar á skemmtilega lýsingu
frá því snemma á öldinni sem
sýnir vel þátt trúarinnar í sjósókn-
inni:
Hver róður var hafinn með því
að hafa yfir sjóferðamannsbæn.
Ytt var á flot, búið var að draga
inn attrafbandið og formaður
„búinn að hjara“ (þ.e. krækja stýri
við skut, (stafn)). Gat verið að
hann þyrfti einnig að segja til um
róður, láta taka meira í öðrum
megin borðs. Formaður tók þá
ofan og sagði: „Biðjum nú allir al-
máttugan guð að vera með oss, í
Jesú nafni“. Hásetar tóku þá allir
ofan, lutu höfði og reru rólega út.
Formaður las þá venjubundna sjó-
ferðamannsbæn í hljóði. Að lestri
loknum signdi hann fram yfir
skipshöfn, sneri sér síðan við og
signdi yfir leiðina til lands. Að því
búnu signdi hann sig og sagði:
„Guð gefi okkur góðan dag, í Jesú
nafni“. þá signdi hver og einn há-
seta sig og allir settu upp höfuð-
föt.
Mikið vatn hefur runnið til
sjávar síðan þetta var. Byltingar-
kenndar breytingar hafa orðið á
bátum og veiðarfærum. Oryggi
sjómanna hefur aukist ár frá ári,
sem betur fer. Og sú þróun á eft-
ir að halda áfram. Þjóðin þarf að
sameinast um að tryggja sem best
öryggi sjómanna og að þar séu
ávallt þau tæki notuð sem best eru
hverju sinni. En öryggi sjómanna
verður aldrei tryggt til fullnustu,
sjórinn er og verður alltaf ákveðin
ógn. Eins og hann hefur gefið
okltur ríkulega af sér þá getur
hann lílta hrifsað til sín líf, það
höfum við mátt reyna. Sú ógn er
alltaf fyrir hendi. Bæn sjómanns-
ins verður því áfram sú sama,
breyttir tímar breyta engu þar um,
bæn um að Guð sé með í för.
Bæn formannsins forðum fyrir
áhöfninni er enn í fullu gildi
„Biðjum nú allir almáttugan Guð
að vera með oss, í Jesú nafni".
Þegar neyðin er stærst og ör-
vænting mest þá er hann alltaf
næstur. Hann er ávallt með í för.
Megi Sjómannadagurinn minna
okkur á þessa nálægð hans og um-
hyggju — minna á „að aldrei mun
granda brim né sjór því skipi sem
Drottinn má verja“. Sjómönnum
öllum og fjölskyldum þeirra bið
ég Guðs blessunar.
Látum bæn sjómannsins úr
gömlu sálmabókinni verða bæn
okltar allra fyrir og með sjómönn-
unum:
AJmáttugi Guð.
Hafdjúpin eru í hendi þinni, veð-
ur og öldur á valdi þínu. ...
Eg fel þér sltipið og alla, sem á því
eru.
Gjör þú ferðina góða og farsæla.
Ég fel þér öll mín áform og fyrir-
tæki.
Eg fel þér heimili mitt og ástvini.
Vak yfir oss öllum allar stundir og
varðveit oss hjá þér,
í þeirri trú sem tengir oss þér í lífi *
og dauða.
Amen.
Útgefendur : Forsíðumynd: Textayinnsla og próförk:
Sjómannadagsráðin Ólafsvík og 1 [ellissandi Pétur S. Jóhannsson Aðs Syanhvít Sigurðardóttir m. .. mf .toð:
Ritsjórn og auglýsingar: Ritnefnd: Kjartan Lggertsson
Pétur S. Jóhannsson Björn F.. Jonasson 11 _ 1 f - _
Jónas Gunnarsson Umbrot, prentun, bókband:
Ábyrgðarmenn: Pétur S. Jóhannsson Pétur S. Jóhannsson Páll Stefánsson Steinprent ehf. Snæfellsbæ
Páll Stefánsson Jóhann Rúnar Kristinsson