Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Page 6

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Page 6
4 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000 Viðtal við Jón Stein Halldórsson skipstjóra Sjómennskan var það eina „Eg var alltaf ákveðinn að verða sjómaður þegar ég var strákur. Það var ekkert annað að hafa hér þá fyrir unga menn sem byrjuðu á annað borð á sjónum” segir Jón Steinn Halldórsson sem lengi var skipstjóri með Jón Jónsson SH 187. Jón Steinn er sonur hins mikla útgerðarmanns í Olafsvík Halldórs Jónssonar og Matthildar Kristjánssdóttur. Jón Steinn er elstur af tíu börnum þeirra hjóna sem upp komust en Laufey dó að- eins tveggja ára gömul úr lungna- bólgu. Hin systkinin eru Pálína ,Edda, Kristín, Bylgja og Bára en bræðurnir eru Kristmundur sem er látinn, Leifur og yngstur er Víkingur fæddur 1947. „Ég er fæddur 27. janúar árið 1926 á gömlu símstöðinni hér í Olafsvík sem hét Utgarðar. Síðan fluttu pabbi og mamma með okk- ur inn í Dvergastein og við áttum heima á efri hæðinni þar. Þá bjuggu á neðri hæðinni Alfons Kristjánsson en hann var bróðir mömmu og Asthildur Guð- mundsdóttir og þau voru með mörg börn. Það var mikið fjör í öllum krökkunun en við vorum þegar mest var 18 alls krakkar í þessu húsi. Síðan fluttum við niður í Staldc- holt, hús sem pabbi keypti og þar ólst ég upp þar til ég fór að búa”. Halldór faðir Jóns Steins var sjómaður alla sína tíð. Hann byrj- aði sína útgerð árið 1937 en þá keypti hann Víking, sem var 12 lesta bátur, ásamt Kristjáni Þórð- arsyni. Kristján selur sinn hlut í bátnum árið 1943, þegar hann hættir sjómennsku, til Guðlaugs Guðmundssonar og þeir kaupa saman bátinn Glað en hann var 23 lesta bátur. Halldór og Guð- laugur voru saman í útgerð til 1951. Sjómennskan byrjar „Ég var hér að sjálfsögðu í barnaskólanum og þegar honum lauk fór ég fimmtán ára gamall í Reykholt í Borgarfirði einn vetur og það var góður skóli, en talsvert var um að krakkar úr Ólafsvík færu þangað. Skólastjóri var þá Þórir Steingrímsson. Maður fór að vinna við það sem til féll. Sumarið sem ég var sextán ára var ég að vinna í flóaveginum fyrir sunnan heiði og þar var verk- Jón Steinn Halldórsson, slcipstjóri. stjóri Stefán Kristjánsson. Ég réri með pabba einstaka róðra á sumr- in en ég byrjaði mína sjómennsku 17 ára gamall. Ég fór eina vertíð til Sandgerðis og var þar á Freyjunni á línu með Haraldi Kaástjánssyni, en nokkuð var um að menn færu suður á ver- tíð. Það voru svo fáir bátar í Ólafsvík á þessum árum og ekki meira en 4 bátar í höfninni. Þetta voru náttúrulega hafnaskilyrðin hér sem ollu þessu, en miklu meiri útgerð var fyrir sunnan”. Jón Steinn tók vélstjóra próf í Stykkishólmi árið 1945. Þegar því lauk var hann vélstjóri með föður sínum á Víkingi SH sem Halldór átti og einnig var hann á Glað með Guðlaugi Guðmundssyni sem vélstjóri. Hann tók einnig pungaprófið árið 1949 en árið áður tók hann siglingafræðipróf í gegnum SIS og fékk góða ein- kunn. Mikið kapp í mönnum Einar Bergmann framkvæmda- stjóri Hraðfrystihúss Ólafsvíkur biður hann svo að vera skipstjóra á Freyju og er það fyrsti báturinn sem Jón Steinn er með. Seinna var hann svo með Víking. Eftir það er hann með Glað og svo Bjarna Ólafsson en það var 36 lesta bátur sem faðir hans keypti. „Þetta var mjög erfitt með hafn- arskilyrðin á þessum árum. Þegar við vorum í landi var aðalvinnan að passa bátana. Legið var við Suðurgarðinn þegar hægt var að komast þangað og bátarnir urðu að liggja að garðinum því þeir stóðu á þurru er fjaraði undan þeim. Ekki mátti vera meira en hálffallið út þegar við fórum á sjó- inn, en þá komumst við ekki frá garðinum. A fjörunni var ekki hægt á þess- um litlu bátum að landa með bómunni. Þá komu þeir sem verið höfðu við sjóróðra á Akranesi, eins og Diddi Þorsteins, með þá lausn að útbúa palla sem hengdir voru á bryggjuna. Síðan var fisk- inum hent upp úr bátnum á pall- ana svo á bryggjuna og síðan í vörubílspall. Við vorum alltaf á línu á veturna og á reknetum og sumir á snurvoð. Mikið djöfuls fiskirí var oft á línuna á þessum árum. Síðasta árið sem ég var með Glað fengum við einu sinni 24 tonn á 32 bala. Það var tvo tíma VNV af Nesinu. Það var líka mik- il reknetaveiði á þessum árum og mikið saltað hér í Ólafsvík. Það var mikið kapp í mönnum á þess- um árum”, segir Jón Steinn. Harður við strákana Halldór faðir Jóns Steins var hættur á sjónum fyrir 1950. Bæði Kristmundur og Jón Steinn voru þá orðnir formenn á bátum föður síns. Hann sá um útgerðina og

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.