Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Side 8

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Side 8
6 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000 Netaveiðar á Jóni Jónssyni, á myndinni eru m.a. Olgeir Gíslason, stýrimaður, Brandur Sigurðsson og Guðlaugur Wium, Jón Steinn í brúnni. Mynd: Guðni Sumarliðason ert af okkur en samt hljóta þeir að hafa séð fiskinn á dekkinu. Það hófst þarna upp mikill eltingaleik- ur. Varðskipið tók nokkra báta og m.a. elti einn inn á Grundarfjörð. Þetta var rosalegt”. Arið 1990 dregur Jón Steinn sig út úr rekstri Stakkholts með því að selja* sinn hlut. Segist ætla að fara að hafa það rólegt eftir eril- samt starf bæði á sjó og landi. Þá kaupir hann sér trillu ásamt Guð- laugi Wium tengdasyni sínum sem þeir skýra Gljáa. Einnig fór hann að stunda beitningar þegar stund var til þess. Nú er Jón Steinn sestur í helgan stein fyrir nokkrum árum. Hann fékk heið- urskross fyrir störf sín að sjó- mennsku á Sjómannadaginn 1993. Fjölskyldan Eiginkona Jóns Steins heitir Hjörtfríður Hjartardóttir en faðir hennar var Hjörtur Guðmunds- son fyrrverandi fiskmatsmaður í Ólafsvík og móðir hennar var Kristrún Zakaríasdóttir. Fríða eins og hún er oftast kölluð átti heima í Stykkishólmi en fað- ir hennar rak þar verslun. Hún á tvo bræður þá Gunnar sem lét af störfum sem skólastjóri Grunnskólans hér í Ólafsvík fy rir skömmu og Zakarí- as sem var tollvörður í Keflavík. Fríða og Jón Steinn höfðu hist á böllum á Nes- inu eins og títt var með ungt fólk á þeim tíma, ekki síður en núna. Þau bjuggu fyrstu tvö árin í Stakkholti hjá foreldrum Jón Steins og systkynum hans. Þau giftu sig í desember 1950 á stofu- gólfinu í Stakkholti og þá var sr. Magnús Guðmundsson kallaður til. Seinna fluttu þau sig uppá Sól- velli sem stendur við Lindarholt en það hús byggði Árni Hansson. Eftir nokkur ár á Sól- völlum flytja þau sig niður í Brúar- holt 4 sem þau kaupa af Sigurði Þorsteinssyni og Pálínu systir Jóns Steins þar sem þau búa núna. Fríða og Jón Steinn eiga 5 börn. Elst er Hjördís, þá Matthildur, svo Kristrún og Dröfn. Yngstur er Halldór sem er sjómaður. Þó Jón Steinn sé löngu hættur á sjónum er veiðimannseðlið samt við sig því hann hefur gaman að því að veiða lax. Hann og Fríða fara oft á sumrin með vinum og félögum og eiga þau góðar stund- ir bæði á árbökkunum og í veiði- húsinu. Það hefur verið gaman að ræða við Steina um landsins gögn og nauðsynjar. Hann hefur gaman að því að ræða málin og hefur ákveðnar skoðanir á ýmsum mál- um og dregur þá ekkert úr lýsing- arorðum ef þurfa þykir. Það er dýrmætt að þekkja bæði Fríðu og Jón Stein sem koma ávallt til dyranna eins og þau eru klædd. Bæði hafa þau tekið stóran þátt í vexti og viðgangi Ólafsvíkur allan sinn starfsferil. Hjónin Hjörtfríður Hjartardóttir og Jón Steinn Halldórsson. Mynd PSJ. Sjómenn! Til hamingju með daginn! SIGURJÓN BJARNASON LÖGGILTUR RAFVERKTAKI Engihlíð 14, Ólafsvík • S. 436 1458 GSM 892 5422 Er með til sölu úrvalstceki frá: Raytheon Electronics Apelco IMOKIA CONNECTiNG PEOPLE K®DEN KODEN ELECTRONICS CO., LTD dancall| SGflRMIN Cetrck

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.