Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Qupperneq 11
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000
9
búin að standa upp í 5 klukku-
tíma. Spennan var svo mikil að
við vorum ekki alveg til í að á
strax enda komið blanka logn og
íslensk sumarnótt eins og hún get-
ur fegurst orðið. Við rerum því
áfram út Grundarfjörð, fylgdumst
með bændum við bústörf og leit-
uðum að heppilegu tjaidstæði.
Það fundum við norðan við Eyr-
arfjall skammt frá Eyrarodda og
mjúkt arfabeð rétt við fjöruborðið
varð fyrir valinu. Þar uppgötvuð-
um við fyrstu mistökin en þau
voru að hafa ekki auka vatns-
birgðir. Við hituðum því súpu úr
vel soðnu mýrarvatni. Ollu má
venjast og víst er að þessi súpa
bragðaðist eldd verr en súpur á
bestu veidngahúsum því það er jú
umhverfið, stemmingin og við-
horfið sem skiptir öllu máli.
Annar áfangi
Við vöknuðum kl.
9:00 á afmælisdegi dóttur
okkar 17. júlí. Morgun-
verk ferðarinnar voru að
taka dótið saman, en það
er töluverð vinna að rúlla
öllu saman og gera sem
fyrirferðaminnst. Rerum
fyrir Kolgrafafjörð og
áðum í lítilli vík við vest-
anvert Bjarnarhafnarfjall.
Þar slógum við upp
veislu, grilluðum og
slöppuðum af til kl.
16:00 því þá passaði að
halda af stað og nota fallið innúr.
Við sigldum milli Akureyja og
lands í blanlta logni en er við
komum að Hrútey var aðeins far-
ið að blása af norðri. I Hrútey er
mikil lundabyggð og gaman var
að róa inn í lundakösina sem hélt
sig við eyjuna. Áfram héldum við
að Hafnareyjum, ætluðum að róa
milli Bæjareyjar og Innri-Hafnar-
eyjar en komumst ekki þar sem
sundið á milli fer á þurrt á fjöru.
Til gamans má geta að búið var í
Bæjarey fram á 18. öld og árið
1702 voru þar 8 manns í heimili.
Upphaflega ætluðum við að róa
frá Hafnareyjum yfir í Hrísey við
Jónsnes, en þegar á reyndi leist
okkur ekkert á blikuna vegna vax-
andi vindbáru. Við breyttum því
ferðaáætlun, tókum lens í átt að
landi og enduðum í Dýpriey sem
er önnur Kóngsbakkaeyja. Þar
komum við okkur vel fyrir og bið-
um í þrjá tíma eftir að hann
lægði. Sötruðum súpu og kaffi og
fylgdumst með dýralífinu í kring.
Um kl. 20:30 töldum við okkur
trú um að heldur væri að lægja og
sigldum við fremur erfiðar að-
stæður í Purkey og þaðan að Jóns-
nesi. Áfram héldum við fyrir Jóns-
nes og fundum frábært tjaldstæði
í fjörunni, vaxið marhálmi og eins
og hannað fyrir kajakfólk.
Stykkishólmur -
Skógarströnd
Hrutum við öldugjálfur en rif-
um okkur á fætur ld. 7:00 til þess
að ferðast á réttu falli. Við sigld-
um milli Kiðeyjar, Sellóns, Land-
eyjar og lands í Stykkishólm.
Veðrið var frábært, skýjað en al-
gjört logn. Sennilega höfum við
sett hraðamet í siglingunni með-
fram Stykkishólmi, bæði vegna
þess að við vildum sýna Hólmur-
um hvað við gætum og einnig ætl-
uðum við að fara hinn fræga
Stapastraum í mynni Álftafjarðar
á liggjandanum. Hvergi eru meiri
straumar en á þessu svæði og bera
sumir þeirra ógurleg nöfn sem til-
vísun í hversu hættulegir þeir eru
t.d. Mannabani. Við höfðum
mikið heyrt talað um þessa
strauma og höfðum því varann á,
höfðum m.a. talað við sjómann í
Stykkishólmi og fengið hjá hon-
um leiðsögn. An Jóns sem fæddur
er árið 1900 og man tímana
tvenna var búinn að segja okkur
margar sögur, en engu að síður
fannst okkur nóg um. Beljandi
stórfljót sem á liggjandanum verð-
ur nánast á einu augabragði að
engu. Stapastraumur dregur nafn
sitt af þremur háum stuðlabergs-
klettum sem heita Stapar. Er við
komum að Stapastraumnum eftir
siglingu á spegilsléttum sjó beið
okkar kópur sem undi sér vel við
afslöppun á skeri. Við dóluðum
okkur við að skoða hann því við
vorum aðeins of snemma. Belj-
andi fljót framundan en viti
menn, allt í einu datt allt í dúna-
logn og við gátum haldið áfram.
Fegurðin og kyrrðin á þessari leið
var ólýsanleg, grónar eyjar og sker,
húsatóftir og svo allt Iífríkið. Við
góð skilyrði má sjá vel niður í sjó-
inn, marglittur, ýmis
krabbadýr og fleira
sem rótast til í
straumunum. Mest
ber þó á hinum mikla
fjölda fugla sem sjá
má á þessu svæði,
einkum svartbaki,
þvílíkur fjöldi og
gargið hljómaði
linnulaust. Auk lunda
og svartbaks sáum við
í ferðinni teistur, álk-
ur, dílaskarfa, topp-
skarfa, fyla, hvítmáfa,
ritur, kríur, æðarfugla,
straumendur, toppendur,
stokkendur, gæsir, álftir, haferni,
fálka, tjalda, sendlinga, maríuerlur
og fleiri tegundir fugla.
Komið að Ósi
Þegar við vorum komin yfir
Stapastrauminn ákváðum við að
taka því rólega og dóluðum okkur
milli eyjanna. Fórum að Hríseyj-
Er hægt að hafa tjaldstæðið betra? Mynd: Svanhildur