Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Qupperneq 11

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Qupperneq 11
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000 9 búin að standa upp í 5 klukku- tíma. Spennan var svo mikil að við vorum ekki alveg til í að á strax enda komið blanka logn og íslensk sumarnótt eins og hún get- ur fegurst orðið. Við rerum því áfram út Grundarfjörð, fylgdumst með bændum við bústörf og leit- uðum að heppilegu tjaidstæði. Það fundum við norðan við Eyr- arfjall skammt frá Eyrarodda og mjúkt arfabeð rétt við fjöruborðið varð fyrir valinu. Þar uppgötvuð- um við fyrstu mistökin en þau voru að hafa ekki auka vatns- birgðir. Við hituðum því súpu úr vel soðnu mýrarvatni. Ollu má venjast og víst er að þessi súpa bragðaðist eldd verr en súpur á bestu veidngahúsum því það er jú umhverfið, stemmingin og við- horfið sem skiptir öllu máli. Annar áfangi Við vöknuðum kl. 9:00 á afmælisdegi dóttur okkar 17. júlí. Morgun- verk ferðarinnar voru að taka dótið saman, en það er töluverð vinna að rúlla öllu saman og gera sem fyrirferðaminnst. Rerum fyrir Kolgrafafjörð og áðum í lítilli vík við vest- anvert Bjarnarhafnarfjall. Þar slógum við upp veislu, grilluðum og slöppuðum af til kl. 16:00 því þá passaði að halda af stað og nota fallið innúr. Við sigldum milli Akureyja og lands í blanlta logni en er við komum að Hrútey var aðeins far- ið að blása af norðri. I Hrútey er mikil lundabyggð og gaman var að róa inn í lundakösina sem hélt sig við eyjuna. Áfram héldum við að Hafnareyjum, ætluðum að róa milli Bæjareyjar og Innri-Hafnar- eyjar en komumst ekki þar sem sundið á milli fer á þurrt á fjöru. Til gamans má geta að búið var í Bæjarey fram á 18. öld og árið 1702 voru þar 8 manns í heimili. Upphaflega ætluðum við að róa frá Hafnareyjum yfir í Hrísey við Jónsnes, en þegar á reyndi leist okkur ekkert á blikuna vegna vax- andi vindbáru. Við breyttum því ferðaáætlun, tókum lens í átt að landi og enduðum í Dýpriey sem er önnur Kóngsbakkaeyja. Þar komum við okkur vel fyrir og bið- um í þrjá tíma eftir að hann lægði. Sötruðum súpu og kaffi og fylgdumst með dýralífinu í kring. Um kl. 20:30 töldum við okkur trú um að heldur væri að lægja og sigldum við fremur erfiðar að- stæður í Purkey og þaðan að Jóns- nesi. Áfram héldum við fyrir Jóns- nes og fundum frábært tjaldstæði í fjörunni, vaxið marhálmi og eins og hannað fyrir kajakfólk. Stykkishólmur - Skógarströnd Hrutum við öldugjálfur en rif- um okkur á fætur ld. 7:00 til þess að ferðast á réttu falli. Við sigld- um milli Kiðeyjar, Sellóns, Land- eyjar og lands í Stykkishólm. Veðrið var frábært, skýjað en al- gjört logn. Sennilega höfum við sett hraðamet í siglingunni með- fram Stykkishólmi, bæði vegna þess að við vildum sýna Hólmur- um hvað við gætum og einnig ætl- uðum við að fara hinn fræga Stapastraum í mynni Álftafjarðar á liggjandanum. Hvergi eru meiri straumar en á þessu svæði og bera sumir þeirra ógurleg nöfn sem til- vísun í hversu hættulegir þeir eru t.d. Mannabani. Við höfðum mikið heyrt talað um þessa strauma og höfðum því varann á, höfðum m.a. talað við sjómann í Stykkishólmi og fengið hjá hon- um leiðsögn. An Jóns sem fæddur er árið 1900 og man tímana tvenna var búinn að segja okkur margar sögur, en engu að síður fannst okkur nóg um. Beljandi stórfljót sem á liggjandanum verð- ur nánast á einu augabragði að engu. Stapastraumur dregur nafn sitt af þremur háum stuðlabergs- klettum sem heita Stapar. Er við komum að Stapastraumnum eftir siglingu á spegilsléttum sjó beið okkar kópur sem undi sér vel við afslöppun á skeri. Við dóluðum okkur við að skoða hann því við vorum aðeins of snemma. Belj- andi fljót framundan en viti menn, allt í einu datt allt í dúna- logn og við gátum haldið áfram. Fegurðin og kyrrðin á þessari leið var ólýsanleg, grónar eyjar og sker, húsatóftir og svo allt Iífríkið. Við góð skilyrði má sjá vel niður í sjó- inn, marglittur, ýmis krabbadýr og fleira sem rótast til í straumunum. Mest ber þó á hinum mikla fjölda fugla sem sjá má á þessu svæði, einkum svartbaki, þvílíkur fjöldi og gargið hljómaði linnulaust. Auk lunda og svartbaks sáum við í ferðinni teistur, álk- ur, dílaskarfa, topp- skarfa, fyla, hvítmáfa, ritur, kríur, æðarfugla, straumendur, toppendur, stokkendur, gæsir, álftir, haferni, fálka, tjalda, sendlinga, maríuerlur og fleiri tegundir fugla. Komið að Ósi Þegar við vorum komin yfir Stapastrauminn ákváðum við að taka því rólega og dóluðum okkur milli eyjanna. Fórum að Hríseyj- Er hægt að hafa tjaldstæðið betra? Mynd: Svanhildur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.