Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Qupperneq 20
18
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000
í trollinu. Mitt hlutskipti var eins
og svo margra sem eru að stíga sín
fyrstu skref til sjós að vera settur í
nálakörfuna, sem var hálf niður-
lægjandi að mér fannst. Svona
leið vaktin og 1-d. 18.30 lauk
henni, en til upplýsinga fyrir þá
sem ekki vita þá ganga vaktirnar
rannig fyrir sig að morgunvaktin
ryrjar kl. 6.30 til 12.30, dagvakt-
in er frá kl. 12.30 til 18.30,
kvöldvaktin er frá 18.30 til 00.30
og næturvaktin er frá 00.30 til
6.30 og annað hvort stendur
maður dag- og næturvakt eða
morgun- og kvöldvakt. Þegar ég
var búinn að borða fór ég upp í
brú því mig langaði að fylgjast
með þegar trollið var látið fara.
Trollið var síðan látið fara með
miklum látum að mér fannst og
allir á hlaupum á dekkinu. Því
næst fór ég að sofa og gekk mér í
fyrstu illa að sofna því spenna og
eftirvænting var í mér, en mér
tókst að sofna og hafði ekki sofið
lengi þegar ég vaknaði við ógurleg
læti að mér fannst og vissi ég ekki
hvað gekk á, mér fannst eins og
væri verið að skera skipið í tvennt
eða við að lenda í árekstri við ann-
að skip. En það sem í raun var að
gerast var að það var verið að taka
trollið og bobbingalengjan var að
skúrra eftir dekkinu, en þess skal
gedð að dekkið fyrir ofan íbúðirn-
ar var klætt með timbri, þannig að
reyndum sjómönnum fannst þetta
léttvægt hljóð miðað við þau skip
sem ekki voru með tréklæðningu.
Hljóði þessu vandist ég fljótt og
vaknaði ekki aftur þegar trollið
var tekið. Ég var síðan ræstur kl.
24.00 og fékk ég mér kvöldkaffi
ásamt hinum á vaktinni.
Óargadýr um borð
Kl. 00.30 fórum við út á milli-
dekk til að leysa stýrimannsvakt-
ina af og var vinnulagið þannig að
sú vakt sem var við vinnu kom
ekki inn fyrr en hin var mætt á
svæðið. Mér var réttur hnífur til
að blóðga fiskinn og gekk það
ágætlega, fiskurinn rann niður
móttökuna til okkar og settur var
sjór í móttökuna til að fleyta
fisknum niður. Þar sem ég í sak-
leysi mínu stóð þarna og blóðgaði
þá fiska sem þar voru, sá ég allt í
einu risastóra skepnu með galop-
inn kjaftinn koma á móti mér.
Mér brá mikið og beið ekki boð-
anna og gerði mig líklegan til að
taka þessa ljótu skepnu og henda
henni út um slóglúguna, en félaga
mínir stoppuðu mig og spurðu
hvort ég væri alveg vitlaus, að ætla
að henda þessum fislci. Eg svaraði
því til að ég skildi ekki hvað þeir
ætluðu að gera við þennan risa
stóra marhnút og þá hlógu þeir að
mér og sögðu að þetta væri einn
inn á milli 5 og 6 á morgnana og
skipt yfir á flottrollið og varð að
vanda vel að láta flottrollið fara
m.a. passa að ekki myndi snúast
upp á það og einnig var mikilvægt
að lása hlerunum rétt í. Flottroll-
ið var yfirleitt dregið í um 6 tíma
eða lengur en það fór eftir hvernig
„gekle” inn í trollið. Þetta var
besti og dýrasti fiskur sem hægt
væri að fá, þ.e. skötuselur. Ekki
réðust fleiri óargadýr á mig í þetta
sinn og gekk vel að blóðga. Því
næst var farið í það að slægja fisk-
inn og koma honum niður í lest.
Ekki þótti eftirsóknarvert að vera
niður í lest því það var mikið púl
að taka á móti fiskinum og skipt-
ust því menn á að fara í lestina,
allir nema bátsmaðurinn og var
skiptingin þannig að maður var
aðra hverja vakt í lestinni. Nú var
komið að því að taka trollið, því
oftast var trollið dregið í 3 til 4
tíma ef ekkert kom upp á. Þvílík
læti sem gekk á að taka blessaða
trollið, það var eins og heimurinn
væri að farast að mér fannst, allt
varð að ganga mjög hratt, þ.e. að
lása hlerana úr og hífa keðjurnar
svo eitthvað sé talið upp en allt
gekk þetta þokkalega vel þótt
óvanur væri, keppni var um að
vera á undan þeim sem voru á
móti hinumegin að lása úr.
Trollið var tekið leyst frá pokan-
um og bundið aftur fyrir og troll-
ið látið aftur fara, allt þetta tók
oftast um 20 mínútur. Svona
gekk þetta fyrir sig allan túrinn
þegar botntrollið var undir.
Trollið fiskar ekki um borð
Annað veiðarfæri var einnig
notað en það var flottroll og
fannst mér það mjög spennandi
veiðarfæri. Botntrollið var tekið
mjög spennandi því í raun vissi
enginn hve mikið var í trollinu ef
á annað borð eitthvað var í því.
En síðar er ég var um borð feng-
um við einu sinni 70- 80 tonna
hal og var það tignarleg sjón að sjá
þegar það var komið um borð,
pulsurnar voru kjaftfullar frá skut
upp að flottrollstromlu, en þá
þurfti líka að vaka í 54 tíma sem
var í raun ekkert vit í.
Það sem kom mér mest á óvart
var allur þessi asi í öllu, allt varð
að gerast svo hratt og þegar ég
hafði orð á því af hverju allt væri
gert með svo miklum hraða var
mér t.d. bent á að troll sem væri
upp á dekki fiskaði ekki mjög
mikið. Annað sem kom mér
skemmtilega á óvart var að ég
fann ekkert fyrir sjóveiki og taldi
ég það vera vegna þess hve veðrið
var gott en þau sumur er ég var til
sjós þá fann ég aldrei fyrir sjó-
veiki.
Netafeitin og togklukkan
Þeir sem reyndari voru um borð
reyndu margt til að koma okkur
hinum óvönu úr jafnvægi með
ýmsum hætti og var fyrst mikið
öskrað á okkur um hvernig við
ættum að gera hitt og þetta og
það einungis gert til að stríða okk-
ur. Ég var fljótur að sjá það að ef
maður svaraði ekki strax fyrir sig
þá ætti maður á brattann að
sækja. Þannig að ég svaraði full-