Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Page 21

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Page 21
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000 19 um hálsi og voru ekki liðnir nema tveir eða þrír sólarhringar að ég var látinn í friði en það var ekki sama að segja um hina tvo er voru einnig að fara í sína fyrstu sjóferð. Menn voru að reyna hin ýmsu hrekkja- brögð eins og biðja okkur að fara og trekkja togklukkuna, að fara að gefa kjölsvíninu og einn var sendur niður til vélstjórans til að biðja Sléttanes ÍS 808, frá Þingeyri. um netafeiti, vélstjór- inn var fljótur að kveikja á per- unni og lét vininn rogast með upp úr vélarúminu 25 lítra smurolíu- tunnu upp á dekk þar sem tóku á móti honum skellihlæjandi félagar sem höfðu gaman af uppátækinu. Það sem kom mér einnig á óvart var hvað þessir ágætu menn sem vinna var að spila bridge, horfa á video og tveir voru að æfa sig á harm- oniku. Þessi fyrsta sjó- ferð mín gekk stóráfallalaust og fiskuðum við um 130 tonn á sex dögum sem fór annars vegar til vinnslu í landi og hins vegar til Eng- lands í gámum þar Mynd: Snorri Snorrason sem fiskurinn var seldur. Eg kom í land sæll og glaður en jafnframt ákaflega þreyttur og reynslunni ríkari eftir þessa fyrstu sjóferð mína. Sjómönnum og fjölskyld- um þeirra sendi ég mínar bestu kveðjur og óska þeim til hamingju með daginn. voru giftir töluðu af mikilli virð- ingu um eiginkonur sínar þegar þær bárust í tal, eins og þeir gátu verið ruddalegir um svo margt annað. Þrátt fyrir þessa hrekki ríkti skemmtileg stemming um borð og kunni ég strax vel við mig. Það sem menn gerðu sér til dundurs þegar ekki var verið að

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.