Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Side 24
22
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000
kjörna og B-listi framsóknar fékk
68 atkvæði og einn mann kjörinn
- vantaði 2 atkvæði til að fá tvo
menn kjörna. Síðustu 4 atkvæðin
höfðu því algjörlega ráðið úrslit-
um. - 137 atkvæði se-m voru sam-
tals atkvæði A og B lista voru því í
minnihluta fyrir 105 atkvæðum C
-listans. En nú lá líka fyrir að
kjörstjórn hafði úrskurðað 5 seðla
ógilda vegna þess að krossinn á
þeim náði yfir lóðrétt strik á kjör-
seðlinum sem greindi listana að.
Er þetta var ljóst áskildi ég A-
listanum rétt til að áfrýja úrskurði
kjörstjórnar til yfirkjörstjórnar
hvað varðaði þessi 5 atkvæði.
Þessu mótmælti umboðsmaður
lista sjálfstæðismanna með óskap-
legum hávaða en hann var maður
raddsterkur og mikill fyrir sér og
sagði að umboðsmenn hefðu verið
búnir að samþykkja úrskurði kjör-
stjórnar. Eg henti honum á að að-
ferðin hefði verið santþyldtt en
eldti úrskurðirnir sjálfir. Hrópaði
hann þá að þetta væri samnings-
Guðbrandur Guðbjartsson, hreppstjóri
var formaður kjörnefndar.
rof og barði svo fast í borðið að
það næstum brotnaði.
„ þetta eru helv — hundar”
Hófust nú hróp og köll frammi
í sal, enda nokkrir með flöskur í
rassvasanum að dreypa á, og varð
af mikil ókyrrð. En þá kom eins
og olía á eld að umboðsmaður B-
listans sagðist líka ætla að kæra úr-
skurði kjörstjórnar og að hann
væri algjörlega sammála því sem
ég hefði sagt um stöðu mála.
Sneri þá Markús sér að Stefáni
með mikilli háreysti og varð þarna
hörku rifrildi og hávaði eins og
þegar Olsurum tókst best upp á
þessum árum. Ókyrrðin í salnum
magnaðist og í öllum hávaðanum
og látunum heyrðust köll eins og
„þetta eru he...... hundar“ og
aðrir sögðu að snúa ætti suma
menn úr hálsliðnum. Geta má
nærri að nú var allt komið í upp-
nám fram í sal, pústrar og ýfingar
byrjaðar,- engir lögreglumenn þá
starfandi í Ólafsvík, en kjörstjórn
sat ráðalaus og gat ekki lokið frá-
gangi nauðsynlegra kjörgagna
vegna ófriðar og óróa í salnum.
Eldti hefði þurft annað til en að
einhverjum úr salnum væri hrint á
borð kjörstjórnar þá hefðu at-
kvæðaseðlarnir sem þar lágu
dreifst um allt gólf og kosningin
sennilega orðið ógild. Hrópaði þá
Alexander Stefánsson á sr. Magn-
ús, sem var efsti maður á lista
sjálfstæðismanna, og bað hann að
reyna að stilla „þessa kolóðu
stuðningsmenn sína“. Reyndi sr.
Magnús þetta og tókst að fá
nokkra erfiðustu stuðningsmenn-
ina út úr kennslustofunni með sér
en hiti var orðinn svo mikill í
mönnum að lætin minnkuðu
nánast ekkert við það.
Seinast tóku nokkrir góðir
menn sig saman um að hver og
einn fengi sína flokksmenn til að
yfirgefa kjörstaðinn , ryðja skóla-
stofuna og skella í lás svo kjör-
stjórn gæti lokið hlutverki sínu.
Eftir að það tókst voru aðeins
kjörstjórnarmenn og umboðs-
menn listanna eftir í stofunni.
Hins vegar heyrðum við er þar
sátum að stöðugt rifrildi, pústrar
og stympingar héldu áfram
frammi á gangi skólans í all
nokkurn tíma eftir þetta.
Allir í róður að morgni
Það var svo ckki fyrr en um
klukkan 4 um nóttina sem kjör-
stjórn hafði loks lokið ritun
gjörðabókar, innsiglað kjörseðla
og gengið frá öðrum kjörgögnum
en um svipað leyti héldu flestir
bátar til hafs í róður frá Ólafsvík .
Jónas Þorvaldsson, skólastjóri, var í
kjörnefnd.
Viku síðar var úrskurði undir-
kjörstjórnar á 5 ógildum seðlum
vísað til yfirkjörstjórnar í Snæfells-
nes- og Hnappadalssýslu, en þar
var fyrri úrskurður undirkjör-
stjórnar staðfestur.
Að lokum skal þess getið að
hvergi í fjölmiðlum þess tíma er
minnst á þessa spennuþrungnu
talningu atkvæða í gamla barna-
skólahúsinu í Ólafsvík aðfaranótt
1. febrúar 1954 og mun lýsing af
þessum atburði eldci hafa verið
skráð áður svo vitað sé og nú
margir fallnir frá sem upplifðu
jessa sérstæðu og minnisstæðu
cosninganótt.
■1 Sími: 435 6690 ■ Fax: 435 6790
Verslun - veitingar - bensín - olíuvörur
Smur- dekkja- og vélaviðgerðir
Opið frá 900-2300 - Verið velkomin