Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Qupperneq 28
26
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000
Magnús Stefánsson fyrrv. alþingismaður:
Ræða flutt á Sjómannadaginn
í Ólafsvík 1999
Ég óska sjómönnum og f)öl-
skyldum þeirra til hamingju með
daginn.
Sjómannadagurinn er jafnan
einn helsti hátíðardagurinn í sjáv-
arbyggðum landsins, enda byggir
tilvera okkar sem í sjávarbyggðum
báum að mestu á sjávarútvegi. Ég
vil leyfa mér að nota þetta tæki-
færi til þess að þakka þeim og
hrósa í senn sem í gegnum tíðina
hafa borið hitann og þungann af
hátíðarhöldum sjómannadagsins
hér í þessu byggðarlagi og hafa
með áhuga sínum viðhaldið þeirri
sterku hefð sem felst í sjómanna-
dagshátíðinni. Ekki er síður vert
að minnast útgáfu sjómannadags-
blaðsins, ekki aðeins vegna þess
hve ánægjulegt er jafnan að lesa
það fróðlega efni sem í þvf
er,heldur eldti síður vegna hinnar
mikilvægu heimildasömunar um
fólk, líf þess og störf fyrr á tímum
sem felst í þessari útgáfu. Það er í
senn fræðandi og hollt fyrir okkur
sem búum í samfélagi nútímans
að kynnast því við hvaða aðstæður
fólk lifði og starfaði hér áður fyrr.
Þannig getum við betur metið
?að hve miklar framfarir og upp-
jygging hefur átt sér stað í okkar
þjóðfélagi á ótrúlega stuttum
tima.
Ég lít á það sem forréttindi að
hafa fengið að alast upp hér í
Ólafsvík, einni umsvifamestu sjáv-
arbyggð landsins, á þeim tíma
þegar mest uppbygging var hér,
meðal annars vegna mikilla um-
svifa í útgerð og fiskvinnslu.
Þannig hef ég fengið að taka þátt í
lífi og starfi þess fólks sem hér
hefur búið, það hefur í senn verið
lærdómsríkt og ánægjulegt.
I þeim störfum sem ég hef
gegnt síðustu árin hefur það
reynst mér mikils virði að hafa
verið til sjós og upplifað tilveru
sjómannanna og þeirra sem þeim
tengjast. Það hlýtur að vera mikil-
vægt fyrir þá sem fjalla um sjávar-
útveg og önnur mál sem snerta
þessa mikilvægu atvinnugrein og
fjalla um þá fjölmörgu sem við
sjávarútveg starfa og tengjast hon-
um á einhvern hátt, að hafa
kynnst því af eigin raun hvernig
hlutirnir eru í reynd.
Fiskveiðar og nýting auðlind-
anna í hafinu er einn grundvallar
þáttur í tilveru okkar þjóðar. Það
skiptir afar miklu máli til framtíð-
ar litið að nýting og umgengni
um auðlindir hareins í nútíman-
um sé með þeim hætti að ekki sé
um ofnýtingu að ræða þannig að
við völdum ekki varanlegu tjóni á
lífríkinu. Við höfum upplifað slíkt
ástand ofnýtingar helstu nytja-
stofna, við höfum lagt í erfiðar að-
gerðir til þess að byggja fiskistofna
upp á nýjan leik, við höfum
reynslu í þessum efnum og eigum
að læra af þeirri dýrkeyptu
reynslu. I raun og veru segir þetta
okkur það að við getum ekki og
munum ekki geta sótt óheft í
fiskistofnana eins og gert var fyrir
ekki svo löngu síðan, það er sú
blákalda staðreynd sem við stönd-
um frammi fyrir. Vegna þeirra
miklu og ólíku hagsmuna sem
tengjast sjávarútvegi er eðlilegt að
þjóðfélagsumræðan snúist öðru
fremur um það hvernig skuli
stjórna veiðum úr fiskistofnunum.
Það hefur komið upp missætti um
málið, að sumu leyti byggt á van-
jekkingu og rætnum hugsunar-
íætti en að sumu leyti á réttum
og skiljanlegum forsendum. Allir
íslendingar hljóta að vera sammála
um mikilvægi þess að samræma
sem mest sjónarmiðin þannig að
sem minnst missætti verði meðal
þjóðarinnar um fiskveiðistjórnina
og þessa höfuð atvinnugrein sem
skiptir okkur svo miklu máli. Það
er ljóst að ýmsar leiðir eru til að
stjórna fiskveiðum en við hljótum
að ganga út frá því að sú leið sem
farin er skili samfélaginu í heild
mestum ávinningi og að útgangs-
punkturinn sé sjálfbær nýting
fiskistofnanna. Þannig getur auð-
lindin í hafinu skilað okkur mest-
um arði í víðustum skilningi,
bæði í nútímanum sem í framtíð-
inni. Við skulum hins vegar gera
okkur það ljóst að meðan þarf að
takmarka sókn í fiskistofnanna og
halda veiðum í skefjum, þá verður
fiskveiðistjórnun umdeild —
hvaða leið sem farin er í þeim efn-
um.
Sjávarútvegurinn, útgerðin og
fiskiðnaðurinn hefur á liðnum
áratugum skapað flest störf í sjáv-
arbyggðunum í landinu. Sú þró-
un hefur orðið á síðustu árum að
kröfur um aukna hagræðingu og
bætta afkomu atvinnufyrirtækj-
anna hefur markað grunninn að
því að þörf fyrir mannafla í sjávar-
útvegi hefur minnkað mikið,
tæknin og vélvæðingin hefur á
mörgum sviðum gert manns-
höndina óþarfa. Það er ljóst að
þessi þróun stendur ennþá yfir og
gera má ráð fyrir því að á allra
næstu árum muni störfum í sjáv-
arútvegi, sérstaklega í fiskiðnaði,
fækka enn frekar. Þetta er ákveðið
áhyggjuefni ef litið er til atvinnu-
og búsetuþróunar í landinu, því
atvinnulífið á landsbyggðinni
byggir að miklu leyti á útgerð og
fiskiðnaði og fækkun starfa í þeim
greinum getur valdið frekari bú-
seturöskun í landinu. Af þessum
sökum verða byggðarlögin að leita
nýrra leiða til þess að halda uppi
öflugu atvinnulífi og viðhalda
byggðinni.
Mikil samkeppni er milli
byggðarlaga, bæði á landsbyggð-
inni og höfuðborgarsvæðinu um