Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Síða 37

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Síða 37
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000 35 )æja nú getið þið keypt Viðtal við 5 dugmikla bræður í Ólafsvík Það var nóg að gera hjá bræðr- unum fimm sem eiga Steinunni SH 167 frá Ólafsvík þegar ég skrapp um borð til þeirra einn morgun í maí s.l. til að spjalla við þá. Þeir voru þá að skipta um að- alvél í bátnum, sem var af gerð- inni Caterpillar í stað þeirrar er fyrir var sem einnig var af sömu gerð, aðeins minni, en hún var sett niður árið 1990. Reyndar voru þeir að skipta um þrjár vélar því að Ijósavélarnar tvær voru látnar víkja líka sem einnig eru af Caterpillar gerð. Samtalið við þá bræður fór fram í glæsilegu húsnæði Steinunnar ehf. niður við höfn sem þeir eru nýbúnir að láta innrétta. Uppi eru þeir með flotta skrifstofu. Einnig er þar góður eldhúskrókur þar sem bæði eigendur og gestir þeirra geta fengið sér kaffi og útsýnið er gott yfir höfnina. Arný Bára Frið- riksdóttir eiginkona Ægis starfar á skrifstofunni og sér um bókhald- ið. Þetta húsnæði hýsti áður fisk- verkunina Stakkholt hf. Ægir gaf sér ekki tíma þennan morgun til að spjaila þar sem hann hafði nóg Kristmundur Halldórsson ásamt sonum sínum: F.v. Sumarliði, Þór, Halldór, Ægir, Brynjar og Óðinn. Með þeim á myndinni, lengst til hægri, er Ómar sonur Laufeyjar. Allir voru þeir að vinna við þetta verk en greinilegt var að Ægir vélstjóri stjórnaði verkinu. Þá starfa einnig menn frá Vél- smiðju Árna Jóns við niðursetn- inguna. Þessir bræður sem ætlun- in var að tala við eru þeir Brynjar sem er þeirra elstur, þá Sumarliði, Ægir, Þór og Óðinn. Þeir eru synir þeirra hjóna Kristmundar Halldórssonar sem var lengi skip- stjóri í Ólafsvík en hann lést árið 1997 og Laufeyjar Eyvindsdóttur en hún lést á s.L.ári. Alls áttu þau hjón níu börn og búa þau öll í Ólafsvík að undanskilinni Krist- ínu sem býr í Þýskalandi. Fyrir átti Laufey einn son er býr í Hafn- arfirði. að gera við niðursetningu vélar- innar. Nýlega keyptu þeir bræður hluta af þessu húsnæði af Fisk- markaði Snæfellsness hf undir starfsemi sína. Hjá þeim bræðrum ríkir mikil snyrtimennska því allt var þar pússað og fágað. Þarna inni eru geymd allskonar veiðarfæri. „Jæja nú getið þið keypt“ „Upphafið að þessari útgerð hjá okkur bræðrum var sú“ segir Brynjar, „að við stóðum uppi einn daginn atvinnulausir. Þetta var árið 1990. Astæðan var að tekin var ákvörðun hjá stjórn Stakkholts að selja skyldi alla bát- ana þrjá þ.e.a.s. Steinunni sem ég var með, Matthildi sem Þór var skipstjóri á og Haukafellið sem Óðinn var með. Ægir vann í rækjuvinnslunni í landi hjá Stakk- holti og Summi var með mér á Steinunni. Eftir að þessi ákvörð- un var tekin hitti ég pabba þenn- an sama dag og hann segir við mig. „Jæja nú getið þið keypt“. Ég kom alveg af fjöllum og hann sagði mér þá hvað væri í gangi. Ég segi þá við hann að við gerum þetta allir bræðurnir saman ásamt honum Bræðurnir eru allir sammála um að ef þetta hefði ekki orðið þá hefðu þeir flutt úr bæn- um. „Þá fórum við allir að ræða sam- an og niðurstaðan varð sú að við gerðum tilboð í Steinunni SH í nafni Steinunnar ehf, félags sem við stofnuðum bræðurnir, pabbi og mamma, en áður var komið tilboð í hana að sunnan. Við feng- um að ganga inn í hæsta tilboðið sem var 109 millj. A þessum tíma var þorskígildið selt á 123 kr kíló- ið og kvótinn á bátnum var 450 tonna þorskígildið. Þetta var heil- mikið, átak því við áttum ekki neitt nema bjartsýnina“ segja þeir bræður. Dæmið gekk upp „Þegar við fengum bátinn af- hentari fórum við strax á rækju og lönduðum á Isafirði. Við vorum fjórir um borð í byrjun. Ég“ segir Óðinn „ Brynjar var skipstjóri, Summi kökkur og annar vélstjóri ogÆgir vélstjóri en'Þór var áfram með Matthildi um tíma en Bakki hf var þá búinn að kaupa bátinn". Þegar þeir hættu á rækjunni fóru þeir á dragnót og lönduðu aflanum á markað.. Það var ljóst hjá þeim bræðrum að til að þetta dæmi gengi upp yrðu þeir að herða sultarólina verulega og gerðu þeir það strax. „Við byrjuðum á að skammta oklvur kaup og upphæðin sem við var miðuð var 100 þúsund kall á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.