Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Page 39
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000
37
„Við seldum síðan úreldingar-
réttin á Gunnari Bjarnasyni til
Gunnu Lár hjá Stálskipum og gát-
um selt skrokkinn á honum til
Noregs og við sigldum honum
sjálfir þangað sumarið 1994 og
kaupverðið var 5 millj“ segir Þór,
„ en við fengum aldrei nema rúm-
ar fjórar“.
Bankinn vildi ekki
ganga að okkur
Eins og áður sagði gerðu þeir
bræður þetta allt í samráði við
Landsbankann og þegar fór að
harðna á dalnum kom ósk frá
bankanum um að selja Garðar
líka. „ Bankinn vildi
ekkert ganga að okkur
en hann fór fram á að
við seldum Garðar 11
líka til að grynnka á
skuldunum“ segir
Brynjar. „Við sögðum
alltaf nei við því og við
sáum það líka á eftir að
ef við hefðum gert það
hefðum við stórtapað á
því. Astæðan var sú að
þegar við tókum
ákvörðup um að selja
hann 1995 að þá hafði
síldar- og rækjukvótinn
hækkað verulega í verði ásamt
þorskkvótanum líka.
Við seldum hann með rækju-
kvóta til Snæfellings sem þá var
nýstofnað hér í Olafsvík í húsa-
kynnum HÓ. Við tókum þorsk-
kvótann af honum og seldum ýsu-
kvótann og fengum einnig hlut í
Snæfelling ásamt einhverjum pen-
ingum líka. Á þessum tíma vorum
við komnir með fast að 700 tonna
kvóta sem var nokkuð gott á
svona bát“.
Núna gera þeir bræður út Stein-
unni og hafa þeir verið á dragnót
frá árinu 1994 og segja þeir að
það komi vel út þar sem ódýrast
er að gera út á aðeins eitt veiðar-
færi.
Ekki mátti miklu muna
Það hefur oft verið um það rætt
hverjar afleiðingarnar gætu orðið
ef margir ættingjar væru á sama
bátnum hvað þá sex bræður eins
og nú eru um borð í Steinunni ef
slys myndi henda. En það varð
einmitt slys um borð hjá þeim
bræðrum fyrsta árið sem þeir áttu
Steinunni. Þá voru þeir í septem-
ber á rækjuveiðum úti í Kolluál og
voru þá fjórir um borð en Þór var
þá með Matthildi. „Við vorum þá
að ganga frá til að fara í land ög
það var kominn bölvaður SV
kaldaskítur“ segir Óðinn.
„Ég var framá“ heldur hann
áfram, ,,og var að ganga frá
bómunni í sæti en þá slteður það
að ég ætla að fara að slá henni að-
eins til og ég stend við hliðina á
henni. Vélin var á miklum snún-
ingi og ég svinga henni óvart í öf-
uga átt og hún lendir á mér og við
það slær hún mig í sjóinn út um
gat sem var á rekkverkinu og ég
var ekki í flotgalla“.
„Ég sé hvað er á seyði“ segir
Sumarliði „og flýti mér að sækja
flotbúning sem var í bátnum en
þeir voru til taks þar sem við vor-
um nýbúnir að vera að skrúbba
bátinn í fjörunni. Þegar ég kem
upp aftur hendi ég mér í sjóinn en
í fátinu gleymi ég að binda við
mig línu. Ég næ ekki til Óðins þar
sem ég flýt bara frá bátnum í rok-
inu en ég sé alltaf hvað er að ger-
ast um borð í bátnum“.
Þegar Óðinn fellur fyrir borð þá
heyrir Brynjar sem var afturá
ásamt Ægi að Sumarliði kallar
hvað hefði gerst
Hann stekkur þá inn í brú og
getur þá snúið bátnum þannig að
þá nær Óðinn taki á trollinu sem
hangir útaf að aftan. „Ég var í sjó-
galla“ segir Brynjar „og tek „rússa“
sem var á delddnu og stekk út fyr-
ir og næ að hnýta hann utan um
Óðinn. Það var svo mikill velting-
ur að ég átti erfitt þar sem sjórinn
var í gallanum og ég hékk í netinu
og komst ekki upp. Þá gat ég
hnýtt í ntig spottanum líka og ég
sagði Ægi að hífa mig um borð.
Þá var eitthvað ólag á spilinu og
það hífði ekki alltaf og hann gat
ekki dregið mig upp þar sem ég
var svo þungur. En að lokum
tókst honum það þó og síðan
Óðinn á eftir og þannig bjargaði
hann okkur báðum" sagði Brynj-
ar.
Þegar þetta var allt afstaðið var
farið að dimma mikið. Brynjar fer
þá inn í stýrishús
lcúplar að vélinni
og þeir keyra í átt-
ina að Sumarliða
sem rak sífellt
lengra í burtu.
Hann getur svo
lagt að honum eft-
ir tvö til þrjú-
hundruð metra
keyrslu. Þar sem
sífellt brældi meira
og meira og bátur-
inn valt dýpra
náði Sumarliði talú
á rekkverkinu í
einni veltunni og gat híft sig sjálf-
ur um borð. „Ég var alveg skrauf-
þurr og heitur í búningnum“
sagði Sumarliði. Allir voru bræð-
urnir sammála um það að ekki
hefði mátt miklu muna og að
þarna hefði getað orðið stórslys en
fyrir guðsmildi var því afstýrt.
Framtíðin er björt
Aðspurðir hvers vegna þeir
hefðu ekki verkað fisk segja þeir
bræður að ekki hefði verið áhugi
fyrir því hjá þeim. Þeir vilja bara
róa og landa sínum afla á fisk-
markað. Um framtíðina segja þeir
að þeir muni halda áfram að gera
út og stunda sína vinnu um borð í
sínum bát. Það er ekki annað
hægt en að dást að þessum dug-
miklu og fjörugu útgerðar mönn-
um og bræðrum.
Samheldnin er mikil og þeir
gera meira en að róa því oft fara
Brynjar og Sumarliði að athuga staðsetningu á GPS tæki á Langjökli um
páska s.l. vetur.