Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Page 40
38
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000
Kona Brynjars er Mar-
grét Jónasdóttir, kona
Ægis er Arný Bára
Friðriksdóttir sem
starfar hjá útgerðinni
eins og áður kom
fram, kona Sumarliða
er Kristín Jóhanns-
dóttir, kona Oðins er
Bára Guðmundsdóttir
og kona Þórs er Jó-
hanna Njarðardóttir.
Bræðurnir á efra dekki Steinunnar.
þeir saman í ferðalög bæði erlend-
is og innanlands með sínum fjöl-
skyldum. M.a. fóru fjórir þeirra
ásamt konum sínum á Langjökul
um páskana og var það skemmti-
leg ferð.
Ekki er hægt að ljúka svona
grein án þess að nefna konur
þeirra en þær hafa tekið mikinn
þátt í uppbyggingu útgerðarinnar.
Viljum fá
að vera í friði
Eld<i eru nein áform
um að kaupa annan
bát eða skipta því
Steinunn er mjög gott
skip og aðbúnaðurinn
um borð er frábær en
alls eru átta menn um
borð og einn af þeim er yngsti
bróðirinn, Halldór. „Kvótinn hjá
okkur er núna um 950 tonn af
þorski og eitthvað af kola og öðr-
um tegundum. Það væri nær að
kaupa kvóta heldur en bát því að
við gerum út kannski átta mánuði
á ári með þessum kvóta“ segir
Brynjar.
Á síðasta ári var aflaverðmætið
hjá þeim á Steinunni SH 145
millj sem hlýtur að teljast mjög
gott. Það er hvorki flókið né
margbrotið stjórnunarkerfi hjá
þeim bræðrum. Ægir er stjórnar-
formaður og Brynjar fram-
kvæmdastjóri og allar meiriháttar
ákvarðanir eru teknar af þeim
bræðrum öllum saman „og það
hefur gefist best“ eins og þeir segja
einum rómi.
Aðspurðir um eilífðarmálið,
kvótann, segja þeir að þeir geti
ekki verið annað en sáttir við
hann. „Við erum búnir að ganga í
gegnum svo margt í þessu kerfi og
það er ekki hægt að vera með ein-
hverjar tilraunir. Við erum búnir
að kaupa allan okkar kvóta dýrum
dómum og við erum ekki með
neinn gjafakvóta. Við höfum ekk-
ert verið að braska í þessu kerfi.
Við höfum olckar atvinnu af þessu
og við viljum bara fá að vera í
friði“ segja þessir dugmiklu og
kröftugu bræður úr Olafsvík að
lokum.
PSJ.