Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Page 42

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Page 42
40 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000 Hrefna Kristjánsdóttir: Hugleiðingar um Sjómannadaginn Það er ætíð mikið um að vera á Sjómannadeginum. Sjómenn eru heiðraðir og þeir gera sér glaðan dag með ýmsu móti. Breytingar hafa orðið á dagskrá Sjómanna- dagsins og ég tel að sú þróun sé ekki að öllu leyti til góðs. Aður fyrr var dagskrá kempanna þéttskipuð, þar sem þeir kepptu sín á milli í ýmsum greinum og sýndu okkur hinum sem vinnum í landi, hversu megnugar þessar hetjur eru. Styrkur þeirra í róðra- keppni, snerpan í koddaslagnum, fimin í pokahlaupi eru fá atriði sem gera þennan dag eft- irminnilegan og skemmti- legan. Þó svo að keppnin hjá hetjunum sé í mesta bróðerni þá er gaman að sjá hversu kappsfullir þeir eru og hve hart þeir leggja sig fram við að sýna samheldna áhöfn. Rúsínan í pylsuendanum á þessum ærsla- fulla degi er sjómannaball þar sem sigurvegarar eru krýndir með pompi og prakt og við sjómanns- konur fyllumst stolti yfir hetjun- um okkar sem ganga hróðugir af sviðinu með bros á vör. Þrátt fyrir að Sjómannadagur- inn hafi ætíð verið frábær, þá hef ég vissar áhyggjur af þróun mála. Færri og færri áhafnir taka þátt í keppni. Má nú segja að dæmið hafi algjörlega snúist við; í stað þess að sjómennirnir komi sjó- blautir heim, drullugir, með rifnar skyrtur eftir átök dagsins, þá koma þeir í mesta lagi með ísslett- ur á jakkafötunum eftir að hafa horft á aðra takast á og keppa, en sumir af hinum nýju skemmti- kröftum hafa aldrei migið í saltan sjó. Ekki er ég að segja að ég sé á móti því að þessar elskur hafi það náðugt á þeirra eigin degi, síður en svo. Eg veit að flestir þeirra geta varla haldið aftur af sér þegar þeir horfa á landkrabba takast á við gamlar þrautir þeirra og þeim langar örugglega mikið til að taka þátt. Eg hvet sjómenn til að koma aftur að skemmti- atriðunum. Ég er ánægð með að búið er að færa Sjó- mannahófið aftur á sunnudag. Flestir sjó- menn eiga frí daginn eftir og landkrabbar geta bara fengið sér frí fram að hádegi á mánu- deginum. Við þetta mun sunnudagurinn nýtast meira með fjölskyldunni í Sjómanna- garðinum og enginn er þunnur þann dag. Ég hvet sjómenn til að láta skoðanir sínar í ljós um þessi mál. Sendum sjómönnum á Snœfellsnesi ogfjölskyldum þeirra heillaóskir í tilefhi / LÍFEYRISSJÓÐUR SJÓMANNA Sjómannadagsins! \ Þverholti 14 - 105 Reykjavík Afgreiðslutími frá 8-16 Sími551 5100 ■b^USTA í 60 , n * HELGI PÉTURSSON 1935-1995 öencium sjómönnum o/;/icu* /fC'S'fu kuecfjun á JJómunnac/cujinn /

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.