Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Blaðsíða 44

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Blaðsíða 44
42 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000 Græjurnar á þessum árum við að kúpla að og frá á skipum voru mjög seinvirkar. A Haföldunni varð að snúa hjóli í marga hringi til að hægt væri að bakka og það tókst að gera það hratt. Það var komið myrkur þegar þetta var. Þegar báturinn fer að bakka för- um við fleiri aftur á og drögum inn færið eins fljótt og við getum, en hvorki Sumarliði eða rennan koma innfyrir. Það var kallað á fleiri báta til að leita en ekkert fannst. Summi var alveg fílhraust- ur maður og víkingsduglegur og hann var gæðablóð. Þetta atvik fékk mikið á Guðna. Flest benti til þess að Summi hefði rotast á rennuni og færið losnað af fæti hans er slaki kom á það og hann sokkið" segir Einar. Það er greinilegt á Einari að þetta hefur fengið á hann og ekki furða því hann var aðeins 14 ára gamall þegar þetta gerðist eins og áður sagði og gleymist ekki. Svona atvik grópast í menn. Einar var hjá Guðna á vetrarvertíðinni en á þeirri vertíð réri Guðni með þorskanet sem ekki hafði áður verið gert við Breiðafjörð og Ein- ari er það í fersku minni. Þetta hefur verið mikið frumkvöðlastarf hjá Guðna og félögum hans á Haföldunni. Kaupir sinn fyrsta bát Efdr að Einar hætti með Guðna fór hann að róa á ýmsum bátum m.a. með Jónasi Guð- mundssyni á síld á Bjargþór. Þá var hann líka vélstjóri á Víking með Gvendi bróður sínum en hann tók vél- stjórapróf í Reykjavík. Hann segist alltaf muna eftir því þegar hann kom til Olafsvíkur úr vélskólanum hve höfn- in var ísilögð. Með hon- um í vélskólanum voru m.a. Bogi Guðmunds og Bjössi Sveins. Þá var Einar einnig með Leifi Hall- dórssyni á Glað og Jóni Steini á Jóni Jónssyni. Þá fór Einar einnig, þegar hann var átján ára gamall, með togaranum Þorkeli Mána á salt við Grænland. „Þegar við Bubbi vorum saman á Stapafellinu með Gvendi bróður fórum við að spá í að kaupa bát. Við sáum að við hlutum að geta gert út bát eins og hverjir aðrir. Þessi bátur var einn af svokölluð- um „Ámapungur" og við keypt- um hann af Eiríki sem var for- stjóri hjá SVR. Þessum bát gáfum við nafnið Garðar SH. Þetta var hálfgerður ættargripur og Eiríkur hélt mikið uppá þennan bát. Þetta var 15 lesta bátur og upphaflega smíðaður sem seglskip og þennan bát keyptum við 1961“ segir Ein- ar. Bátinn gerðu þeir bræður út á snurvoð og línu og gekk það mjög vel hjá þeim Æðri máttarvöld tóku stýrið „Eg get sagt þér eina sögu af þessum bát sem ég skil ekki enn. Eitt skiptið höfðum við verið á snurvoð suður á Svalþúfu. Við vorum búnir að vera lengi að veiðum og ég orðinn hálfsyfjaður en tók landstímið. Stýrið á bátn- um var þannig ef maður sleppti stýrinu þá fór báturinn bara í hringi. Jæja þegar við komum að Nesinu þá sest ég á lúgu niðfflr í káetu og ætla að stýra með fætin- um. Við hliðina er lúga niður í vél og ég opna hana og hitinn kemur upp og ég steinsofna við að hitinn kemur í andlitið og báturinn siglir áfram og ég veit ekki neitt. Allt í einu hrekk ég upp því að það var eins og kippt hefði verið í mig og þá stefnir báturinn beint uppí Bugsrifið. Þá hefur báturinn siglt fyrir Brimnesið og Rifið og fram hjá Ólafsvík og þessu gleymi ég aldrei meðan ég lifi. Þarna hafa æðri máttarvöld tekið af mér stýr- ið“ Stýrimannaskóiinn og kaup á öðrum bát Einar og Bubbi héldu áfram sinni útgerð. Þeir seldu litla bát- inn og keyptu annan stærri sem var 36 lestir sem einnig var látinn heita Garðar SH 165. Þetta var laglegur bátur og gott sjóskip og hét áður Jóhann Þorkelsson, en hann var smíðaður í Svíþjóð. Þeir bræður skiptu með sér verkum þannig að Einar var skipstjóri á línu og netum en Bubbi á dragnótinni. ,,Ég gleymi aldrei einum róðri á Garðari en þá vor- um við Leifur á Halldóri einir á sjó á línu norður á Fláka. Þetta var um vetur og það gerði NA rok og mikla ísingu. Leifur tók áltvörðun um að sigla suður fyrir Nes til að berja ísinguna af. Við héldum beint heirn og þeg- ar við vorum komnir uppá Vík þá var komin mjög mikil ísing á hann öðrum megin. Klaki frá stýrishúsi og alveg niður. Mér fannst báturinn vera orðinn svag- ur og þegar við komum að gatinu (hafnarmynninu) hugsaði ég að best væri nú að fara varlega. Þegar inn var komið var hann orðinn nær dauður af ísingu en þetta fór allt vel“ segir Einar. Einar fór í stýrimanna- skólann í Ólafsvík vetur- inn 1971 til '11 ásamt fleiri vöskum sveinum bæði frá Ólafsvík og Hellissandi. Það er Einari minnisstætt að þegar skólinn var búinn um páskana þá fékk hann nokkra skólafélaga sína til að koma með sér út á Garðari og þeir lögðu fjórar trossur austur í Hrossaskít og tvær í Brúnina á laugardag fyrir páska. Þeir fóru út Fyrsti báturinn sem Einar og Björn eignuðust var Garðar SH 164 árið 1961.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.