Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Síða 46

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Síða 46
44 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000 Væn stórlúða sem fékkst í trollið Guðmundsson stendur við Lúðuna. róa á honum næstu árin á skaki yfir sumarið. „Þetta gekk mjög vel. Maður réði sér alveg einn og það gelck vel að fiska. Fékk eitt sumarið yfir 80 tonn á skakinu. Svo á haustin réri ég með Valdísina fyrir Sigga bróðir á línu. Það var ekkert öruggt hjá smábátum á þessum tíma. Svo datt ráðuneyt- inu í hug að taka við- miðun fyrir liðin ár og ef maður hefði vitað það hefði maður róið miklu meira á þessum árum en ég fékk 50 tonna kvóta“, segir Einar og áhuginn leynir sér ekki. Fjölskyldan og áhugamálin Eins og kom fram í byrjun gerir Einar út bátinn Björn Kristjáns- son með Jóhanni Steinssyni. Að- spurður segir Einar að hann ætli sér að vera á sjó meðan heilsan leyfir. Það er enginn bil- bugur á Einari þó hann sé búinn að vera stans- laust á sjó í 50 ár. Einar er giftur Katrínu Knúd- sen frá Stykkishólmi, þau giftu sig á jóladag árið 1963. Foreldrar Katrínar voru þau Hrefna Þórarinsdóttir úr Ólafsvík og Knútur L. Knúdsen frá Stykkis- hólmi. Einar og Katrín byrjuðu sinn búskap út á Ennisbraut 29. Síðan fluttu þau í Brautarholt- ið þegar þau byggðu þar glæsilegt hÚS 1972. Þau A Akureyri 1973 þegar Garðari II var hleypt af stokkunum. F.v. eiga einn son sem heitir Einar, Katrín sem gaf bátnum nafn, Björn Markús og Bjarni Pálsson, Garðar II í baksýn. Knútur og er sölumaður á fast- eignum í Reykjavík og einnig eiga þau þrjú barnabörn. Einar hefur a.m.k. tvö áhuga- mál sem hann stundar af ástríðu en það er golfið og laxveiðin. Ein- ar var einn af þeim fyrstu sem fóru að vinna að framgangi golfs- ins hér í Ólafsvík. „Eg ásamt Jafet Sigurðssyni kaupmanni lögðum dag og nótt við völlinn inn við Fróðá. Það var nú sagt að Jafet lokaði bara búðinni þegar hann langaði í golfið en ég veit nú elcki hvort það er satt. Að sjálf- sögðu unnu fleiri að þessu en þetta var mikil vinna. Golfið er mjög áhugaverð íþrótt og það geta nánast allir stund- að það“, segir Einar. Þá stundar Einar einnig veiðar með stöng og fer þá Katrín oftast með ásamt fleirum og þá Siggi og Valdís konan Stts* gjarnan hans. Það hefur verið gaman að spjalla við þau hjónin um heima og geyma þótt elcki sé allt birt í þessu viðtali. Á hillum og borðum eru allsstaðar viðurkenningar sem Einar hefur hlotið bæði á golf- mótum og eins frá Sjósnæ. Hjá því félagi er hann eftirsóttur af sjóstangamönnum því allir vilja vera með Einari sem skipstjóra á bát. Þau eru bæði létt og kát og Katrín ekki sparað veitingarnar meðan ég hef staldrað við. Ég kveð þessi skemmtilegu hjón að sinni á þeirra fallega og snyrtilega heimili við Sandholt 24 en þar hafa þau búið síðan 1988. PSJ. Verkalýðsfélag Snæfellsbæjar óskar sjómönnum til hamingju með daginn!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.