Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Page 46
44
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000
Væn stórlúða sem fékkst í trollið
Guðmundsson stendur við Lúðuna.
róa á honum næstu árin
á skaki yfir sumarið.
„Þetta gekk mjög vel.
Maður réði sér alveg
einn og það gelck vel að
fiska. Fékk eitt sumarið
yfir 80 tonn á skakinu.
Svo á haustin réri ég
með Valdísina fyrir
Sigga bróðir á línu. Það
var ekkert öruggt hjá
smábátum á þessum
tíma. Svo datt ráðuneyt-
inu í hug að taka við-
miðun fyrir liðin ár og
ef maður hefði vitað það
hefði maður róið miklu
meira á þessum árum en ég fékk
50 tonna kvóta“, segir Einar og
áhuginn leynir sér ekki.
Fjölskyldan og áhugamálin
Eins og kom fram í byrjun gerir
Einar út bátinn Björn Kristjáns-
son með Jóhanni Steinssyni. Að-
spurður segir Einar að hann ætli
sér að vera á sjó meðan heilsan
leyfir. Það er enginn bil-
bugur á Einari þó hann
sé búinn að vera stans-
laust á sjó í 50 ár. Einar
er giftur Katrínu Knúd-
sen frá Stykkishólmi,
þau giftu sig á jóladag
árið 1963. Foreldrar
Katrínar voru þau
Hrefna Þórarinsdóttir úr
Ólafsvík og Knútur L.
Knúdsen frá Stykkis-
hólmi. Einar og Katrín
byrjuðu sinn búskap út
á Ennisbraut 29. Síðan
fluttu þau í Brautarholt-
ið þegar þau byggðu þar
glæsilegt hÚS 1972. Þau A Akureyri 1973 þegar Garðari II var hleypt af stokkunum. F.v.
eiga einn son sem heitir Einar, Katrín sem gaf bátnum nafn, Björn Markús og Bjarni Pálsson,
Garðar II í baksýn.
Knútur og er sölumaður á fast-
eignum í Reykjavík og einnig eiga
þau þrjú barnabörn.
Einar hefur a.m.k. tvö áhuga-
mál sem hann stundar af ástríðu
en það er golfið og laxveiðin. Ein-
ar var einn af þeim fyrstu sem
fóru að vinna að framgangi golfs-
ins hér í Ólafsvík. „Eg ásamt Jafet
Sigurðssyni kaupmanni lögðum
dag og nótt við völlinn
inn við Fróðá. Það var
nú sagt að Jafet lokaði
bara búðinni þegar
hann langaði í golfið en
ég veit nú elcki hvort
það er satt. Að sjálf-
sögðu unnu fleiri að
þessu en þetta var mikil
vinna. Golfið er mjög
áhugaverð íþrótt og það
geta nánast allir stund-
að það“, segir Einar. Þá
stundar Einar einnig
veiðar með stöng og fer
þá Katrín oftast með
ásamt fleirum og þá
Siggi og Valdís konan
Stts*
gjarnan
hans.
Það hefur verið gaman að spjalla
við þau hjónin um heima og
geyma þótt elcki sé allt birt í þessu
viðtali. Á hillum og borðum eru
allsstaðar viðurkenningar sem
Einar hefur hlotið bæði á golf-
mótum og eins frá Sjósnæ. Hjá
því félagi er hann eftirsóttur af
sjóstangamönnum því
allir vilja vera með Einari
sem skipstjóra á bát.
Þau eru bæði létt og kát
og Katrín ekki sparað
veitingarnar meðan ég
hef staldrað við. Ég kveð
þessi skemmtilegu hjón
að sinni á þeirra fallega
og snyrtilega heimili við
Sandholt 24 en þar hafa
þau búið síðan 1988.
PSJ.
Verkalýðsfélag Snæfellsbæjar
óskar sjómönnum til hamingju
með daginn!