Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Blaðsíða 57

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Blaðsíða 57
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000 Jenný Guðmundsdóttir: 55 Hugleiðingar um heiðurshjónin Sigríði Hansdóttur og Jón Skúlason Dagur var kominn að kvöldi, Kyrrð ogsvefnró í bænum, Lognöldusöngvar frá sænum, Sumar í blænum ... Gott kvöld hvað er klukkan? Jóhann Jónsson ( Hvað er klukkan ) Þannig hvað ungur piltur ur Olafsvík eftir síðustu aldamót, piltur sem lét sig dreyma stóra drauma sem enginn taldi að myndu rætast! En þau voru fleiri ungmennin í Ólafsvík sem áttu stóra drauma, höfðu sömu vornóttina fyrir augum og upplifðu sama lognöldusönginn. A sama hátt og hann reyndu þau, einnig mikinn harm og mikla baráttu fyrir lífinu og tilverunni. Eitt þessara ungmenna var Sig- ríður Hansdóttir. Sigríður var fædd í Ólafsvík 12.júlí 1902. For- eldrar hennar voru þau Metta Kristjánsdóttir og Hans Hansson sjómaður. Sigríður var aðeins fjög- urra ára gömul þegar hún missti föður sinn. Hans lést í sjóslysi árið 1906. Metta var kunn sæmdarkona og ein af brautryðjendum í fjöl- breyttu félagslífi í Ólafsvík á sinni tíð. Metta giftist aftur Jens Guð- mundssyni frá Ögri í Helgafells- sveit, og hann gekk Sigríði í föð- urstað. Þau hjón eignuðust fjóra syni, en Jens lést af slysförum árið 1922. Upp frá því stóð Sigríður við hlið móður sinnar og saman börðust þær við að halda heimili fyrir sig og drengina eins hún kallaði þá alltaf, þar til þeir voru fullvaxta. Sigríður var strax í æsku létt í spori og létt í lund. Hún var eftirsótt til vinnu við hvað sem hún tók sér fyrir hendur. Kornung fór hún í vist, fyrst hjá Proppé-fjölskyldunni sem þá bjó í gömlu verslunarhúsunum, dönsku Ólafsvíkurkaupmann- anna. Þar vann hún ásamt fleira ungu fólki úr plássinu. Meðal Jón og Sigríður á 75 ára afmæli hennar. annarra var þar Eyjólfur Snæ- björnsson í vinnumennsku hjá kaupmanninum. Oft rifjuðu þau tipp veruna þarna og þá kom í ljós að ýmis strákapör höfðu verið iðkuð sem ekki voru á allra vit- orði. Allt saklaust og gert til að henda gaman af. En alvaran var eldci langt undan. Sigríður var til- búin til að leggja á sig ómælt erf- iði til að aðstoða mömmu sína. Hún hafði það fyrir fasta venju að fara heim á kvöldin og gista hjá fjölskyldunni, „fékk leyfi til þess hjá húsbændunum“ eins og hún orðaði það, en hún varð að vera komin að verki kl. sex að morgni. Kvölds og morgna gekk hún heim eftir fjörunni eða fjörukambinum oft í myrkri og sjógangi. Engir gúmmívettlingar Ung stúlka fór hún til Reykja- víkur í fiskvinnu, hjá fyrirtækinu DEFESOR, þar vann hún í mörg ár. Fyrirtækið rak stóra saltfisk- vinnslustöð, þar sem margt ungt Sigga og Jón að dansa. Myndin er tekin í gamla félagsheimilinu 1964. fólk var við vinnu. Á þessum árum var allur saltfiskur vaskaður og þurrkaður úti. Var þetta hin erfiðasta vinna. Sigga talaði m.a. um að brjóta hefði þurft klakann ofan af fisk- körunum áður en byrjað var að vaska og oft keppst um að vera fyrstur að byrja. Nærri má geta að kaldsamt hefur verið að vinna þessi störf. Engir gúmmívettlingar á hendurnar og fólk sjálfsagt blautt og að mörgu leyti vanbúið. Með þess- ari vinnu sá Sigríður um að leggja til heimils fjölskyldunnar. M.a. keypti hún fermingarföt á alla bræður sína og þá hefur hún ekki valið annað en það sem henni þótti best, því ekkert var of gott fyrir drengina. Hófu búskap í Stígshúsi Hinn 31. október árið 1925 gekk Sigríður í hjónaband með Jóni Skúlasyni frá Skúlahúsi í Ólafsvík, Jón var einstakur maður, traustur, góður verlemaður, félags- lyndur og mikill dansmaður. Ungu hjónin hófu búskap í Stígs- húsi, með Mettu og fjölskyld- unni. Þau hjónin Jón og Sigríður voru bæði félagslynd og höfðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.