Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Qupperneq 65
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000
63
Guðjón Petersen:
Það var óblandin hátíðar-
stemming í hjörtum okkar allra
sexmenninganna sem sigldum
Björginni heim þegar við rennd-
um inn í Rifshöfn nákvæmlega
kl. 15:00 hinn 30. ágúst 1997.
Þrátt fyrir norðaustan hvassviðri
og kulda í lofti voru hafnarbakk-
arnir krökkir af fólki sem komið
var til að taka á móti hinu nýja
björgunarskipi og fagna því.
Ferðinni var lokið og Björgin
komin heiin.
Það var snemma sumars 1997
sem endanlega var ákveðið af
hálfu SVFI, í samráði við björg-
unarsveitirnar á Snæfellsnesi að
næsta björgunarskip, í röð björg-
unarskipa sem komið hefur verið
fyrir á nokkrum stöðum á land-
inu, verði á Rifi.Varð bæjarstjóra
það á að anda því út úr sér við sr.
Björgin heim
Olaf Jens Sigurðsson, formann
Slysavarnadeildarinnar Bjargar, að
hann hefði verið skipherra á einu
af varðskipum ríkisins og varð það
til þess að undirrituðum var falið
að taka að sér skipstjórnina á
heimsiglingunni. Auk undirritaðs
voru í áhöfninni þeir Páll Stefáns-
son og Magnús Emanúelsson
sfyrimenn og Davíð Óli Axelsson
vélstjóri. I hópinn bættust svo við
tveir Hollendingar, báðir vélstjór-
ar og náði þessi hópur að mynda
strax eina samstiga heild með góð-
um og glaðværum starfsanda.
Við fjórmenningarnir flugum
frá Keflavík til Amsterdam kl.
07:20 þann 21. ágúst og aðeins
tveim og hálfri klukkustund eftir
að við lentum í Amsterdam vor-
um við komnir út á Norðursjó í
reynslusiglingu á bátnum, en
heimahöfn hans var í Shevin-
ingen. Til marks um hve öll mál
gengu með ólíkindum hratt fyrir
sig er að búið var að ákveða brott-
för daginn eftir kl. 18:00 til Sto-
nehaven í Skotlandi sem var fyrsti
áningarstaður á leiðinni heim til
Islands. Var því þessi fyrsti dagur
vel nýttur til að kynnast skipinu í
heild og tæknibúnaði þess. Um
kvöldið leyfðum við okkur svo að
slappa af yfir góðum kvöldverði,
eftir vel heppnaðan dag.
Áhöfnin fyrir framan Björgina í slipp í Shevingen. Magnús, Páll, Páll Ægir, Guðjón
og Davíð Óli.
Eftir æfingaferð á bátnum dag-
inn effir, ásamt fráfarandi skip-
stjóra, þar sem æfð voru hin ýmsu
stjórntök við beitingu skipsins
innan og utan hafna, og marg-
háttaðan undirbúning sem stóð
allan daginn var lagt úr höfn úr
Sheveningen og stefnan tekin á
Stonehaven í Skotlandi. Var skip-
ið lcvatt með virktum og voru
slökkvi-og sjúkrabílar á hafnar-
garðinum með blikkandi ljósum
og sírenur gaulandi þegar við
sigldum út í fylgd annarra björg-
unarskipa fyrsta spölinn. Vorum
við brátt komnir á fulla ferð út á
Norðursjó inn í hriúgiðu af um-
ferð stórskipa sem gerðu okkar
skip að örverpi í því samfélagi.
Höfðum við gaman af því að ná-
lægð okkar litla skips olli veruleg-
um taugatitringi meðal olíubor-
manna og stórskipaskipstjóra og
fengum við uppkall í talstöðinni
og mikla ljóskastarasýningu ef far-
ið var of nærri. Siglingin til Sto-
nehaven var að öðru leyti tíðanda-
laus og var komið þangað kl.
06:00 að morgni 24. ágúst í logni
og sólskini. Var þar teltinn björg-
unarbúnaður og fleira smálegt í
eigu SVFÍ, til að afhenda Fær-
eyska björgunarfélaginu að gjöf.
I Stonehaven er sjóbjörgunar-
miðstöð og stórmerkileg þjálfun-
armiðstöð fyrir björgunarmenn,
sem margir Slysavarnarfélagsmenn
hafa sótt, en þar ræður ríkjum
góður vinur Ásbjörns Óttarssonar
á Rifi, Hamish McDonald. Sto-
nehaven er lítill og vinalegur bær
skammt sunnan við Aberdeen og
var notalegt að koma þar í land
eftir 36 tíma siglingu, en aðbún-
aður um borð í Björg er ekki fyrir
langsiglingar. Tvær káetur eru í
bátnum og er önnur í stafni með
þrem kojum. Þar urðum við að
koma okkur fyrir “kem klósett-
inu” og öllum farangri þannig að
við sváfum allir í aftari káetunni
sem er fyrir aftan neðsta stjórn-
pall. Deildu tveir af sitt hvorri