Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Síða 66
64
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000
vakt með sér koju. I þeirri káetu
var einnig matreitt einu sinni á
dag og sá annar Hollendinganna
um það en matseðillinn til sjós var
pylsur, sem allir borðuðu beint úr
sama potti og dýfðu í sinnep-
skrukkuna. Til tilbreytingar var
stundum niðursoðinn hermanna-
matur sem hitaður var í sósunum
og borðaður beint upp úr þeim.
Gos var til drykkjar en vatns-
birgðir litlar og eingöngu til að
skola hendur og andlit. Voru
staðnar skútuvaktir á leiðinni, þrír
á vakt í einu, en þær eru frá kl.
00:00-04:00, 04:00-08:00, 08:00-
12:30, 12:30-20:00 og 20:00-
24:00. Færast vaktir hvers og eins
alltaf til með því fyrirkomulagi
þannig að menn festast ekki á
sömu tímum en fá hver fyrir sig
sinn skammt af dag- og nætur-
vöktum.
Það var tekið vel á móti okkur í
Stonehaven af Hamish McDonald
og var fyrsta verkið að fara í sturtu
og skoða björgunarmiðstöðina og
skólann. Var síðan farið með okk-
ur í ferð inn í landið til skoðunar.
Var ekið upp til Banchory sem er
um 38 km. inn í landið en þar er
Balmoral Castle, Sumardvalar-
staður bresku konungsfjölskyld-
unnar í Skotlandi. Var Karl Breta-
prins þar með sonum sinum að-
eins sex dögum síðar þegar Díana
prinsessa af Wales lést í París. Eftir
góðan hádegisverð og bjór á veit-
ingahúsi niðri við höfnina var far-
ið í stórverslun til að bæta á kost-
inn og síðan lagt úr höfn kl.
15:00. Var stefnan tekin fyrir
Shetlandseyjar og áfram til Þórs-
hafnar í Færeyjum. Enn var siglt í
góðu veðri alla leiðina og komið
til þórshafnar kl. 05:00 að morgni
26. ágúst í Suð- austan golu og
skúraveðri. Var ákveðið að taka
eins og hálfs sólarhrings frí í þórs-
höfn og hvílast fyrir lokaáfanga
siglingarinnar heim til Islands. A
móti okkur átti að taka Þórhallur
Símonarsen formaður Færeyska
björgunarfélagsins en skilaboð
bárust frá honum um að hann
væri á kafi í grindardrápi og ætti
því ekki heimangengt. Var því far-
ið beint upp á Hótel Hafnía, eftir
að við höfðum gengið frá bátn-
um, þar sem okkur var vænst.
Björgunarskipið vakti mikla at-
hygli í Færeyjum og urðum við að
fjölmiðlamat þann stutta tíma
sem við stoppuðum þar auk þess
sem umferð gangandi og akandi
fólks var nokkur allan tímann til
að skoða bátinn. Var m.a. rætt við
áhöfnina af dagskrárgerðarmönn-
um frá Bylgjunni og Færeyska út-
varpið átti viðtal við undirritaðan
um björgunarskip Slysavarnafé-
lagsins.
Kl. 15:00 þann 27. ágúst var
svo lagt af stað aftur í lokaáfang-
ann heim og reiknuðum við með
70 klst. siglingu inn Breiðafjörð.
Fyrir utan höfnina í Þórshöfn var
sægur af Rússneskum verksmiðju-
togurum sem við þurftum að fita
oklcur á milli. Fórum við síðan í
gegnum Vestmannasund og sett-
um stefnuna áfram á Vestmanna-
eyjar. Komum við að Vestmanna-
eyjum snemma morguns þann 29.
ágúst og var farið aðeins inn undir
hafnarmynnið þar og grunnt fyrir
Heimaklett, til að sýna Hollend-
ingunum, sem með okkur voru,
hina stórbrotnu náttúru eyjanna,
og reyndi undirritaður að leiða þá
í allan sannleikann um Vest-
mannaeyjagosið fyrir 25 árum.
Það var leiðinda bræla á loltaá-
fanganum heim og vorum við svo
“heppnir” að fara Reylcja-
nesröstina í því leiðindasjólagi
sem fylgir straumi jmót báru og
reyndum því að beita bátnum
með fullri vélarorku mót
nokkrum brotum sem mynduðust
í þessu krappa sjólagi til að fá til-
fmningu fyrir því hvernig skipið
færi í þannig sjó. Var búið að vera
vart við lítilsháttar gangtruflanir í
annarri vélinni á heimleiðinni og
drap hún á sér eftir að báturinn
stakkst í ágætisbrot og var þá
dregið úr hraða eftir að húm
lcomst aftur í gang. Um kvöldið
þann 29. ágúst sigldum við svo
inn Breiðafjörð og var notalegt að
sjá ljósin heima í byggðum Snæ-
fellsbæjar þegar við sigldum inn
fjörðinn, en farið var inn undir
Elliðaey og látið reka þar meðan
beðið var birtingar.
Komudagurinn var tekinn
snemma, hátíðarflöggin sett upp
og skipið skúrað hátt og lágt áður
en haldið var inn undir Styklcis-
hólm til tollafgreiðslu. Eftir að
henni lauk var siglt inn á höfnina
í Stylckishólmi og fólki sem safn-
ast hafði saman á bryggjunni
heilsað. Síðan var stefna sett á
Grundarfjörð og komið þangað
um hádegisbilið þar sem fólki var
einnig heilsað, en nokkur fjöldi
báta lcom út á móti oklcur og var
það hátíðleg stund meðan við tók-
um hring um höfnina. í Ólafsvík
var svo leikurinn endurtekinn
með sama hátíðarbragnum, en þar