Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Blaðsíða 69
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000
67
Formannavísur fluttar á
Sjómannadaginn í Ólafsvík í 960
I bréfi Valdimars Kristófersson-
ar í Skjaldartröð til Asgeirs Jó-
hannessonar dags. 3. júlí 1960
segir m.a:
„Svo fór ég með formannavísur
á Sjómannadaginn í Olafsvík.
Kristján Jensson bað mig, og ég
gerði það án getu, því það er ekki
hægt að gera svoleiðis um menn
sem maður þekkir ekkert per-
sónulega. En ég sendi þér samt
vísurnar, því það er sem sagt er að
oft ratast kjöftugum satt á munn.
...Ég sendi þér þær til gamans.“
Hér býr drótt af dáðum rík,
það dylst ei hópi vina.
Nú upp skal telja í Ólafsvík
aðal formennina.
Lætur skríða landi frá
Leifur fríðan knörinn
„Bjarna“ tíðum aflar á
ötull skíðabörinn.
Þegninn skýri þróttharður
á „Þórði“ snýr til fanga.
Steindór tíðum starfsamur
Straums-um-mýri langa.
Heppinn bæði og harðfengur
helst við sjóinn iðinn,
keyrir „Glað“ hann Kristmundur
með krafti fram á miðinn.
Gvendur Jens, með happa hramm
hraustur stjórnað getur.
„Sæfellinu“ um síladamnr
og sækja fáir betur.
Jónas Guðmunds gumar tjá,
garp á hnísumýri,
veiðiheppinn víst er sá
„Valafelli“ stýrir.
Sagður efnis sjómaður
sá með hæfni góða.
Á karfaengi kappsamur
Konráð stjórnar „Fróða“.
Gvend frá Bug oft garpar sjá
geysast fram af móði.
Á „Víking“ keppir vaskur sá
við hann Sigga bróðir.
Á „Bárði“ Ríkharð buslar nóg
á Breiðafjarðarsundum,
get ég fram á Grímsmið þó
að garpurinn sæki stundum.
Ut á græði ef sá fer
afla glæðist fengur,
því Jón Steinn skæður jafnan er
„Jóni“ ræður drengur.
Með aflakóng sinn alhæstann
ég Ólafsvík tel rílca.
Strákinn Tryggva stórfrægann
og „Stapafellið“ líka.
Jón með fara „Jökul“ kann
jafnan snar á græði.
„Bretar“ varast vilja hann
sem við þá sparar næði.
Heldur Rafn með hetjulund
„Hrönn“ á drafnarengi.
í minjasafni menn og sprund
muna nafn hans lengi.
Hér fleira af mengi sækir sjó
þótt suma um enginn skrifi.
I auðnu lengi allir þó
afreks drengir lifi.
Sjómannadagsblaðið þakkar Ás-
geiri Jóhannessyni kærlega fyrir
að halda þessum skemmtilegu vís-
unt eftir Valdimar til haga og eft-
irláta blaðinu þær. Á þessum Sjó-
mannadegi árið 2000 eru rétt 40
ár frá því að þær voru fluttar og
allir muna eftir þessum formönn-
um okkar Ólsara.
Rafmagns-
stjórntæki
Nákvæm • Einföld • Þægileg
Viðurkennd af helstu
flokkunarfélögum
m.a. Lloyd og DNV
i
Orugg
þjónusta við
sjávarútveginn
V Skútuvogi 12a • Sími 568 1044