Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Side 72
70
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000
að koma í heiminn og lítill tími til
undirbúnings, kannski hef ég
þvegið mér um hendurnar, ég
man það ekki, en þarna fæddist
lítil stúlka, 11 merkur, ég man að
hún var dálítið dösuð en jafnaði
sig fljótt. Þegar ég sagði móður-
inni að þetta væri stúlka sagði
hún„ aumingja pabbi”. Þá var nú
mikið hlegið enda mikið tilefni til
að gleðjast eins og alltaf við fæð-
ingu heilbrigðs barns, þó prinsinn
vantaði í íjölskylduna.
Eg veit varla hvar gleðin og
þakklætið er mest við fæðingu
barns. Enn í dag finnst mér þetta
vera þvílíkt undur, og ég fyllist
alltaf þakklæti fyrir að mega taka
þátt í atburðinum með foreldrun-
um. Næsta ferð til fæðandi konu
var á Hellissandi og enn var ég
sótt um nótt. Ég fékk skilaboð
um að hann Guðbrandur , hrepp-
stjórinn á staðnum, ætlaði að aka
mér áleiðis, en síðan komu menn
á móti mér, enginn tími til spurn-
inga, bara hraða sér af stað. Ég
vissi að enginn vegur var á milli
Ólafsvíkur og Hellissands, en fært
á bíl í fjöruborðinu ef lágsjávað
var. En nú var ekki bílfært og ekki
um annað að gera en að ganga. Ut
úr myrkrinu birtust tveir menn,
yfirvegaðir og rólegir, en gengu
greitt. Voru allir svona rólegir á
Nesinu, var allt stressið í Reyltja-
vík? Þarna kom Forvaðinn í ljós
og annar mannanna bauð mér
hönd til aðstoðar. Mér var litið
uppí bergið sem gnæfði yfir höfð-
um okkar, klögukt og ógnandi, og
hinsvegar sjávaröldurnar sem
teygðu sig kaldar og ógnandi að
fótum okkar, svo betra var að vara
sig ef maður átti ekki að blotna.
Ég hefði ekki viljað vera hér ein
á ferð. Bíll stóð á bakkanum og þá
komst ég að því að annar maður-
inn var sá sem átti von á barninu
sínu, hinn var að aðstoða með
bílnum sínum. Þegar komið var á
áfangastað og gengið inn á heimil-
ið var friður og ró yfir öllum,
barnið fætt, drengur sem kúrði
fyrir ofan móður sína, en hann
hafði vakið hana systur sína með
háværum gráti þegar hann kom í
heiminn. Annað hafði nú ekki
farið úr skorðum á þessu heimili.
Konan á símstöðinni hafði komið
til hjálpar og tekið á móti barn-
inu. Ég skildi sannarlega gleði
hennar. Þeir karlmennirnir hefðu
getað sparað sér ferðalagið, en þá
hefði ég misst af ógleymanlegri
næturgöngu undir Ólafsvík-
urenni.
Jólin voru að koma, heimilið
barnmargt, en allt var tilbúið fyrir
hátíðina, heimilisfaðirinn skreytti
húsið með drengjunum sínum,
amma tók litlu stúlkuna til sín, og
einhver sótti þvottinn sem þurfti
að þvo, ung stúlka kom á að-
fangadag og undirbjó kvöldmat-
inn af miklum röskleika, engin
óþarfa störf lögð á ljósmóðurina
sem fór glöð í hjarta heim til
Ólafsvíkur. Ég hafði tækifæri til
að kíkja inn til þessarar fjölskyldu
á jóladag, allt var í góðu gengi og
jólahald eins og best gerist, börnin
glöð í sparifötunum með gjafirnar
sínar, ljós og gleði í hverju horni,
og sá litli svaf rótt í armi móður
sinnar sem hafði fært sig inn í
stofuna svo allir gætu verið sam-
an.
Ég átti enn eftir að taka á móti
tveimur börnum sem bæði voru
fyrstu börn móður sinnar, þau
voru heilbrigð að mínu áliti, en
engan barnalækni hafði ég til að
staðfesta það.
Ég var einnig til aðstoðar Arn-
grími við aðrar uppákomur og í
því sambandi mun ég seint
gleyma Halldóru, húsfreyju í Rifi,
sem kom til aðstoðar þegar Ijós-
móðurina skorti færni til að svæfa
konu með klóriformi, slíku hafði
ég aldrei komið nálægt. Halldóra
lcorn og huggaði og hughreysti
ungu konuna af þvílíkri elsku að
ég seint gleymi, gekk síðan að
verki með lækninum sem sjálf-
sögðum hlut. Það var auðséð að
það var ekki í fyrsta sinn sem sú
kona mætti á erfiðleika stund. Ég
reyndi svo að aðstoða þau eftir
bestu getu og hlaut í staðinn góða
kennslustund. Halldóra lést fyrir
nokkrum árum en hugurinn hef-
ur oft hvarflað til hennar gegnum
árin.
Veru minni í Ólafsvík Iauk
nokltru fyrr en áætlað var þegar ég
fylgdi fæðandi konu til Reykjavík-
ur. Fæðingin fór ekki vel af stað
og okkur Arngrími kom saman
um að öruggara væri að hún
fæddi á sjúkrahúsi. Björn Pálsson
kom á flugvél sinni „Vorinu” og
flaug með okkur fjórar konur til
Reykjavíkur í fögru vetrarveðri.
Með í ferðinni var kona sem var
að leggjast inn á sjúkrahúsið á
Akranesi og ltona sem átti von á
barni á næstu dögum og nú var
ljósmóðirin að stinga af. Konun-
um farnaðist vel.
Ég kom heim reynslunni ríkari
ekki búin að vinna úr undrun
minni á rósemi og æðruleysi hjá
þessu ágæta fólki á landsbyggð-
inni, sem treysti sínum lækni til
að sjá fram úr hverjum vanda. Ég
hefði gjarnan viljað vinna með
honum lengur. Hann hafði orð á
ýmsum hlutum sem honum
fannst betur mega fara í fæðingar-
hjálp hlutir sem þykja sjálfsagðir í
dag. Það var ekki tæknilega hliðin
heldur sú mannlega.
Nú tók starfið á Akureyri við og
aftur á Landsspítalanum á vordög-
um 1962. En 7. Október 1963
hóf ég störf á Fæðingarheimili
Reykjavíkur. Þar var ég til 7.
Október 1992 en þá vantaði eitt
ár í þrjá áratugi. Heimilinu var þá
lokað en opnað aftur 1994 en sú
opnun stóð aðeins í sex mánuði.,,
Það er önnur saga”. Ég vann þessa
mánuði á heimilinu en fór síðan
aftur á Landsspítalann. Störfum
hætti ég svo endanlega í árslok
1998 eftir rúmlega 38 ár.
Margs er að minnast frá
starfsæfinni en ef ég ætti að taka
eitt fram yfir annað koma sex
vikurnar sem ég dvaldi í Ölafsvík
forðum daga helst upp í hugann.
Þær voru mér dýrmætur skóli og
ljúfar minningunni.
Óskum sjómönnum
og fjöCskyCdum pcirra
tiC hamingju með daqinn.
Rafboði I
ReyKjavík ehf
SKIPAÞJÓNUSTA
S: 552 3500