Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Page 76

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Page 76
Sjomannadagsblað Snæfellsbæjar 2000 _74_____________________________ þeir sem borguðu brúsann að mestu. Þeir vildu hafa sína föstu bíla við verkunarhúsin, keyra skreiðina í hjalla, beinin, lifrina, Sigurjón Kristófersson. slorið og annað sem til féll. Mannlegt eðli varð til þess að stöðin var lögð niður. ísland framundan Fleira, sem viðkom athafnalífi til sjávarins var akstur vegna bygg- inga hafnarmannvirkja og þá einkum akstur á stórgrýti í varnar- garða í Rifi, Ólafsvík, Grundar- firði og Arnarstapa. Að þessu komum við í samvinnu við heimamenn á hverjum stað. Þetta var hálf glæfraleg vinna á svona litlum bílum, 4-7 tonna, enda hentust þeir í allar áttir þegar ver- ið var að lesta og losa. Eitt það fyrsta sem ég man, eftir að ég eignaðist vörubíl, var þegar verið var að landa á trébryggjunni í Rifi. Fiskurinn lenti alltaf aftast á bílnum og það þurfti að kippa honum fram á pallinn. Þá var vél- in sett á fulla ferð, kúplingunni sleppt þannig að bíllinn hentist áfram nokkra metra og svo snar- bremsað, rétt áður en lent var á kantinum hinumeginn. Ef hálka var, þá notaði maður handbrems- una líka og reyndi að stefna á bryggjupolla svo bíllinn færi ekki fram af ef eitthvað færi úrskeiðis. Þetta tókst alltaf, ótrúlegt en satt. Það var því mikill munur þegar stálþilið var reist, þá var hægt að bremsa og nánast allt Island framundan. „Hvenær kemur góði fiskurinn” A þessum árum, var sá háttur að matsmaður tók 5 fiska af hverju bílhlassi og var farmurinn verð- lagður eftir þeim. Sumir sjómenn héldu að við gætum ráðið hvar matsmaðurinn tæki fiskinn af pallinum. Ein saga er til í sam- bandi við þetta.Verið var að landa Bílar þeirra Halldórs, Guðmundar og Herlufs. úr einum bát fyrir frystihúsið og stóð Rögnvaldur forstjóri við hlið bílsins ásamt fleirum. Þá kallar sá sem var upp á bílnum niður í bát- inn: „Fivenær kemur góði fiskur- inn?” Rögnvaldur sagði ekkert, snéri sér undan, kímdi og féltk sér í nefið. Herlauf Clausen lenti einu sinni í smá vandræðum. Þannig var að við vorum báðir að keyra fiski út á Hellissand, vegirnir ögn þrengri en nú er, og myrkur skollið á. Ég var búinn að losa og var á leið inn í Rif en Herlauf var með fullan bíl á leið út á Sand. Þá voru í gildi óskráð lög bifreiðastjóra, sá sem var á leið upp brekku átti réttinn fyrir þeim sem ætlaði niður. Við mættumst efst í Bæjarhallanum þannig að hann átti að stoppa sem hann og gerði. Þegar ég ætla fram hjá honum sé ég hann ekki í bíln- um og eitthvað virðist vera að, ég stoppa því bílinn og skrúfa niður rúðuna, kalla á hann en hann ans- ar ekki. Fer ég þá að bílnum hans og opna hurðina, þá hrynur í fang mér hellingur af þorski og Herlauf situr í fiskikös upp fyrir haus. Hafði hann, einhverra hluta vegna, orðið að talca frá grindina sem hlífði afturrúðunni og þegar hann þurfti að bremsa þrýsti fisk- urinn rúðunni inn og húsið fyllt- ist. Herlauf sagði heldur fátt a.m.k. meðan ég var viðstaddur.

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.