Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Qupperneq 77

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Qupperneq 77
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000 75 Framljósin hrukku úr Það gekk ekki alltaf vel að fá borgað hjá Vita og Hafnamál en einu sinni tókst mér þó vel upp. Við Lulla fórum suður, hún til að fæða eitt barnið okkar og ég not- aði tækifærið í leiðinni og kom við á skrifstofu Vita og Hafna- mála og fékk viðtal við stjórann. Sagði ég honum farir mínar ekki sléttar, konan mín væri á fæðing- ardeildinni, búin að eignast barn og ég þyrfti að leysa hana út. Nú væri það í hans höndum hvenær við kæmumst heim og ég gæti haldið áfram að vinna við höfnina í Rifi. Honum þótti sagan það góð að hann kallaði í gjaldkerann og sagði honum að greiða mér því við svo búið mætti ekki standa. Hann gleymdi að nefna upphæð þannig að gjaldkerinn greiddi mér upp í topp og var ég eini bílstjór- inn sem fékk borgað þann mán- uðinn. Eins og áður er getið voru grjót- flutningar í hafnargarðana hálf- gert glæfraspil. Man ég glögglega eftir tveimur atvikum þegar ekið Kristjón G. Guðmundsson. með stórgrýti í norðurgarðinn í Rifi. Fyrra atvikið henti Tryggva Eðvarðsson, hann átti þá Bens 322, 6 tonna bíl. Var hann að sturta stóru grjóti við hliðina á jarðýtu. Grjótið festist aftast á pallinum og bíllinn lyftist upp að framan, það hátt að húsið náði upp fyrir ýtuna. Steinninn losnaði og bíllinn skaust áfram um þó nokkra metra og skall á jörðina. Þegar við sáum að Tryggvi var heill sprungum við úr hlátri því að þegar bíllinn skall niður, hrukku úr honum framljósin en héngu þó á vírunum. Það var eins og bíllinn hefði misst úr sér bæði augun. Nú á síðari árum sé ég oft Friðgeir Þorkelsson. börn leika sér með gorma með eftirlíkingu af augum á endanum og þegar þau láta þetta detta úr augunum minnir það mig alltaf á þetta atvik. Lásinn brotnaði Maður á ekki að hlægja að óför- um annarra, það gæti hefnt sín. Svo var um mig. Síðari atburður- inn átti sér stað í grjótnámunni í Rifi. Verið var að hífa með krana um 6 tonna stein sem slegið hafði verið utan um með keðju og lásað í vírinn. Ég var þá á Dodge vöru- bílnum mínum og bakkaði undir. Rétt þegar steinninn kemur yfir aftari endann á pallinum, brotnar lásinn og steinninn hlunkaðist niður. Framendi bílsins hentist upp, það hátt að afturendi pallsins nam við jörð og þegar ekki var komist hærra var eins og bíllinn stöðvaðist augnablik, þá heyrði ég að það sprakk slanga í sturtunum og bíllinn féll niður og ég man að á leiðinni niður var rykið af gólf- inu svona um mitt hús og sígar- ettustubbarnir úr öskubaltkanum í einu lagi nokkru ofar. Bíllinn skalf allur og nötraði þegar niður kom og við hristinginn valt steinninn frá bílnum þannig að pallurinn losnaði og skall harka- lega niður og það var reyndar mesta höggið. Ég sat svolitla stund inni í bílnum, fann að ég var ekkert meiddur og var að furða mig á að enginn skyldi koma og tala við mig. Ég kveikti mér í sígarettu og rölti út. Þá þustu að mér mennirnir sem voru að vinna í kring, höfðu þeir staðið eins og frosnir og ekki átt von á að ég kæmi heill út úr bílnum. Fórum við nú að skoða lásinn sem brotnaði, en það var fullyrt að hann átti að þola 12 tonna átak.Við nánari skoðun kom í ljós lítil komma sem enginn hafði tekið eftir að leyndist á milli tölu- stafanna. Lásinn var gefinn upp fyrir 1,2 tonn en ekki 12 tonn. Ég fór heim og vann ekki meira þann daginn. Pissað í Ástarbrekkunni Einn veturinn fórum við Nonni á Hellu nokkrar ferðir á Akranes að sækja loðnu fyrir Hraðfrystihús Þorgeirs Arnasonar. Þetta var nokltur törn, sem gekk ágætlega að öðru leyti en því að sérstakar tafir urðu í hverri ferð. Nonni hafði þá áráttu að hann varð alltaf að pissa í “Ástarbrekkurnar” sem eru rétt fyrir sunnan afleggjarann Guðmundur Gíslason. að Hítarnesi. Hann vandi mig á þennan skratta og síðan get ég ekki ópissandi farið yfir brekkurn- ar. Kristján Guðmundsson þekkja allir að góðu. Þegar hann byrjaði fisltverkun í Rifi, þurfti að byggja skreiðarhjalla. Voru þeir byggðir upp undir Goddastöðum. Einn morguninn í blíðskaparveðri leggjum við af stað og það lá ein- staklega vel á okkur. Við lónuðum í rólegheitunum vegarslóðann frá Rifi upp Breiðina, yfir veginn hjá Melabrúnni og upp sléttuna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.