Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Page 9

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Page 9
var sett upp, var Elliðavatn, bæði staðurinn og vatnið, utan girðingar, og Hjallar og Löngu- brekkur voru aðeins að hluta innan girðingar- innar en úr þessu var bætt innan nokkurra ára, og að auki bættist við Heiðmörkina Vífils- staðahlíðin og landið upp af henni. Meginhluti Vífilsstaðahlíðarinnar var talinn mjög álitlegt land til skógræktar, þar eða það liggur vel við sól og í skjóli fyrir norðanátt, enda töluverðar leifar af allhávöxnu birkikjarri hér og þar í hlíðinni, og við hliðarfótinn með- fram allri hlíðinni er ákjósanlegt útivistarsvæði. En fyrir austan (suðaustan) Vífilsstaðahlíð, í áttina að Búrfelli, tekur við afréttarland Garða á Alftanesi, og var talið mjög æskilegt, ef suð- vestur takmörk Heiðmerkur yrðu færð út fyrir Vífilsstaðahlíð, að leggja jafnframt hluta af þessu afréttarlandi til Heiðmerkur. Nokkrir bændur í nágrenni Garða töldu sig eiga rétt til upprekstrar í þennan afrétt, og var þegar á árinu 1952 reynt að ná samkomu- lagi við þá um að þeir létu af hendi þann hluta afréttarins, sem æskilegt var talið að kæmi innan Heiðmerkurgirðingarinnar. Ekki náðist samkomulag um það, og á árinu 1953 var á Alþingi samþykkt heimild til eignarnáms á 220 ha landssvæði í þessu skyni. Nokkur dráttur varð á því að leitað yrði eftir heimild til Jress að fá Vífilsstaðahlíðina inn í Heiðmörk, en veturinn 1957, nokkru eftir nýár, gengu þeir Hákon Bjarnason skógrækt- arstjóri og Einar Sæmundsen framkvæmda- stjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur á fund Helga Ingvarssonar yfirlæknis á Vífilsstöðum til þess að ræða við hann um undirbúning að hugsanlegri friðun verulegs hluta Vífilsstaða- lands. Yfirlæknirinn tók vel erindi þeirra, en taldi sig þurfa að taka til nánari athugunar nokkur atriði í sambandi við þetta mál. Einkum hafði hann í huga, að ekki yrði skert aðstaða sjúklinga hælisins til útiveru og umferðar á því svæði, sem þeir undanfarið hefðu haft greið- an aðgang að og unað sér vel á, t.d. jiann hluta Vífilsstaðahlíðarinnar, sem næstur er hælinu. Þá gat yfirlæknirinn þess, að samn- ingsaðili af hálfu Vífilsstaðahælis, ef til kæmi, væri stjórnarnefnd ríkisspítalanna. Var því næst rætt við framkvæmdastjóra þeirrar nefndar, sem jafnframt er skrifstofustjóri fyrir skrif- stofu ríkisspítalanna, Georg Lúðvíksson. Hann ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975 tók einnig vel málaleitan Skógræktarfélagsins, og 17. október 1957 var undirritaður samningur milli stjórnarnefndar ríkisspítalanna fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins og Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur vegna Heiðmerkur, eins og það er orðað í samningnum. En samn- ingurinn felur það í sér, að umræddur hluti Vífilsstaðalands, Grunnavatnasvæðið og megn- ið af Vífilsstaðahlíð er afhent Skógræktar- félaginu til umráða í 99 ár til friðunar og skóg- ræktar. Takmörk landssvæðisins eru þessi: Að sunnan, landamerki Garðakirkjulands. Að austan, landamerki Vatnsenda út á miðja Sandahlíð í gamla girðingu, sem þar er, en hún ræður síðan merkjum að norðan þvert yfir ásinn niður yfir Vífilsstaðahlíð. Að vestan, landamerki Urriðakots. Heiðmerkurgirðingin fylgir þó ekki ná- kvæmlega þessum takmörkum. Innan girðing- arinnar að norðan er öll Vífilsstaðahlíðin, alla leið að svokölluðum Setuliðsvegi eða Flóttavegi og einnig Vífilsstaðavatn. En að sunnan (suðvestan) eru landamerki Urriða- kots að langmestu leyti nokkurn spöl fyrir utan girðinguna. Landsvæðið var girt að mestu leyti haustið 1957, og því var lokið vorið 1958. Eftir þessa stækkun umlukti Eleiðmerkur- girðingin um 2300 ha lands, jtar af falla undir umráð Vífilsstaðahælis um 200 ha. Á Elliðavatni var um nokkurt árabil fávita- hæli á vegum Reykjavíkurborgar, og einhver búrekstur. En árið 1962 hafði stjórn Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur fregnir af því, að í ráði væri að leggja niður fávitahælið á þessum stað, og um leið hætta búrekstri. Taldi stjórnin æskilegt, að eftir þá breytingu yrði Elliða- vatnsbærinn og umhverfi hans lagt undir Heið- mörk og var borgarstjórn skrifað bréf þar að lútandi og síðan rætt við borgarstjóra og borg- arritara um málið. Með bréfi dagsettu 5. júní 1963, undirrituðu af Geir Hallgrímssyni borgarstjóra, er frá jrví skýrt, að borgarráð hafi ákveðið að fela Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur varðveislu jarðarinnar Elliðavatns með nánari skilyrðum, m.a. varð- andi umgengni um landið vegna vatnsbóls Vatnsveitunnar og öflun neysluvatns, afnota Vinnuskóla Reykjavíkur af húsum, orkuvinnslu Rafmagnsveitunnar vegna vatnsaflsstöðvarinn- 7

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.