Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Síða 9

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Síða 9
var sett upp, var Elliðavatn, bæði staðurinn og vatnið, utan girðingar, og Hjallar og Löngu- brekkur voru aðeins að hluta innan girðingar- innar en úr þessu var bætt innan nokkurra ára, og að auki bættist við Heiðmörkina Vífils- staðahlíðin og landið upp af henni. Meginhluti Vífilsstaðahlíðarinnar var talinn mjög álitlegt land til skógræktar, þar eða það liggur vel við sól og í skjóli fyrir norðanátt, enda töluverðar leifar af allhávöxnu birkikjarri hér og þar í hlíðinni, og við hliðarfótinn með- fram allri hlíðinni er ákjósanlegt útivistarsvæði. En fyrir austan (suðaustan) Vífilsstaðahlíð, í áttina að Búrfelli, tekur við afréttarland Garða á Alftanesi, og var talið mjög æskilegt, ef suð- vestur takmörk Heiðmerkur yrðu færð út fyrir Vífilsstaðahlíð, að leggja jafnframt hluta af þessu afréttarlandi til Heiðmerkur. Nokkrir bændur í nágrenni Garða töldu sig eiga rétt til upprekstrar í þennan afrétt, og var þegar á árinu 1952 reynt að ná samkomu- lagi við þá um að þeir létu af hendi þann hluta afréttarins, sem æskilegt var talið að kæmi innan Heiðmerkurgirðingarinnar. Ekki náðist samkomulag um það, og á árinu 1953 var á Alþingi samþykkt heimild til eignarnáms á 220 ha landssvæði í þessu skyni. Nokkur dráttur varð á því að leitað yrði eftir heimild til Jress að fá Vífilsstaðahlíðina inn í Heiðmörk, en veturinn 1957, nokkru eftir nýár, gengu þeir Hákon Bjarnason skógrækt- arstjóri og Einar Sæmundsen framkvæmda- stjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur á fund Helga Ingvarssonar yfirlæknis á Vífilsstöðum til þess að ræða við hann um undirbúning að hugsanlegri friðun verulegs hluta Vífilsstaða- lands. Yfirlæknirinn tók vel erindi þeirra, en taldi sig þurfa að taka til nánari athugunar nokkur atriði í sambandi við þetta mál. Einkum hafði hann í huga, að ekki yrði skert aðstaða sjúklinga hælisins til útiveru og umferðar á því svæði, sem þeir undanfarið hefðu haft greið- an aðgang að og unað sér vel á, t.d. jiann hluta Vífilsstaðahlíðarinnar, sem næstur er hælinu. Þá gat yfirlæknirinn þess, að samn- ingsaðili af hálfu Vífilsstaðahælis, ef til kæmi, væri stjórnarnefnd ríkisspítalanna. Var því næst rætt við framkvæmdastjóra þeirrar nefndar, sem jafnframt er skrifstofustjóri fyrir skrif- stofu ríkisspítalanna, Georg Lúðvíksson. Hann ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975 tók einnig vel málaleitan Skógræktarfélagsins, og 17. október 1957 var undirritaður samningur milli stjórnarnefndar ríkisspítalanna fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins og Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur vegna Heiðmerkur, eins og það er orðað í samningnum. En samn- ingurinn felur það í sér, að umræddur hluti Vífilsstaðalands, Grunnavatnasvæðið og megn- ið af Vífilsstaðahlíð er afhent Skógræktar- félaginu til umráða í 99 ár til friðunar og skóg- ræktar. Takmörk landssvæðisins eru þessi: Að sunnan, landamerki Garðakirkjulands. Að austan, landamerki Vatnsenda út á miðja Sandahlíð í gamla girðingu, sem þar er, en hún ræður síðan merkjum að norðan þvert yfir ásinn niður yfir Vífilsstaðahlíð. Að vestan, landamerki Urriðakots. Heiðmerkurgirðingin fylgir þó ekki ná- kvæmlega þessum takmörkum. Innan girðing- arinnar að norðan er öll Vífilsstaðahlíðin, alla leið að svokölluðum Setuliðsvegi eða Flóttavegi og einnig Vífilsstaðavatn. En að sunnan (suðvestan) eru landamerki Urriða- kots að langmestu leyti nokkurn spöl fyrir utan girðinguna. Landsvæðið var girt að mestu leyti haustið 1957, og því var lokið vorið 1958. Eftir þessa stækkun umlukti Eleiðmerkur- girðingin um 2300 ha lands, jtar af falla undir umráð Vífilsstaðahælis um 200 ha. Á Elliðavatni var um nokkurt árabil fávita- hæli á vegum Reykjavíkurborgar, og einhver búrekstur. En árið 1962 hafði stjórn Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur fregnir af því, að í ráði væri að leggja niður fávitahælið á þessum stað, og um leið hætta búrekstri. Taldi stjórnin æskilegt, að eftir þá breytingu yrði Elliða- vatnsbærinn og umhverfi hans lagt undir Heið- mörk og var borgarstjórn skrifað bréf þar að lútandi og síðan rætt við borgarstjóra og borg- arritara um málið. Með bréfi dagsettu 5. júní 1963, undirrituðu af Geir Hallgrímssyni borgarstjóra, er frá jrví skýrt, að borgarráð hafi ákveðið að fela Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur varðveislu jarðarinnar Elliðavatns með nánari skilyrðum, m.a. varð- andi umgengni um landið vegna vatnsbóls Vatnsveitunnar og öflun neysluvatns, afnota Vinnuskóla Reykjavíkur af húsum, orkuvinnslu Rafmagnsveitunnar vegna vatnsaflsstöðvarinn- 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.