Skógræktarritið - 15.05.2004, Qupperneq 8

Skógræktarritið - 15.05.2004, Qupperneq 8
Bergfura, sem nefnist á latínu Pinus uncinata Ramond (samnefni, Pinus mugo Turra subsp. uncinata (Ramond) Domin), er eitt allra vindþolnasta og harðgerðasta barrtré sem um getur. f gamla furureitnum á Þingvöllum voru gróðursettar bergfurur upp úr aldamótunum 1900 og þar standa nokkur allsnotur berg- furutré (2. mynd). Það var þó ekki fyrr en eftir miðja tuttugustu öldina sem farið var að gróður- setja bergfuru hér á landi í ein- hverjum mæli. Bergfura er ein- dæma falleg þegar vel tekst til með ræktunina, en bergfururnar okkar líta æði misjafnlega út. Til eru einstofna, fagurlimuð tré, en því miður er mikið um plöntur sem eru hálfgerðar renglur eða margstofna með gisna og óreglu- lega greinabyggingu. Á seinni árum hafa sveppir, einkum einn sem nefnist furubikar, Gremmeni- ella abietina, herjað illilega á berg- furu, einkanlega þar sem trén standa þétt eða þar sem þau hafa 2. mynd. Rúmlega 9 metra há bergfura í gamla furulundinum á Þingvöllum. Þetta er myndarlegur öldungur, en margstofna og ber ekki fræ. bæklast undan snjóþyngslum. Eitt er það enn sem fær mann til að efast um að bergfurunni okkar líði nægilega vel. Það er, að þrátt fyrir að trén beri mikið af karl- kynsblómum, hefi ég aldrei séð kvenkynsblóm á þeim og þar af leiðandi mynda þær aldrei köngla og þroskað fræ. En það, að hæfustu einstaklingarnir sem hér vaxa eignist afkomendur, er forsenda þess að bergfuran geti lagað sig sem best að íslenskum staðháttum í framtíðinni. í fjöllum Mið- og Suður-Evrópu vaxa tvær náskyldar furur, berg- fura og fjallafura, Pinus mugo Turra (samnefni, Pinus mugo Turra subsp. mugo). f norðanverðri álf- unni eru þær stundum ræktaðar ýmist til landgræðslu, skjóls eða prýði. Útbreiðslusvæði þeirra er víðfeðmt og svipmót venslahópa breytilegt frá einum stað til ann- ars. Hefur því löngum verið reynt að gefa ólíkum afbrigðum nöfn og væri það að æra óstöðugan að reyna að halda reiður á öllum þeim nafngiftum sem mismun- andi afbrigði hafa hlotið. Þeir grasafræðingar sem best þekkja til eru ekki á einu máli um hvort telja beri þær sjálfstæðar tegund- ir eða fjalla beri um þær sem tvær deilitegundir innan einnar safntegundar. Ekki ætla ég mér þá dul að vita betur en þeir sem staðkunnugastir eru, en eins og þessar furur hafa komið mér fyrir sjónir, þar sem ég hef kynnst þeim í heimkynnum þeirra, eru þær svo ólíkar að ég hallast frek- ar að skoðunum þeirra sem telja þær tvær vel aðgreindar tegundir. Það styrkir lfka þau sjónarmið að nýjustu rannsóknir á erfðaefnum þessara tegunda benda til að bergfuran hafi upphaflega orðið til við erfðablöndun milli fjalla- furu og skógarfuru, Pinus sylvestris L., hugsanlega íbyrjun ísaldar. Fjallafuran er runni sem nær stundum aðeins í ökkla en getur orðið tveggja til þriggja metra hár (3. mynd). Bergfuran eroftast einstofna tré sem getur náð tutt- ugu og fimm metra hæð þar sem best lætur. Bæði fjallafura og bergfura vaxa einkum í kalkrfkum kletta- og skriðujarðvegi brattra, sólríkra suðurhlíða þar sem ekki er um mikla samkeppni frá öðrum trjám að ræða. Einnig geta þær mynd- að staka runna í súrum hvítmosa- og mómýrum. Fjallafuran vex f norðanverðum Mið-Ölpunum, en einkum þó í Austur-Ölpunum, allt austurtil Karpatafjalla, norð- ur til Póllands, og suður eftir fjöllum Balkanskaga. Bergfuran vex um sunnanvert Sviss og í vesturhluta Alpanna, einkum f Frakklandi og svo í Pýreneafjöll- unum og teygir sig þaðan eitt- hvað suður eftir hálendi Spánar. Ég komst fyrst í kynni við berg- furu í heimahögum hennar í Pýreneafjöllunum haustið 2000. Við hjónin dvöldum í þorpinu Mont-Louis sem er f 1600 metra hæð. Seinna komst ég að þvf að megnið af þvf bergfurufræi, sem til íslands hefur borist, er einmitt frá þeim stað. Þarna er gróður- far ekki óáþekkt því sem gerist í sunnanverðri Skandinavíu. Þar er stundaður fjölbreyttur landbún- aður og þar vaxa ýmiss konar eð- altré, einkum þó stórvaxinn ask- ur. Einn daginn fórum við upp f þjóðgarð við vatnið Lac des Bouillouses sem er í 2017 metra hæð en umhverfis vatnið uxu bergfuruskógar. Skógarmörk lágu um það bii 150 metrum ofar í hlíðunum (1. mynd). Hæstu fur- urnar þarna voru allt að því 10 m háar, einstofna og beinvaxnar og stóðu trén fremur gisið. Fyrir bragðið fengu þau næga birtu úr öllum áttum og voru trjákrónurn- ar þéttar og einstaklega fallegar. Engin önnur trjátegund virtist geta þrifist í þessari hæð að und- anskildum nokkrum rytjulegum 6 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.