Skógræktarritið - 15.05.2004, Side 31

Skógræktarritið - 15.05.2004, Side 31
Af sitkagreni í Hagavík í Hagavfk við Þingvallavatn hefur verið stund- uð skógrækt í rúm 60 ár. Var jörðin fyrsta landið í einkaeigu hér á landi sem var skilgreint sem skógræktarbýli og gerðist það árið 1981. Bjarni Helgason hefur ásamt fjölskyldu sinni gróður- sett skóg í um 8 hektara lands, mestmegnis sitkagreni. Faðir Bjarna, Helgi Tómasson, eign- aðist jörðina árið 1936 og setti upp fyrstu skóg- ræktargirðinguna þar árið 1938 þegar gróður- settarvoru 10 þús. plöntur fengnar frá Noregi (rauðgreni, skógarfura, broddgreni, blágreni). Núverandi skógræktargirðing var sett upp árið 1946. Fram til ársins 1954 munu alls hafa verið gróðursettar nálægt 70 þús. skógarfurum auk rauðgrenis. Furulúsin gekk af furunni dauðri og afföll í rauðgreni voru mikil vegna óheppilegs vals á vaxtarstöðum. Elstu sitkagrenin voru gróðursett 1943 og komu þá sem hnausplöntur frá Eiríki Hjartarsyni sem var með gróðrarstöð í Laugardalnum í Reykjavík þar sem nú er Grasa- garðurinn. Uppruninn er suðlægur en nákvæm- lega hvaðan er ekki vitað. Þessi tré eru flest tví- eða margstofna en samt um 15-18 m há. Árið 1944 voru svo 5 eða 6 stórar sitkagreniplöntur frá Múlakoti gróðursettar að heita má við hliðina á plöntunum frá árinu á undan. Hér er líka teigur vaxinn upp af plöntum, sem komu frá gróðrar- stöðinni á Hallormsstað vorið 1949. Hafa þessar plöntur vaxið ágætlega þrátt fyrir erfið skilyrði fyrstu árin og eru mörg trén 18-19 m há og þvermál í brjósthæð um 40 cm. Sömu sögu má segja um aðra reiti af sitkagreni sem gróðursettir voru á árunum 1951-53. Fræmyndun hefur verið ágæt á sitkagren- inu síðustu áratugina og má víða sjá sjálfsánar sitkagreniplöntur sem sumar hverjar eru komnar vel yfir 2 m hæð. Sjá mynd hér fyrir neðan. Fyrstu sjálf- sánu greniplönturnar fundust árið 1990. Sjálfsán- ingin er mest áberandi norðvestan við sitkagreni- lundinn frá 1949 sem sjá má á meðfylgjandi upp- drætti. Á skástrikaða svæðinu sem er að mestu illa gróinn melur hefur sitkagreni sáð sér víða. Næst skóginum er mestur þéttleiki og má víða sjá tugi plantna á hverjum fermetra. Þegar fjær dregur skóg- inum verða plönturnar strjálli en þó má finna stakar 23. mynd. Bjarni Helgason (t.v.) og Hrafn Óskarsson skoða landnámsplöntur í Hagavík. Mynd: Hreinn Óskarsson, 07-04-04. plöntur í fleiri hundruð metra fjarlægð frá greni- trjánum. Þessi sjálfsáning sýnir hversu vel sitkagreni er aðlagað skilyrðum hér á landi og gefur okkur inn- sýn í hvernig grenið mun breiðast út af sjálfsdáðum í grennd við grenireiti. SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004 29
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.