Skógræktarritið - 15.05.2004, Blaðsíða 19
10. mynd. Lambhaginn í Skaftafelli.
Sitkagreni frá Point Pakenham í
Alaska, gróðursett 1950.
Mynd: S. Bl„ 02-06-03
Uppeldi í gróðrarstöðvum.
Fram yfir 1950 var fræinu sáð í
beð án glugga. Vanhöld í sáð-
beðum urðu því gffurleg, einkum
vegna holklaka. Á 6. áratugnum
fóru gróðrarstöðvarnar hver af
annarri að koma sér upp vermi-
reitum með glergluggum og síðar
gegnsæju plasti yfir sáðbeðin.
Það var mikil framför, sem olli
því, að fræið nýttist betur, plönt-
urnar stærri og stóðust betur
holklakann f dreifsetningarbeð-
um. í lok 7. áratugarins voru
fyrstu plastdúkhúsin reist, sem
var enn stærra framfaraskref.
Síðar á 8. áratug vandaðri gróð-
urhús. Fram á 9. áratuginn voru
sáðplöntur dreifsettar í beð eða
svonefnt móband, þar sem þær
uxu 2-3 ár. Plönturnar voru gróð-
ursettar sem 1/2, 2/2 eða 2/3 ber-
rótarplöntur með öflugu rótar-
kerfi, venjulega 13-30 cm langar.
Þetta voru auðvitað dýrar plöntur
og gróðursetning þeirra lfka dýr,
en vanhöld á þeim urðu ekki mik-
il, ef gróðursett var f hæfilega
frjósamt gróðurlendi.. Lang-
minnst vanhöld urðu, ef gróður-
sett var í birkilendi.
Þessi lýsing á við uppeldi allra
trjátegunda, sem hér voru rækt-
aðar fyrir skóglendi. Víðast var
áburður ekki gefinn plöntunum
eftir gróðursetningu hjá Skógrækt
ríkisins og flestum skógræktarfé-
lögum. Undantekning var þó
gróðursetning á vegum Skóg-
ræktarfélags Reykjavfkur. Og ein-
staklingar, sem ræktuðu við sum-
arbústaði, spöruðu yfirleitt ekki
áburðinn.
Á 9. áratugnum ruddi sér til
rúms ræktun f fjölpottum í gróð-
urhúsum og var orðin alls ráð-
andi í lok þess áratugar. Að því
er greniplöntur varðar, er nú
fengin góð reynsla í graslendi
með tveggja ára gamlar plöntur,
sem eru 30 cm langar.
Plöntufjöldi á ha var á tímabil-
inu 1950-1980 4-5 þúsund. Gilti
um allartrjátegundir. Varsums
staðar hjá skógræktarfélögunum
upp í 6-7 þúsund.
Landshlutaverkefnin eins og
Suðurlands- og Norðuriands-
skógar voru komin niður í 2 þús-
und plöntur en láta nú setja 3
þúsund (Suðurlandsskógar) og
3.400 (Norðurlandsskógar). Meiri
hluti plantna hjá Suðurlands-
skógum er eins árs. Á Austur-
landi er ákveðið mælt með
tveggja ára plöntum af SG, sem
eru um 30 cm háar.
Þegar planta á gagnviðarskóg,
má ekki planta gisið. Ég tel 3.500
plöntur/ha algert lágmark fyrir
barrplöntur. Gisinn ungskógur
verður greinamikill, greinar gildar
og árhringir breiðir. f SG verður
kvistur ákaflega harður og rýrir
gæði viðarins stórlega, eins og
fyrr var skrifað. Einnig 4-5 mm
breiðir árhringir, sem verða í
gisnum ungskógi fram að 20-25
ára aldri. Við megum ekki
gleyma því, að viður barrtrjáa er
bestur til allra nota (borðviður og
massaviður í pappfr o.fl.) með 1-
2 mm árhringi. Hitt er svo annað
mál, að í ræktuðum skógi verða
árhringir oftast breiðari, af þvf að
of dýrt er að planta 10-20 þúsund
pl./ha.
11. mynd. SG í reit Ferðafélags íslands í Heiðmörk. Kvæmi og aldur óvíst, en
tegundin hefir vaxið ótrúlega vel á hrauninu þarna og raunar víðar.
Mynd: S. Bl„ 09-08-94.
SKÓGRÆKTARRiTIÐ 2004
17