Skógræktarritið - 15.05.2004, Side 100
Myndir 12-13. T.v: Friðbjörg Sigurðardóttir frá
Egilsstöðum og óþekktur Norðmaður sem
hitar hér ketilkaffi. Einar Hálfdánarson frá
Hornafirði skenkir hér í bollann úr katlinum.
gamall. Nafn hans er Jarle
Vingsand. Auk þessa skoðuðum
við á heimleið fornar klaustur-
rústir og gamla kirkju.
Sunnudaginn 8. ágúst var okkur
boðið í skemtiferð umhverfis
Þrándheimsfjörð. Við lögðum
snemma af stað, því leiðin sem
við áttum að fara var um 300 km
og margt var að sjá á leiðinni.
Leiðsögumaður var Vingsand
skólastjóri, og með í förinni voru
tvær af stúlkunum, sem sáu um
matinn handa okkur. Farið var í
40 manna langferðabíl.
Leiðin meðfram firðinum er
dásamlega fögur og margt þar að
sjá. Víða eru sögunarmyllur og í
Malm við fjarðarbotninn sáum
við járngrýtisnámu sem verið er
að vinna. í Steinkjer borðuðum
við hádegisverð á Grandhóteli í
boði aldraðra hjóna sem eiga
hótelið. Var okkur þar mjög alúð-
lega tekið, eins og alls staðar
annars staðar. Nú vorum við
komin á staði sem margar minn-
ingar úr fornsögunum eru bundn-
ar við.
Þarna og á Stiklastað sáum við
kirkju frá fyrstu tfmum kristni í
Noregi. Sigurður Blöndal reynd-
ist sögufróður og rifjaði upp at-
burði liðinna alda. |Við fórum í
gegnum Livanger, þar sem Borg-
firðingurinn Gunnlaugur
ormstunga bar beinin eftir hólm-
göngu út af Helgu hinni fögru
Þorsteinsdóttur, við Skáld-
Hrafn]. Þarna sáum við minjar frá
sfðari heimsstyrjöldinni, bólvirki
og legufærin, sem þýska orustu-
skipið Tirpitz lá við um tfma, þeg-
ar það beið eftir tækifæri til að
komast út á Atlantshaf og vinna
þar hervirki. Af stærð mannvirkj-
anna mátti ráða hve óhemju
langt skipið hafði verið. í Stjær-
dal drukkum við miðdagskaffi í
boði hótels sem þar er.
Þarna er allstór flugvöllur og
liggur aðalflugbrautin .langt út í
sjó. Bflvegurinn liggur gegnum
jarðgöng, undir flugbrautina.
Þarna sáum við á sfnum stað
fornar rúnaristur á bergi skammt
frá veginum. Þarna voru meðal
annars gerðar dýramyndir í berg-
ið.
f Þrándheimi var okkur boðið
til kvöldverðar á Prinshóteli, sem
er nokkurs konar „Bændahöll", og
ertalið fínasta hótelið í borginni.
Við þurftum lftið eitt að bfða eftir
bflferjunni sem flutti okkuryfir
Þrándheimsfjörð og þegar hún
kom inn í kvína sem henni er ætl-
uð, blöskraði okkur hvað marga
bíla hún hafði meðferðis. Við
töldum bflana þegar þeir fóru f
land, þeir voru 23. Þar af nokkrir
stórir langferðabflar og vörubílar,
mörg mótorhjól og um 300
manns. Þegar búið var að tæma
ferjuna, ók okkar bíll yfir á hana
og þar að auki allmargir fólksbíl-
ar. Ferjan sigldi yfir til Vanviken,
sem er á norðausturströnd fjarð-
arins. Sú leið er fast að 20 km.
98
SKÓGRÆKTARRITIÐ