Skógræktarritið - 15.05.2004, Síða 81
mjó og súlulaga. (R. C. Hosie
1973). Fjalllendið Black Hills er á
mörkum Wyoming og South
Dakota, en á korti yfir útbreiðslu-
svæði hvítgrenis, eru sýnd tvö til-
tölulega lítil afmörkuð svæði
sunnan við meginvaxtarsvæðið
(Thomas S. Elias 1987). Annað
þeirra er á mörkum Saskatchew-
an og Montana, en hitt í suðvest-
urhorni North Dakota, 150- 200
km norðan við Black Hills. Aftur
er sáð hvítgreni á Hallormsstað
árið 1936. Því fræi hafði verið
safnað í Chugach National For-
est, Kenai District f Alaska, og
sent Skógrækt ríkisins að gjöf
árið 1935 ásamt sýnishornum af
fleiri tegundum, m.a. sitkagreni.
(Af því munu hafa lifað 3 tré á
Hallormsstað. B.Þ. minnisblað).
Þjóðskógurinn, Chugach Nat.
Forest, nær yfir geysilega víðlent
svæði, og tilgangslítið er að
reyna að geta sér til um, hvar
söfnun hafi farið fram. Þó er
freistandi að giska á tvö svæði:
Kenaiskaga og Copper River
Valley. í skýrslu um vinnuna á
Hallormsstað 1941 stendur, að
gróðursett hafi verið 200 hvít-
greni (Guttormur Páisson 1942).
Ekki er getið aldurs plantnanna
né uppruna. Er taiið að kvæmið
frá 1941 sé frá Austur-Kanada
(Sigurður Blöndal 1995). Þótt
ekki sé sérstaklega getið um
gróðursetningu annars hvítgrenis
en þess „kanadfska", má ekki með
öllu útiloka, að einhverjar plönt-
ur úr tveimur seinni sáningunum
hafi komist á legg og verið gróð-
ursettar með öðrum kvæmum. í
riti Sigurðar Blöndals um inn-
fluttar trjátegundir í Hallorms-
staðaskógi ersúlurit, sem sýnir,
að gróðursett hafi verið um 1000
hvftgreni árið 1941.
Fjallaþöll. I fræskrá Tsuga
mer., frænúmer 453004. Þessu
fræi var sáð á Hallormsstað og f
Múlakoti vorið 1945. Kvæmið
hefir gengið undir nafninu „Pigot
Bay", og var skráð þannig í Fræ-
skrá I. 1994. Við endurskoðun
allra frumgagna fyrir þremur
árum var enn á ný farið yfir bréfa-
skipti Skógræktar ríkisins og Vig-
fúsar lakobssonar frá Hofi í
Vopnafirði frá árunum 1943-1945.
Vigfús lagði þá stund á skógrækt-
arnám í Seattle, en f frfum ann-
aðist hann fræsöfnun í Alaska fyr-
ir Skógrækt ríkisins. Samanburð-
ur við aðrar heimiidir leiddi í ljós,
að það þallarfræ, sem var safnað
við Pigot Bay haustið 1945 kom
ekki tii íslands fyrr en í byrjun
ársins 1946, nema ef vera skyldi
sýnishorn, sem Hákon Bjarnason
safnaði. Þvf miður fundust engar
frekari upplýsingar um þallar-
fræssöfnun Vigfúsar árið 1945.
Hins vegar hafði hann einnig
safnað allmiklu þallarfræi haust-
ið 1944 við Guil RockviðTurn-
again Arm, auk sitka- og hvft-
grenis, og það fræ barst til ís-
lands í tæka tíð til sáningar vorið
1945. Við nánari athugun þótti
því sennilegast, að þailarfræinu,
sem var sáð á Hallormsstað og í
Múlakoti vorið 1945, hlyti að hafa
verið safnað 1944, þvf um annað
fræ væri ekki að ræða. f framhaldi
af þessu var skráningu á fjalla-
þöll, frænúmer 453004, breytt
þannig, að í stað Pigot Bay kemur
Turnag. Arm (mætti þó allt eins
vera Anchorage). Til fróðleiks má
geta þess, að Turnagain Arm er
við botn Cook inlet, skammt frá
Anchorage, en Pigot Bay er á
suðaustanverðum Kenaiskaga við
Prince William Sound. Loftlínan
á milli þessara staða þvert yfir
skagann er um 100 km. Árið 1952
voru gróðursettar 370 fjallaþallir
á Stálpastöðum og fáeinar á
Tumastöðum. „Þær munu ættað-
ar frá Kenaiskaga eða Prince
Williams Sound" segir í
ársskýrslu skógræktarstjóra (Há-
kon Bjarnason 1953). Hérvirðist
gæta einhverrar óvissu um upp-
runann, en þó má til sanns vegar
færa að Turnagain Arm tilheyri
Kenaiskaga. Árið 1953 voru af-
greiddar 100 fjallaþallir úr gróðr-
arstöðinni á Tumastöðum. Þá var
einnig gróðursett fjallþöll tii
reynslu í Lambhaganum í Skarfa-
nesi (Hákon Bjarnason 1954).
Fjallaþöll var fyrst gróðursett í
Mörkinni á Hallormsstað árið
1953 í bland við sibiríulerki (Sig-
urður Blöndal 1995). Þetta var í
stuttu máli saga fyrstu fjallaþall-
arræktunar hér á landi.
Útbreiðslusvæði hvítgrenis f N-Ameríku. Úr bókinni The Complete Trees of North
America eftir Thomas S. Elias.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004
79