Skógræktarritið - 15.05.2004, Blaðsíða 52
sumarbústað við vestanvert El-
liðavatn milli Vatnsenda og Laxa-
tanga sumarið 1947. Þegaráleið
girðingarvinnuna og girðingin
mjakaðist í vesturátt, fannst mér
kjörið að geta verið í bústaðnum
og sótt vinnuna þaðan. Var það
einnig hagkvæmt, því að margt
þurfti að gera kringum bústaðinn.
Gat ég sinnt því um helgar. Til
þess að komast í og úr vinnu fékk
ég lánaðan blesóttan hest, sem
Sigurður á Vatnsenda átti. Var
hann hafður á Fjárhúsatúninu,
norðan undir Hjallabrún suðvest-
an við Elliðavatn, um nætur.
Gekk ég þarna á milli kvölds og
morgna, en reið Blesa frá nátt-
haganum f vinnuna á morgnana
og þangað úr vinnunni á kvöldin.
Ég brynnti honum í Elliðavatni
Trjárækt í Grunnuvötnum. Myndin sýnir trjágróður í uppvexti í kverkinni milli
Vatnaáss og Sandhlíðar f Grunnuvötnum nyrðri. Myndin er tekin (21.12.2003) til
norðurs af línuveginum á Vatnaásum. Ljósm.: Þorkell Þorkelsson.
kvölds og morgna. Á daginn hafði ég svo Blesa í
tjóðri á nokkrum stöðum, en mest í Grenkrika og
síðar í Heykrika. Gekk þetta fyrirkomulag allvel.
Girðingarvinnan var erfið. Eftir að ég kom heim f
sumarbústað á kvöldin og mamma hafði gefið mér
vel að borða, varð mér oft svefnsamt þótt ungur
væri. Á kvöldin og nóttunni dreymdi mig eða sá
fyrir augum mér eintóman mosa - grámosann í
hrauninu, sem við vorum að vinna í á daginn. Erfitt
var að ætla sér nægan vökva yfir daginn og einkum,
þegar heitt og þurrt var. Einna þest gafst mér að
drekka Egils pilsner, en hann létti þorsta ótrúlega
vel, þótt moðvolgur væri.
Sjálfráður vatnsveitustjóri - friðun hefst
Þegar ég skildi við félaga mfna í girðingarvinn-
unni um haustið, vorum við komnir með girðinguna
vesturyfir Strípshraun og nokkuð vestur með
Löngubrekkum á hrauninu til suðurs við þær. Er
það á þeim slóðum, sem vatnsveitustjóri borgar-
innar (ÞóroddurTh. Sigurðsson) umturnaði á sín-
um tíma hraunbrúninni vegna vatnsöflunar. Hann
eyðilagði þarna m.a. fallegan hraunfoss og braut öll
fyrirmæli um náttúruvernd, og spurði hreint og
beint engan um leyfi til þessara framkvæmda.
Honum heppnaðist að finna góð vatnsbói í hraun-
inu og gat á eftir hróðugur sagt líkt og diplómatar
segja á frönsku við samningaborð: „fait accompli"
eða „búið og gert" á fslensku. Ég hef samt mikla
samúð með mönnum á borð við Þórodd heitinn,
þáverandi vatnsveitustjóra, og slíkir menn eru
50
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004