Skógræktarritið - 15.05.2004, Qupperneq 82
Hvítgreni á Kenaiskaga. Mynd: Einar Gunnarsson.
Nokkrar breytingar voru gerðar
á lerkiskráningum. Þar er fyrst að
nefna Larixx hen., sem nú heitir
í fræskránni Lar. x eurol.. (Larixx
eurolepis Henry). Þetta er kyn-
blendingur japanslerkis og evr-
ópulerkis (Larix leptolepis x decidua).
Sú regla er notuð í þessu sam-
hengi, að nafn móðurtegundar er
ritað á undan nafni föðurtegund-
ar (Alan Mitchell/Soren 0dum
1977), eins og sýnt er í sviganum
hér á undan. Til frekari skýringar
má nefna, að heitið „eurolepis" er
til komið, þegar evrópulerki hét
Larix europaea DC, en það nafn er
nú samheiti.
Nokkrar lagfæringar voru gerð-
ar á skráningu á kúrileyjalerki,
sem finnski gósseigandinn C. G.
Tigerstedt gaf til skógræktar á ís-
landi árið 1951 fyrir milligöngu
aðalræðismanns íslands í Finn-
landi, E. [uuranto, og Valtýs Stef-
ánssonar ritstjóra. í bréfi með
fræinu voru eftirfarandi upplýs-
ingar:
(1) 1000 gr. Larix Gmelinii
japonica (Reg.) Pilger =
Larix kurilensis Mayr
(2) 630 gr. Larix sibirica Ledeb.
(3) 380 gr. Larix kurilensis Mayr
x Larix sp.
(Tölunum í svigunum er bætt
inn. Að öðru leyti er þetta orðrétt
eftir frumriti).
(1) . Kúrileyjalerki (Larixgmelinii
var. japonica (Rgl.) Pilger). Fræ-
númer 511008. Samheiti þess
eru L. dahurica japonica Rgl.; L.
kamtschatica Carr. og L. kurilensis
Mayr. (Gerd Krussmann 1960). í
Fræskrá 1. 1994 var þetta fræ
ranglega skráð L.gm.x suk. Þetta
hefir verið leiðrétt með
L.gme.jap. Frænúmerið helst
óbreytt.
(2) . f fylgibréfi er trjáheitið
Larix sibirica Ledeb., en þar sem
gert er ráð fyrir að um sé að ræða
rússalerki (Larix sukaczewii Dylis)
er það skráð sem Larix suk., fræ-
númer 511051.
(3) . Fræið er kynblanda af
kúrileyjalerki og annarri lerkiteg-
und, sennilega rússalerki. Mætti
kalla það „kúrileyjabastarð".
Fræðiheiti kúrileyjalerkis er sýnt
hér að ofan, en nafnið á bastarð-
inum varð vegna þrengsla í teg-
undadálki að skrifa sem
L.g.japxL.sp..(Larix gmelinii var.
japonica x Larix sp.). Frænúmerið er
511007, Larix kurilensis er nú að-
eins notað sem samheiti, en
gamla tegundarnafnið, kúril-
eyjalerki, helst þó óbreytt.
Eins og fram hefir komið, voru
380 g af kúrileyjabastarði (3) í
sendingunni frá Finnlandi, en
samkvæmt skýrslum frá gróðrar-
stöðinni á Tumastöðum er sáð
80
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004