Skógræktarritið - 15.05.2004, Side 109

Skógræktarritið - 15.05.2004, Side 109
MINNING Þórunn Eiríksdóttir F. 20. janúar 1928 • D. 29. desember 2003. Að ósk stjórnar Skógræktarfélags Borgarfjarðar skrifa ég þessi orð til minningar um Þórunni Eiríksdóttur. Þórunn var fædd 20. janúar 1928, að Hamri í Þverár- hlfð. Hún andaðist f Sjúkrahúsi Akraness 29. desem- ber sl. Foreldrar hennar voru Eiríkur Þorsteinsson, f. 22.okt. 1896, og Katrín Jónsdóttir, f. 2. mars 1899. Þau hófu sambúð á Hamri og þar fæddist Þórunn en vorið 1928 fluttust þau að Glitsstöðum í Norðurárdal og bjuggu þar síðan. Systur Þórunnar urðu 4 og þarna ólust þær upp f glöðum hópi og kynntust snemma öllum algengum landbúnaðarstörfum, og nú er yngsta systirin búin að vera, á nútíma máli, „bóndi" á Glitsstöðum ásamt eiginmanni sínum, í nokkra ára- tugi. Að loknu barnaskólanámi heima í sveit sinni stund- aði Þórunn nám í Reykholti og síðan í Húsmæðra- skólanum á Varmalandi. Þórunn giftist ung miklum ágætismanni, Ólafi Jóns- syni smið frá Kaðalsstöðum í Stafholtstungum og þar settu þau saman bú og byggðu nýbýlið Kaðalsstaði II, þar sem hún bjó þeim indælt heimili, og hennar tak- markalausi áhugi fyrir ræktun kom skýrt í ljós með nokkurra hektara skógræktargirðingu á bökkum Þver- ár, sem er mikil staðarprýði. Tóta eins og við gjarnan kölluðum hana hóf snemma þátttöku í félagsmálum í UMF Baulunni og UMF Stafholtstungna, og á seinni árum driffjöður ásamt fleirum f leikdeild sama félags, í stjórn Kvenfé- lags Stafholtstungna, formaður Kvenfélagasambands Borgarfjarðar 1970-1976. Varaformaður Kvenfélaga- sambands íslands um tfma. í bankaráði Búnaðar- banka íslands 1986-1990. Hún tókeinnig þátt á stjórnmálum og fann til í stormum sinna tfða. Hún stóð jafnan þeirra megin sem minna máttu sín í þjóð- félaginu. Á sfðustu árum var hún formaður Félags eldri borgara í Borgarfjarðardölum, þótti hún skipa þann sess með mestu prýði, en baðst undan endur- kosningu á síðasta ári. Eins og áður sagði var ræktunaráhugi hennar mikill, og fyrir beiðni þess mikla eldhuga og félags- málamanns, Danfels Kristjánssonar á Hreðavatni, tók hún sæti í stjórn Skógræktarfélags Borgarfjarðar, var fyrst kosin varamaður í stjórn 1965 og í aðalstjórn var hún kosin 1974 og var þar samfellt ritari til ársins 1986 að hún baðst undan endurkosningu. Varð hún þar ásamt fleirum tengiliður milli stofnenda og frum- herja skógræktarfélagsins og þeirra sem á eftir hafa komið að stjórn þess. Hún var oft fulltrúi á aðalfundum Skógræktarfélags fslands, sem haldnir eru vítt og breitt um landið. Var oft farið í þessar ferðir f samfloti eða hóp. Varð þá oft úr þessum ferðum skemmtiferð. Voru þá gjarnan makar með í för. Komust fulltrúar f þessum ferðum í kynni við fólk með svipaðar hugsjónir allt í kringum landið og það sem þar var verið að framkvæma. Það út af fyrir sig efldi áhugann og framkvæmdavilja til frekari átaka í héraði. Þær hafa verið ófáar ferðirnar til gróðursetningar og umhirðu í Grímsstaðagirðingu, Einkunnir, Daní- elslund, Grafarkot, Snaga, og Leirárgirðingar á vegum félagsins á undanförnum áratugum. Þeim sem þetta ritar er ofarlega í minni skógræktar- ferð til Noregs árið 1964; í þeirri ferð voru milli 70 og 80 þátttakendur. Fararstjórar voru ísleifur Sumarliða- son og Sigurður Blöndal. í ferðinni voru 7 Borgfirð- ingar, 4 af okkur vorum með Sigurði Blöndal, þar var Þórunn ein af ferðafélögum. Var farið til Þrándheims fyrri vikuna og þá seinni í Guðbrandsdal. Varð þessi ferð mjög lærdómsrík og hygg eg að flest af því fólki sem hana fór hafi komið meira eða minna að skóg- rækt eftir ferðina. Tóta fór ásamt manni sínum Ólafi 106 SKÓGRÆKTARRITIÐ síðar í fleiri slíkar ferðir, enda voru þau bæði mikið útivistar- og ferðafólk. Það var reisn yfir Þórunni og tekið eftir því sem hún lagði til mála. Hún var alltaf tilbúin að 'e8gja góðum málum lið. Skógræktarfélag Borgarfjarðar vill þakka Þórunni óeigingjörn störf í þágu félagsins á liðnum áratugum og sendir aðstandend- um hennar samúðarkveðjur. Ragnar Sveinn Olgeirsson £ mmœ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.