Skógræktarritið - 15.05.2004, Qupperneq 95
Mynd 3. Sigurður Blöndal að endursegja
heimi.
svo lítið sást til jarðar.
Yfir Atlantshafinu var þoka sem
ekkert sást niður úr fyrr en við
komum upp undir Noregsstrend-
ur. Út af skerjagarðinum sáum
við allmörg fiskiskip, og svo
komu norsku fjöllin f ljós, brött
en skógi vaxin og á milli þeirra
tiltölulega þröngir firðir, en fjöldi
af eyjum, stórum og smáum,
sjást hvert sem litið er.
Við lentum á Vigra- flugvelli á
samnefndri eyju skammt út af
Alasundi. Þar eru þrjár stórar eyj-
ar þéttbyggðar, sem tengdar eru
saman með brúm svo aka má bíl-
um milli eyjanna.
Þegar vélin lenti voru fyrir á
flugvellinum nokkrir Norðmenn
til að taka á móti okkur og bjóða
okkur velkomin. Fyrir þeim var
gamall maður, hvítur fyrir hærum,
N.E. Ringset, sem tók okkur af
mestu alúð. jRingset kom til ís-
lands og lenti á sveitaballi í Fé-
lagsheimilinu í Brautartungu í
Lundarreykjadal og fékk viðeig-
andi veitingar samkvæmt ís-
lenskri gestrisni og líkaði vel.|
Engin tollskoðun var gerð á far-
angri okkar og samstundis og við
höfðum fengið hann var okkur
ekið til félagsheimilis, sem var
alllangt frá flugvellinum. Þar var
Mynd 4
Gamla skólahúsið í Rissa þar sem karlarnir sváfu á flatsæng í risinu en konurnar
gistu hins vegar á einkaheimilum í nágrenni. Skóiastofan var sameiginleg matstofa
þá viku sem við vorum þar.
frásögn um fornt klaustur í Rissa - Þránd-
fyrir margt af Norðmönnum, sem
tóku okkur eins og gömlum kunn-
ingjum. f aðalsal hússins var rað-
að langborðum sem hlaðin voru
allskonar góðgæti. Þarna settust
allir til borðs, fslendingar og
Norðmenn, og nutu góðs matar
og ágætra skemmtiatriða, sem
Norðmenn höfðu undirbúið.
Nokkrar af stúlkunum voru f þjóð-
búningum, mjög litskrúðugum og
skreyttum miklu silfurskrauti, sem
mest voru gamlir ættargripir, sem
gengið höfðu f erfðir frá einni
kynslóð til annarrar.
Þegar setið hafði verið undir
borðum langa hríð og allir notið
góðs matar og góðrar skemmtun-
ar, var ekið með okkur að öðru
samkomuhúsi, þar sem var fjör-
ugurdansleikurtil kl. 1 um nótt-
ina. Ég vil geta þess hér að allar
skemmtanir og ferðalög, hvort
sem farið var á bílum , járnbraut
eða skipi voru ókeypis fyrir ís-
lendinga og hvar sem við komum
stóðu okkur til boða matarveislur
eða kaffi, annaðhvort í boði hót-
elanna, sem við áttum leið fram
hjá eða í boði félagssamtaka, svo
sem ungmennafélaga, skógareig-
enda, kvenfélaga og bændafé-
laga.
Þegar dansleiknum á Vigra
lauk, var farið með okkur til gist-
ingar á einkaheimilum, víðsvegar
um eyjarnar. Ég og einn af félög-
um mínum fórum til gistingar á
stórum búgarði, þar sem fbúðar-
húsið stóð um 200 metra frá ak-
SKÓGRÆKTARRITIÐ
93