Skógræktarritið - 15.05.2004, Side 80
Frá Chugach National Forest. Mynd: Einar Gunnarsson.
irvara um túlkun á kvæmishug-
takinu. Þá er rétt að taka fram, að
vegna fjölmargra skammstafana
kann að vera nokkurt ósamræmi í
stafsetningu.
Rauðgrenikvæmin eru langflest
eða um 90, hvftgreni 50, skóg-
arfura og stafafura 48 hvor, sitka-
greni 44, fjallaþinur 30, blágreni
27, evrópulerki 27, fjallaþöll 24,
svartgreni 24, bergfura 22,
douglasgreni 19, sibirísk lindifura
18, rússalerki 17, sibiríulerki 15,
balsamþinur 14, alpalindifura 10
og ýmsar aðrar tegundir 1 -9
kvæmi hver.
Fræskrá 11. Lauftré er 34 síð-
ur, alls 1190 línur. Þar eru 27 teg-
undir og 100 kvæmi, sem skiptast
þannig á tegundir: Gráelri 25, ala-
skabirki 16, vörtubirki 14, íslenskt
birki og sitkaelri 10 kvæmi hvort,
og 1-6 kvæmi af ýmsum öðrum
tegundum. Af íslenska birkinu
eru það aðallega 3-4 kvæmi, sem
koma við sögu. Þau eru Hall-
ormsstaður, Vaglir og Skaftafell -
Bæjarstaður. Af sjálfu leiðir, að
þau lauftré, sem nánast eingöngu
er fjölgað með græðlingum eru
ekki tekin með í fræskrána. Þar
vantar einnig tegundir, sem
venjulega eru taldartil garðtrjáa,
eins og t. d. reynivið.
2. Um breytingar og lagfær-
ingar
Áður en fræskrárnar voru færð-
ar inn á heimasíðu Skógræktarfé-
lags íslands voru þær endurskoð-
aðar lið fyrir lið. Fáein frænúmer
og tegundanöfn voru lagfærð,
nokkrum staðarnöfnum breytt og
víða bætt inn hnattstöðu, auk
ýmissa minni háttar lagfæringa.
Talsvert efni hafði bæst við Fræ-
skrá I. Barrtré, frá því hún var gef-
in út f fjölriti árið 1994. Mest fer
þar fyrir viðauka, sem var felldur
inn í heildarskrána. Meðal þeirra
atriða, sem ástæða þótti til að
gera sérstaklega grein fyrir hér,
eru breytingar á tveimur kvæma-
nöfnum. Einnig er minnst á fræ-
söfnun, uppeldi í gróðrarstöð og
gróðursetningu. Þá þótti ástæða
til að útskýra lerkinöfn, þar sem
nokkurrar ónákvæmni hafði gætt
við fyrri skráningar. Allar breyt-
ingar og lagfæringar hafa verið
færðar inn í fræskrárnar, og þær
uppfærðar á heimasíðunni.
í Skógræktarritinu 1995 er hug-
að að uppruna douglasgrenis,
sem var sáð í gróðrarstöðinni á
Hallormsstað árin 1934 og 1936
og gróðursett í skóginum árið
1941. í greininni eru leiddar líkur
að því, að douglasgrenið á Atla-
víkurstekk, sé af tveimur kvæm-
um. Fundist höfðu heimildir um
uppruna fræsins frá 1936, en þeg-
ar áðurnefnd grein var tekin sam-
an, var enn óvíst um uppruna
fræsins frá 1934. í Skógræktarriti
2000, 2. tbl., er sagt frá leitinni að
uprunanum og hvernig henni
lyktaði. Verður það ekki endurtek-
ið hér, en aðeins rifjað upp, að
skráningu á douglasgreni, Pseud.
men., frænúmer 343004, hefir
verið breytt þannig, að í stað
Bandar, kemur Kanada, í stað
Colorado kemur Vernon, og
Br.Col. er bætt inn í svæðisdálk.
Árið 1933 var sáð á Hallorms-
stað 500 g af hvítgreni frá I. Rafn
(Skogfrokontoret) í Kaupmanna-
höfn. í fræskrá Picea gla., fræ-
númer 333002. Þessu fræi var
safnað í Danmörku, sennilega af
trjám af kanadískum uppruna,
eftir því sem ráða má af verðlist-
um fræsölunnar. Sáningin á Hall-
ormsstað virðist hafa tekist vel,
því árið 1936 voru dreifsettar þar
3.500 3/0 plöntur og ári seinna
2.700 4/0 plöntur. Árið 1934 var
aftur sáð hvítgreni á Hallorms-
stað, frænúmer 343002, Voru
það 25 g Black HiIIs Spruce
eins og skrifað stendur í skýrslu
skógarvarðarins (Guttormur Páls-
son 1935). Kunningi Guttorms,
)oseph. J. Myres, í Norður-Dakota
hafði sent honum fræið ásamt
fleiri tegundum. Black Hills
Spruce er skilgreint sem sérstakt
afbrigði af hvítgreni vestast í út-
breiðslusvæði þess, aðallega í Al-
berta og British Columbia. Það
gengur einnig undir nöfnunum
Western White Spruce og Alberta
Spruce (Carl Mar: Muller 1965).
Fræðiheiti Black Hills Spruce er
Picea glauca var. albertiana
(S. Brown) Sarg. Nálarnareru
styttri og könglar gildari en á
venjulegu hvítgreni. Krónan er
78'
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004