Skógræktarritið - 15.05.2004, Side 89

Skógræktarritið - 15.05.2004, Side 89
• Marktæk fylgni var milli brumskemmda og topp- skemmda (Pearson r = 0,83) og verður því aðeins fjallað um toppskemmdir hér, enda mikilvægar þar sem þær hafa áhrif á form trésins til langs tíma. Umfjöilun • Nálaskemmdir voru gegnumgangandi svo miklar að ekki var hægt að greina mun milli kvæma inn- an tegundar á grundvelli þeirra. f kjölfar svo mik- illa skemmda hefði e.t.v. mátt búast við að sveppasjúkdómarnir barrviðaráta og/eða lerkibarr- fellir næðu sér á strik, en svo fór þó ekki. • Brumskemmdir voru ýmist þannig að brum voru dauð eða að þau voru lifandi en höfðu hætt við að springa út. Ekki var gerður greinarmunur á þessu og öll óútsprungin brum því talin „skemmd". Við skoðun á toppvexti kom þó í ljós að hjá allstórum hópi trjáa hafði lenging topp- brums verið komin aðeins áleiðis þegar hretið skall á og viðbrögð þeirra voru að setja nýtt brum og leggjast í dvala. • Skemmdir voru minni f Eyjafirði en á Héraði, sem sennilega stafar af því að lerki á Héraði var komið lengra áleiðis í vexti þegar hretið kom. Talsverður munur var á skemmdum milli staða bæði í Eyja- firði og á Héraði sem tengja má mun á landslags- skjóli. Þannig olli samspil loftkulda og vindálags (vindkæling/frostþurrkun, mekanískar skemmdir) mun meiri skemmdum en frostið eitt og sér. • Mikill munur var á skemmdum eftir kvæmum og röðuðust kvæmin alls staðar svo til eins. Verst leikin voru meginlandskvæmi frá Mið-Sfberíu (Altai, Ostskoe) og kvæmi af norðlægum uppruna (t.d. Pinega). Minni skemmdir voru á finnskum frægarðskvæmum (það sem mest hefur verið gróðursett undanfarin ár). Minnstarvoru skemmdir á sænska frægarðs- kvæminu Östteg, suðlæga rússalerkikvæminu Kostroma, af- komendum Guttormslundar og úrvalslerki úr fræhúsinu á Vögl- um. Þessar niðurstöður bætast nú í viskubrunninn og munu nýt- ast við val á fræi til innflutnings og í kynbótastarfinu. Skjól og skemmdir á Héraði Ihala Lassinmaa Imatra östteg Pinega 4. mynd. Munur á skemmdum eftir því hvort ierkið var í brekku sem sneri mót norðri eða suðri. • Þegar kom fram f ágúst fór að bera á síðsumar- vexti, svokölluðum haustskotum, en algengt er að lerki noti tækifærið þegar vel árar, brjóti brum og bæti nokkrum sentimetrum við í lok sumars. Ágústmánuður 2003 var einn sá hlýjasti sem mælst hefur á fslandi og tókst lerki almennt að notfæra sér það, jafnt tré sem ekkert uxu fyrripart sumars og þau sem búin voru að taka út eðlileg- an vöxt. Tíu til þrjátíu cm langir haustsprotar voru reglan frekar en undantekningin og lerki- skógarnir grænkuðu á ný. Það má því segja að árið 2003 hafi lerki upplifað tvö stutt sumur, í apríl og ágúst. Þrátt fyrir allt varð hæðarvöxtur stórs hluta lerkisins því ekki afleitur árið 2003. SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004 87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.