Skógræktarritið - 15.05.2004, Side 89
• Marktæk fylgni var milli brumskemmda og topp-
skemmda (Pearson r = 0,83) og verður því aðeins
fjallað um toppskemmdir hér, enda mikilvægar
þar sem þær hafa áhrif á form trésins til langs
tíma.
Umfjöilun
• Nálaskemmdir voru gegnumgangandi svo miklar
að ekki var hægt að greina mun milli kvæma inn-
an tegundar á grundvelli þeirra. f kjölfar svo mik-
illa skemmda hefði e.t.v. mátt búast við að
sveppasjúkdómarnir barrviðaráta og/eða lerkibarr-
fellir næðu sér á strik, en svo fór þó ekki.
• Brumskemmdir voru ýmist þannig að brum voru
dauð eða að þau voru lifandi en höfðu hætt við
að springa út. Ekki var gerður greinarmunur á
þessu og öll óútsprungin brum því talin
„skemmd". Við skoðun á toppvexti kom þó í ljós
að hjá allstórum hópi trjáa hafði lenging topp-
brums verið komin aðeins áleiðis þegar hretið
skall á og viðbrögð þeirra voru að setja nýtt brum
og leggjast í dvala.
• Skemmdir voru minni f Eyjafirði en á Héraði, sem
sennilega stafar af því að lerki á Héraði var komið
lengra áleiðis í vexti þegar hretið kom. Talsverður
munur var á skemmdum milli staða bæði í Eyja-
firði og á Héraði sem tengja má mun á landslags-
skjóli. Þannig olli samspil loftkulda og vindálags
(vindkæling/frostþurrkun, mekanískar skemmdir)
mun meiri skemmdum en frostið eitt og sér.
• Mikill munur var á skemmdum eftir kvæmum og
röðuðust kvæmin alls staðar svo til eins. Verst
leikin voru meginlandskvæmi frá Mið-Sfberíu
(Altai, Ostskoe) og kvæmi af
norðlægum uppruna (t.d.
Pinega). Minni skemmdir voru á
finnskum frægarðskvæmum (það
sem mest hefur verið gróðursett
undanfarin ár). Minnstarvoru
skemmdir á sænska frægarðs-
kvæminu Östteg, suðlæga
rússalerkikvæminu Kostroma, af-
komendum Guttormslundar og
úrvalslerki úr fræhúsinu á Vögl-
um. Þessar niðurstöður bætast
nú í viskubrunninn og munu nýt-
ast við val á fræi til innflutnings
og í kynbótastarfinu.
Skjól og skemmdir á Héraði
Ihala Lassinmaa Imatra östteg Pinega
4. mynd. Munur á skemmdum eftir því hvort ierkið var í
brekku sem sneri mót norðri eða suðri.
• Þegar kom fram f ágúst fór að bera á síðsumar-
vexti, svokölluðum haustskotum, en algengt er
að lerki noti tækifærið þegar vel árar, brjóti brum
og bæti nokkrum sentimetrum við í lok sumars.
Ágústmánuður 2003 var einn sá hlýjasti sem
mælst hefur á fslandi og tókst lerki almennt að
notfæra sér það, jafnt tré sem ekkert uxu fyrripart
sumars og þau sem búin voru að taka út eðlileg-
an vöxt. Tíu til þrjátíu cm langir haustsprotar
voru reglan frekar en undantekningin og lerki-
skógarnir grænkuðu á ný. Það má því segja að
árið 2003 hafi lerki upplifað tvö stutt sumur, í
apríl og ágúst. Þrátt fyrir allt varð hæðarvöxtur
stórs hluta lerkisins því ekki afleitur árið 2003.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004
87