Skógræktarritið - 15.05.2004, Side 26

Skógræktarritið - 15.05.2004, Side 26
17. mynd. Sitkagreni íTunguskógi í Fljótshlíð. Gróðursett um miðjan 6. áratug síðustu aldar. Mynd: Hrafn Óskarsson. 28-02-04. á S-og SV-landi. Fyrirþví var Haukur Ragnarsson til- raunastjóri Skógræktarinn- ar sendur til Alaska til þess að safna miklu fleiri kvæm- um af þessum trjátegund- um en áður höfðu verið ræktuð hér. Hann kom með alls 17 kvæmi af SG ogSB. Lagðir voru út til- raunafletir á 7 stöðum til þess að bera kvæmin sam- an: Selskógi í Skorradal 1970 14 kvæmi Ásólfsstöðum í Þjórsárdal 1970 12 kvæmi Vífilsstaðahlíð í Heiðmörk 1972 22 kvæmi Bakkakoti í Skorradal 1972 14 kvæmi Þjórsárdal 1972 10 kvæmi Jórvík í Breiðdal 1973 7 kvæmi Gilá í Vatnsdal 1973 6 kvæmi f rammagreininni Fræbankar SG og HG f Alaska er skýrt frá þvf, hvaða kvæmi hafa verið ræktuð mest á ís- landi til þessa. Hvernig voru þau val- in? Það var fyrst og fremst með sam- anburði á veðurfarsbreytum á íslandi og í Alaska (climatic matching), sem Hákon Bjarnason gerði strax á fjórða áratug síðustu aidar og byrjun hins fimmta. Hann gerði grein fyrir þessu í einni af mikilvægustu greinum, sem hann skrifaði á sfnum langa rithöfund- arferli, íÁrsriti Skógræktarfélags ís- lands : „Um ræktun erlendra trjáteg- unda" 1943. Þetta var vegvísir okkar næstu 20 árin. Aprílveðrið 1963 setti strik f reikning- inn, að því er varðaði SG og alaskaösp Með f tilrauninni voru sums staðar íslensk kvæmi og líka af öðrum greniteg- undum. Bakkakot og Gilá féllu úr leik vegna vanhalda (aðal- lega ógurlegur grasvöxtur), en á hinum fjórum stöðun- um tókst tilraunin vel. í Selskógi og Þjórsárdal hafa tilraunirnar verið teknar út af stúdentum við skógrækt- arháskólana í Noregi og Svíþjóð, og voru það kandidatsverkefni þeirra. í Jórvfk og Vífilsstaðahlíð hefir Þórarinn Benedikz, sérfræðingur á Mógilsá, tekið tilraunirnar út. Nýjustu út- tektirnar á öllum fjórum stöðum voru gerðar, þegar 29 ár voru lið- in frá gróðursetningu. Aðeins 6 af hinum 17 kvæmum eru á öllum fjórum stöðunum. Hér er enginn kostur að greina tölulega frá niðurstöðum, en að- eins kynntar ályktanir, sem draga má af þeim: * Fimm kvæmin með hæstu meðalhæð eru flest af Kenaiskaganum eða vestan við Cooksfjörð, þar sem blöndun við HG á sér stað. * Athygli vekur, að í Vffilsstaða- hlíð er Yakutat hæst, en sá staður er syðstur þeirra á meginlandi Alaska (þrír eru á eyjum sunnar) Þar er SG hreint. * Þjórsárdalur og Vífilsstaða- hlíð sýna svipaða meðalhæð, Selskógur fvið lægri, en Jórvfk áberandi lægsta. * Johan Holst, sem tók út Þjórs- árdal og Selskóg 1999, álykt- ar: „Kvæmin frá Kenaiskaga og svæðum norðan við hann sýna öll góðan árangur og eru meðal þeirra, sem eru álitleg- ust í skógrækt. Þau hafa góða bollögun, litla bolmjókkun og öflugan vöxt. Seward - kvæm- ið skarar fram úr. SB er álit- legra en hreint SG." * Niðurstaða Peter Fredmans tíu árum áður er nánast sam- hljóða. Skuggalegur bakþanki læðist að manni, þegar niðurstöður þessarar fyrstu víðtæku kvæma- tilraunar með SG og SB eru skoð- aðar: Álitlegustu kvæmin eru ná- kvæmlega frá þeim svæðum f Alaska, sem fóru verst út úr apríl- veðrinu 1963! En ég á dálitla huggun í poka- horninu: Þegar Jón Helgason landbúnaðarráðherra fól Skóg- rækt rfkisins um miðjan 9. áratug 24 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.