Skógræktarritið - 15.05.2004, Qupperneq 38
Tafla 4. Hæstu tré af hvítgreni og sitkabastarði á Hallormsstað og Hrafnsgerði í Fellum
Gróður- sett ár Staður Tegund Kvæmi Hæð m Þvermál cm Aldur
1999 2004 1999 2004
1957 Hallormsstaður HG Moose Pass 13,10 15,10 - 22,6 46
1941 Hallormsstaður HG Bandaríkin 12,25 13,25 - 32,1 62
? Hrafnsgerði HG Bandaríkin 12,25 12,20 - 28,0 62?
7 Hrafnsgerði SB óvíst - 14,40 - 36,1 7
1963 Hallormsstaður SB Lawing 11,20 14,25 14,5 17,1 41
1963 Hallormsstaður SB Lawing 10,95 13,70 22,6 27,8 41
1997 mældust hæstir 69 og 79
cm og upp til hópa 50-60 cm.
Þessi teigur óx auðvitað á háum
gróskuflokki.
Vöxtur hvítgrenis í Alaska og
á íslandi
Samanburður á þessu er fróð-
legur. Ég hefi undir höndum
vaxtartölur frá Alaska í þremur
mismunandi gróskuflokkum í
„hæfilega þéttum HG- skógi". í
töflu 5 er stillt saman tölunum
frá Alaska við 3 reiti á íslandi.
Mismunur á gróskuflokkum í
Alaska sést í aftasta dálki töfl-
unnar (vaxtarlota). Tölurnar þar
sýna aldur skógarins, þegar með-
alársvöxtur nær hámarki. Takið
eftir, hve íslensku teigarnir eru
þéttari. Við getum unað þessum
samanburði vel.
Bestu kvæmi
Samanburðartilraun með 8
kvæmi af HG frá Alaska var lögð
út á Hallormsstað og Vöglum í
Fnjóskadal 1959. Hallormsstaða-
teigurinn var mældur síðast við
33ja ára aldur trjánna og þrisvar
áður. í öll skiptin óx kvæmið
Goat Creek áþerandi best. Það er
úr Matanuskadal f næsta ná-
grenni borgarinnar Anchorage
(sjá kort á bls. 25). Þetta kemur
vel heim og saman við landsút-
tekt, þar sem kvæmið Pioneer
Peak úr nágrenni bæjarins Pal-
mer- sem er líka í Matanuskadal
- er með hæsta MÁV. Þarna er
HG að sjálfsögðu alveg ómengað
af SG.
Haustið 2003 var HG-tilraunin
á Vöglum tekin út, og reyndist
kvæmið Goat Creek langbest þar
líka.
Langmest af kvæmum HG, sem
svo hafa verið merkt (til aðgrein-
ingar frá SB), eru af Kenai-skag-
anum (sjá kort á bls. 25). Þrjú
nöfn eru þar drottnandi: Moose
Pass, Lawing og Seward. Þegar
komið er niður að Seward, má
reikna með, að SG-erfðaefni sé
orðið drottnandi. Og SG-einkenni
má oft sjá á Lawing-kvæminu.
Þegar fræskrá Baldur Þorsteins-
sonar er skoðuð, sést, að allar
stærstu fræsendingarnar af HG
eru merktar þessum þremur
stöðum.
Rétt svona til fróðleiks varð-
andi kvæmi af HG, vil ég geta
þess, að 1958 voru gróðursettar f
Vaglaskógi 3.350 plöntur af
kvæminu Mac Grath. Sá staður
er lengst inni í meginlandi Alaska
um 450 km norðvestur af Seward
(sjá kortið). Þessi tré hafa vaxið
ákaflega hægt, en eru mjög form-
fögur. Drottnandi hæð þar nú er
6-7 m. Hæsta tré 9,50 m (sjá 29.
mynd).
30. mynd. Hvítgreni, Moose Pass, gróðursett 1957 í Eyjólfsstaðaskógi á Völlum. Eftir
2. grisjun nú standa þar 1.500 tré á ha, en voru 1.900 eftir 1. grisjun.
Fyrir 1. grisjun stóðu 3000 tré á ha.
Mynd: S.Bl. 09-05-2004
36
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004