Skógræktarritið - 15.05.2004, Side 70
2. mynd. Séð yfir hluta Breiðafjarðar sem fóstrar mjög fjölbreytt fuglalíf, fjörðurinn er friðland samkvæmt sérlögum og
Alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði. Ljósmynd: jóhann Óli Hilmarsson.
Fuglavernd á aðild að Alþjóð-
legu fuglaverndarsamtökunum,
BirdLife International, sem eru sam-
tök fuglaverndarfélaga um allan
heim. Alþjóðlega mikilvæg fugla-
svæði (lmportant Bird Areas, IBA)
eru þungamiðja f starfi samtak-
anna og aðildarfélaga þeirra.
Markmið þessa verkefnis er að
greina og vernda net svæða sem
gegna lykilhlutverki fyrir fugla og
ennfremur líffræðilega fjölbreytni
um alla jörðina.
Alþjóðlega mikilvæg fugla-
svæði - einstakt verkefni
Verkefnið um Alþjóðlega mikil-
vægu fuglasvæðin er einstakt
verkefni, sem varla á sinn líka,
það spannar landsvæði allt frá
nyrsta hluta Grænlands og suður
á Suðurheimskautið. Vinnu við
skilgreiningar samkvæmt ákveðn-
um alþjóðlegum viðmiðum og
skrásetningu á rætur sínar að
rekja til Evrópu, þar kom fyrst út
bók með ítarlegri svæðaskrá árið
1989. Árið 1996 var síðan hafist
handa við að endurskoða og upp-
færa gagnasöfnin víðs vegar um
Evrópu, m.a. voru mörg svæð-
anna heimsótt og fuglar taldir,
búsvæði þeirra skoðuð, land-
notkun og ógnir sem steðjuðu að
þeim skilgreindar. Alls voru
skráð 3600 svæði í Evrópu sem
hafa alþjóðlegt gildi vegna fugla
sem þar búa eða hafa viðkomu í
lengri eða skemmri tíma. Gögn
um einstaka staði og yfirlitstexta
fyrir hvert land voru send til höf-
uðstöðva BirdLife International í
Cambridge, Englandi. Þarvar
unnið frekar úr öllum upplýsing-
unum; texta, töflum og myndum
var síðan komið á prent af rit-
stjórum verksins. Bókin um Al-
þjóðlega mikilvæg fuglasvæði í
Evrópu var svo gefin út árið 2000,
hún er um 1600 blaðsíður í A4
broti og í tveimur bindum. Á síð-
asta ári kom út yfirgripsmikið rit
um Alþjóðlega mikilvæg fugla-
svæði í Afríku, þær upplýsingar
og um svæðin í Evrópu má nálg-
ast á vef BirdLife International
(www.birdlife.org). Núerverið
að vinna að skráningu alþjóðlega
mikilvægra fuglasvæða í Norður-
og Suður-Ameríku. Vinna er haf-
in við skrá alþjóðlegra mikil-
vægra hafsvæða fyrir fugla, en
skrá um mikilvæg hafsvæði á
Eystrasalti er til. Gögnunum um
Alþjóðlega mikilvægu fuglasvæð-
in er safnað saman og haldið
utan um þau í svokölluðum World
Bird Database gagnagrunni. Aðild-
arfélög BirdLife International hafa
aðgang að honum og eiga að
uppfæra reglulega.
Verndaraðgerða er vfða þörf,
um 1200tegundireða áttundi
hluti af fuglafánu jarðar er í út-
rýmingarhættu eða ógnað. Sam-
68
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004