Skógræktarritið - 15.05.2004, Blaðsíða 110

Skógræktarritið - 15.05.2004, Blaðsíða 110
MINNING Leó Guðlaugsson F. 27. mars 1909 • D. 14. febrúar 2004. Leó Guðlaugsson, heiðursfélagi í Skógræktarfélagi Kópavogs, lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 14. febr. síðastliðinn. Leó fæddist á Kletti í Geiradal, Barðastrandarsýslu, 27. mars 1909. Foreldrar hans voru Guðlaugur Guðmundsson og Sigurlína Guðmundsdóttir, bæði ættuð af Ströndum. Sigurlína lést ung frá 6 börnum. Voru börnin tekin í fóstur á Ströndum og í Barðastrandarsýslu, ólst Leó upp á Þambárvöllum í Bitrufirði hjá Skúla Guð- mundssyni, föðurbróður sínum. Leó kvæntist árið 1943 Sofffu Eygló Jónsdóttur frá Stóra-Skipholti í Reykjavík, f. 3. nóvember 1916, d. 3. janúar 1999. Synir Leós og Soffíu eru Trausti byggingafræðingur og Guðlaugur leiðbeinandi. Fóstursonur Leós, sonur Sofffu, er Þórir |ón Axelsson. Barnabörn Leós eru Silja arkitekt, Tumi skógarvistfræðingur og Sindri líffræði- nemi. Leó nam húsasmíði á Borðeyri og lauk sveinsprófi árið 1931. Meistararéttindi hlaut hann árið 1940. Leó starfaði við iðn sína allan sinn aldur meðan heilsan leyfði. Leó var mikill félagsmálamaður og tók virkan þátt í félags- og stjórnmálum. Hann átti auðvelt með að ná athygli hlustenda sinna, var fylginn sér og lá ekki á skoðunum sínum. Hann var formaður Sósíalistafélags Kópavogs, átti sæti í stjórn Lionsklúbbs Kópavogs, stjórn Meistarafélags húsasmiða, en sfðast en ekki síst var hann einn af stofnendum Skógræktarfélags Kópavogs, sem stofnað var 1969. Skógræktarfélagið átti stóran sess í hjarta Leós. Hann var formaður félagsins frá árinu 1976 til ársins 1989. Leó vann mikið og óeigingjarnt starf í Skóg- ræktarfélagi Kópavogs sem verður seint fullmetið. í því starfi ber hæst frumkvæði hans og vinna við kaup á jörðinni Fossá í Hvalfirði árið 1972. Á þeim tíma voru það Skógræktarfélög Kópavogs og Kjósarsýslu sem stóðu að kaupunum. Fyrir þessi félög var þetta mikið gæfuspor og aðdáunarverð framtíðarsýn hjá þeim mönnum sem að því stóðu. Nú er kominn mikill skógur á Fossá og þar er mikil uppbygging sem þessir öldnu höfðingjar komu á fót. Það voru ófáar ferðirnar sem Leó fór að Fossá bæði til að standa að plöntun trjáa og einnig að uppbyggingu og viðhaldi gamla bæjarins sem var honum mikið kappsmál og hann sjálfur búinn að leggja í mörg handverkin. Leó var mikill áhugamaður um örnefni og sögu Fossár. Björgvin síðasti ábúandi var mikill vinur Leós og það hefur vafalaust skipt máli þegar hann seldi skógræktarfélögunum jörðina að hann vissi að eign- unum yrði sinnt af umhyggju. Leó var afar stoltur af hengibjörkunum sem Vigdfsi fyrrum forseta voru afhentar af Finnlandsforseta og að Vigdís valdi þessum plöntum stað að Fossá eftir ráðleggingum frá Skógræktarfélagi íslands. Eitt af því síðasta sem Leó lagði mikla áherslu á, var að við stjórnarmenn settum upp skjöld sem hann hafði látið útbúa fyrir þennan reit. Leó varð fyrstur manna hér til að smíða plöntustafi sem hann hafði kynnst í skógarferðum í Noregi. Leó smíðaði marga stafi bæði fyrir sitt félag og einnig fyrir ýmsa skógræktarmenn. Flesta þessa stafi gaf hann, að minnsta kosti afhenti hann félagi sínu 40 stafi að gjöf sem var mikill fengur á þeim tíma. Leó smíðaði einnig marga hluti sem félagið þarfnaðist og allt var gert af miklu hugviti og útsjónarsemi Meðal skógræktar- og landgræðslufólks var Leó mikils metinn og vel þekktur. Sérstaklega var hann vel þekktur fyrir söfnun sína á birkifræi þar sem hann sló öll met og hlaut að laun- um Landgræðsluverðlaun sem afhent voru í Gunnarsholti árið 1999. Undirrituð hlaut þann heiður að vera við þessa verðlaunaveit- ingu með Leó og Tuma barna- barni hans, og líður seint úr minni stolt þeirra hvors af öðrum og sögurnar sem þeir sögðu hvor öðrum til heiðurs. Það má segja að Leó hafi komið skógræktar- geninu vel til sinna nánustu sem öll studdu hann í skógræktará- huganum. Skógræktarfélag Kópavogs á Leó mikið að þakka fyrir hans mikla og óeigingjarna starf í þágu félagsins. Staðfesta hans á kaup- um Fossárjarðarinnar var eitt mesta gæfuspor í sögu Skógrækt- arfélagsins. Að leiðarlokum vil ég þakka Leó góð kynni og allt sem hann gerði fyrir Skógræktarfélag Kópavogs. Sigríður Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.